Skapandi til framtíðar Katrín Jakobsdóttir skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Fyrir tveimur árum voru kynntar niðurstöður rannsóknar á efnahagslegum áhrifum skapandi greina sem opnuðu augu margra fyrir efnahagslegu mikilvægi þeirra. Með nýlegri skýrslu um starfsumhverfi þeirra hefur aðkoma stjórnvalda að þessum fjölbreytta málaflokki verið skýrð og birt sýn til framtíðar. Brýnt er að ólíkir aðilar í stjórnsýslu og stoðkerfi greinanna taki höndum saman við að treysta grundvöll skapandi greina. Mikilvægt er að fá betri yfirsýn með hagtölum um skapandi starfsemi þannig að unnt sé að byggja upp sögulega sýn á þróun mála og öðlast samanburð við þær þjóðir sem lengst eru komnar í þessum efnum. Þannig geta skapandi greinar orðið ríkari þáttur í atvinnustefnu þjóðarinnar um leið og þær leggja mikið til menningarlegrar velsældar og sjálfsmyndar þjóðarinnar. Stuðning hins opinbera þarf að vanda. Um leið og ljóst er að stofnanir hins opinbera skipta miklu máli innan hverrar listgreinar er einnig mikilvægt að hugað sé að grasrótarstarfi þar sem frumsköpun fer fram og reynt er á þanþol listgreinanna. Fjölgum stoðum íslensks atvinnulífs Skapandi greinar eru þáttur í stefnu stjórnvalda bæði á sviði menningar og á sviði atvinnu og nýsköpunar. Í nýrri fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á áframhaldandi uppbyggingu verkefnasjóða skapandi greina. Stuðningur við kvikmyndagerð verður efldur myndarlega og til sögunnar koma nýir verkefnasjóðir á sviði myndlistar og hönnunar, auk sérstaks sjóðs sem ætlað er að styðja útflutning á íslenskri tónlist. Þá verða efldir þeir verkefnasjóðir sem fyrir eru á ólíkum sviðum. Nauðsynlegt er að íhuga breytingar á atvinnuháttum í íslensku samfélagi. Eftir því sem íslenskt samfélag verður fjölbreyttara er mikilvægt að fjölga stoðum íslensks atvinnulífs og auka um leið félags- og menningarlega velsæld. Þar skipta skapandi greinar miklu máli sem sést á sívaxandi útflutningi hvers kyns menningarafurða. Skapandi greinar ásamt margvíslegri þekkingarstarfsemi, rannsóknum og nýsköpun, geta orðið einn af máttarstólpum íslensks atvinnulífs. Hins vegar þarf umræða um efnahagsleg áhrif skapandi greina ekki að þýða að hvert verkefni verði metið út frá hagnaðarvonum. Undirstaða skapandi greina er listsköpunin sem alltaf á rétt á sér óháð öllum slíkum mælikvörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Skoðanir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum voru kynntar niðurstöður rannsóknar á efnahagslegum áhrifum skapandi greina sem opnuðu augu margra fyrir efnahagslegu mikilvægi þeirra. Með nýlegri skýrslu um starfsumhverfi þeirra hefur aðkoma stjórnvalda að þessum fjölbreytta málaflokki verið skýrð og birt sýn til framtíðar. Brýnt er að ólíkir aðilar í stjórnsýslu og stoðkerfi greinanna taki höndum saman við að treysta grundvöll skapandi greina. Mikilvægt er að fá betri yfirsýn með hagtölum um skapandi starfsemi þannig að unnt sé að byggja upp sögulega sýn á þróun mála og öðlast samanburð við þær þjóðir sem lengst eru komnar í þessum efnum. Þannig geta skapandi greinar orðið ríkari þáttur í atvinnustefnu þjóðarinnar um leið og þær leggja mikið til menningarlegrar velsældar og sjálfsmyndar þjóðarinnar. Stuðning hins opinbera þarf að vanda. Um leið og ljóst er að stofnanir hins opinbera skipta miklu máli innan hverrar listgreinar er einnig mikilvægt að hugað sé að grasrótarstarfi þar sem frumsköpun fer fram og reynt er á þanþol listgreinanna. Fjölgum stoðum íslensks atvinnulífs Skapandi greinar eru þáttur í stefnu stjórnvalda bæði á sviði menningar og á sviði atvinnu og nýsköpunar. Í nýrri fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á áframhaldandi uppbyggingu verkefnasjóða skapandi greina. Stuðningur við kvikmyndagerð verður efldur myndarlega og til sögunnar koma nýir verkefnasjóðir á sviði myndlistar og hönnunar, auk sérstaks sjóðs sem ætlað er að styðja útflutning á íslenskri tónlist. Þá verða efldir þeir verkefnasjóðir sem fyrir eru á ólíkum sviðum. Nauðsynlegt er að íhuga breytingar á atvinnuháttum í íslensku samfélagi. Eftir því sem íslenskt samfélag verður fjölbreyttara er mikilvægt að fjölga stoðum íslensks atvinnulífs og auka um leið félags- og menningarlega velsæld. Þar skipta skapandi greinar miklu máli sem sést á sívaxandi útflutningi hvers kyns menningarafurða. Skapandi greinar ásamt margvíslegri þekkingarstarfsemi, rannsóknum og nýsköpun, geta orðið einn af máttarstólpum íslensks atvinnulífs. Hins vegar þarf umræða um efnahagsleg áhrif skapandi greina ekki að þýða að hvert verkefni verði metið út frá hagnaðarvonum. Undirstaða skapandi greina er listsköpunin sem alltaf á rétt á sér óháð öllum slíkum mælikvörðum.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun