

Steingrími svarað
Jafnframt spyr ráðherrann SA hvort sjálfbær ríkisfjármál séu ekki mikilvæg forsenda batnandi lífskjara og að hætta sé á óábyrgum yfirboðum í komandi kosningabaráttu. Öllum spurningunum svarar hann játandi líkt og SA hafa hamrað á allt þetta kjörtímabil. Sá er þó munurinn að SA hafa ekki haft tök á að hafa þau áhrif á þróun ríkisfjármála sem greinarhöfundur hefur haft sem fjármálaráðherra og nú sem atvinnu- og nýsköpunarráðherra.
Varanlegur sparnaður minni
Í áðurnefndri skýrslu er lagt tölulegt mat á helstu skattahækkanir frá árinu 2008 og áform um hækkanir í fjárlagafrumvarpi 2013. Niðurstaðan er að varlega áætlað hafi skattahækkanir numið 87 milljörðum króna á áætluðu verðlagi ársins 2013. Samanburður á útgjöldum ríkissjóðs á föstu verðlagi á milli áranna 2008 og 2013, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, leiðir í ljós lækkun þeirra um 67 milljarða króna á tímabilinu. Þegar nánar er rýnt í niðurskurð útgjalda kemur fram að varanlegur sparnaður er umtalsvert minni en fyrrnefndar tölur bera með sér. Þannig hefur stofn- og viðhaldskostnaður ríkisins lækkað um 30 ma.kr. á verðlagi ársins 2013 (viðhald á vegum, byggingum o.fl.) en varanleg rekstrar- og tilfærsluútgjöld einungis um 37 ma.kr., eða innan við fjórðung aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum.
Samtök atvinnulífsins stóðu að þeirri markmiðssetningu stöðugleikasáttmálans frá júní 2009 að ná skyldi jafnvægi í ríkisfjármálum með því að skattahækkanir næmu 45 prósentum aðhaldsaðgerða en útgjaldalækkanir 55 prósentum. Ríkisstjórnin hefur ekki staðið við þetta markmið og fyrirhugar í fjárlagafrumvarpi fyrir 2013 að auka beinlínis útgjöld með nýjum sköttum á atvinnulífið. Samtök atvinnulífsins stóðu t.d. að því að hækka atvinnutryggingagjald til þess að standa undir kostnaðinum af stórfelldu atvinnuleysi, enda myndi tryggingagjaldið svo lækka með lækkandi útgjöldum Atvinnuleysistryggingasjóðs þegar atvinnuleysi færi aftur minnkandi. Um þetta hefur verið margsamið og síðast við gerð kjarasamninga í maí 2011. Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár boðar að þessir samningar verði að engu hafðir og tryggingagjald ekki lækkað eins og til stóð.
Tillögur Samtaka atvinnulífsins um hófsamar og ábyrgar skattalækkanir á atvinnulífið á næstu árum þarf að skoða í því ljósi að skattahækkanir hafa verið langt umfram markmiðið um 45 prósent af aðlögunarþörfinni í ríkisfjármálum og í mörgum tilvikum gengið allt of nærri þeim sem þurfa að standa undir aukinni skattbyrði. Slíkar skattahækkanir skila ekki árangri því að þær rýra skattstofnana og hefta vöxt atvinnulífsins.
Margítrekaðar ábendingar
Tillögur Samtaka atvinnulífsins þarf enn fremur að skoða í samhengi við margítrekaðar ábendingar um nauðsyn aukinna fjárfestinga í atvinnulífinu, en það er langvænlegasta leiðin út úr erfiðleikunum. Ríkisstjórnin hefur klúðrað langflestum tækifærum sem gefist hafa til aukinna fjárfestinga í atvinnulífinu, mest vegna áherslu á hugmyndafræðilega sigra frekar en samstöðu og praktískar lausnir. Auknar fjárfestingar og meiri umsvif í atvinnulífinu eru lykilatriði til þess að skattar skili ásættanlegum tekjum í ríkissjóð.
Samtök atvinnulífsins hafa margoft óskað eftir því að fá að vera með í ráðum um það hvernig haga skuli nauðsynlegum skattabreytingum en afar lítið hefur verið á þau hlustað. Ríkisstjórnin hefur þvert á móti notað fyrst og fremst þá aðferð að koma fram með vanhugsaðar og illa unnar tillögur sem allt of oft hafa náð fram að ganga en verið atvinnulífinu og samfélaginu öllu til stórtjóns. Mikil orka hefur farið í að vinda ofan af mesta fúskinu, sem þó hefur ekki tekist nema að litlu leyti.
Ríkisstjórnin stendur því frammi fyrir því að íslensk fyrirtæki telja skattamál vera meðal sinna helstu vandamála. Og það þýðir ekkert fyrir ráðherrann að fara í sérstaka afneitun vegna þess. Miklu árangursríkara væri fyrir hann að taka ábyrgum tillögum Samtaka atvinnulífsins fagnandi og óska eftir samvinnu um að ná þeim fram.
Skoðun

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar