Grundvallarbreytingar samþykktar á kvótakerfinu 5. nóvember 2012 06:00 Í þjóðaratkvæðagreiðslunni voru samþykktar grundvallarbreytingar á núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi. Rúmir tveir þriðju þeirra sem afstöðu tóku samþykktu tillögu stjórnlagaráðs sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Kvótalöggjöfin hefur verið eitt allra stærsta deilumálið í íslenskum stjórnmálum undanfarin 20 ár. Ítrekað hafa landsmenn látið í ljós mikla óánægju með ákveðna þætti löggjafarinnar í skoðanakönnunum og alþingiskosningum. Það fer ekki á milli mála að hver sá sem samþykkti tillögu Stjórnlagaráðs hefur kynnt sér breytingarnar og verið þeim samþykkur. Það fer líka ekki á milli mála að hver sá sem vildi áfram núverandi kvótakerfi að mestu óbreytt hefur greitt atkvæði gegn tillögunni. Alls greiddu ríflega 73.000 manns breytingunum atkvæði sitt. Það eru 67% þeirra sem afstöðu tóku. Þetta er nánast sami stuðningur og kom fram í skoðanakönnun MMR í maí 2011. Þá vildu 65% innkalla kvótann og úthluta honum að nýju með breyttum reglum. Breytingarnar í 34. grein í tillögu stjórnlagaráðs fjalla um náttúruauðlindir og réttindi tengd þeim. Róttæku breytingarnar eru þær að auðlindirnar sem ekki eru í einkaeigu eru lýstar þjóðareign. Réttindin til þess að hagnýta þær, svo sem fiskveiðikvóta, mun ríkið veita á jafnræðisgrundvelli, gegn fullu gjaldi til hóflegs tíma, og þau má aldrei veðsetja. Þarna er skýrt hvernig öll umdeildustu atriðin í kvótakerfinu eiga að vera til lykta leidd. Í dag er það svo að handhafar kvótans hafa komist upp með að veðsetja kvótann og þannig draga óhemjumikið fé út úr greininni í eigin vasa. Tvöföld verðlagning á kvóta hefur verið látin viðgangast. Ríkið hefur innheimt lágt gjald árlega fyrir afnotin en síðan hafa samtök útvegsmanna, LÍÚ, rekið á skrifstofu sinni sérstakan kvótaeftirmarkað og þar hefur verðið á kvótanum verið margfalt hærra. Í könnun MMR frá maí 2011 vildi 71% svarenda að ríkið fengi markaðsverðið, sem eðlilegt er. Núverandi kvótaúthlutun brýtur allar reglur um jafnræði og samkeppni sem gilda um atvinnurekstur í þjóðfélaginu. Enn á ný hefur almenningur í landinu sagt stjórnmálamönnunum skýrt hver vilji hans er. Munu þeir loksins fylgja þeim vilja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni voru samþykktar grundvallarbreytingar á núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi. Rúmir tveir þriðju þeirra sem afstöðu tóku samþykktu tillögu stjórnlagaráðs sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Kvótalöggjöfin hefur verið eitt allra stærsta deilumálið í íslenskum stjórnmálum undanfarin 20 ár. Ítrekað hafa landsmenn látið í ljós mikla óánægju með ákveðna þætti löggjafarinnar í skoðanakönnunum og alþingiskosningum. Það fer ekki á milli mála að hver sá sem samþykkti tillögu Stjórnlagaráðs hefur kynnt sér breytingarnar og verið þeim samþykkur. Það fer líka ekki á milli mála að hver sá sem vildi áfram núverandi kvótakerfi að mestu óbreytt hefur greitt atkvæði gegn tillögunni. Alls greiddu ríflega 73.000 manns breytingunum atkvæði sitt. Það eru 67% þeirra sem afstöðu tóku. Þetta er nánast sami stuðningur og kom fram í skoðanakönnun MMR í maí 2011. Þá vildu 65% innkalla kvótann og úthluta honum að nýju með breyttum reglum. Breytingarnar í 34. grein í tillögu stjórnlagaráðs fjalla um náttúruauðlindir og réttindi tengd þeim. Róttæku breytingarnar eru þær að auðlindirnar sem ekki eru í einkaeigu eru lýstar þjóðareign. Réttindin til þess að hagnýta þær, svo sem fiskveiðikvóta, mun ríkið veita á jafnræðisgrundvelli, gegn fullu gjaldi til hóflegs tíma, og þau má aldrei veðsetja. Þarna er skýrt hvernig öll umdeildustu atriðin í kvótakerfinu eiga að vera til lykta leidd. Í dag er það svo að handhafar kvótans hafa komist upp með að veðsetja kvótann og þannig draga óhemjumikið fé út úr greininni í eigin vasa. Tvöföld verðlagning á kvóta hefur verið látin viðgangast. Ríkið hefur innheimt lágt gjald árlega fyrir afnotin en síðan hafa samtök útvegsmanna, LÍÚ, rekið á skrifstofu sinni sérstakan kvótaeftirmarkað og þar hefur verðið á kvótanum verið margfalt hærra. Í könnun MMR frá maí 2011 vildi 71% svarenda að ríkið fengi markaðsverðið, sem eðlilegt er. Núverandi kvótaúthlutun brýtur allar reglur um jafnræði og samkeppni sem gilda um atvinnurekstur í þjóðfélaginu. Enn á ný hefur almenningur í landinu sagt stjórnmálamönnunum skýrt hver vilji hans er. Munu þeir loksins fylgja þeim vilja?
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun