Martröð Eldvarpavirkjunar eða draumurinn um "Eldhringinn“? 22. nóvember 2012 06:00 Nú skal kveðið skýrt að: Af hverju yrði Eldvarpavirkjun tilefni til að kalla allar núlifandi kynslóðir Íslands sem komnar eru til vits og ára „sjálfhverfu kynslóðirnar"? Af hverju yrði hún heimskulegur, siðlaus og óskiljanlegur umhverfisglæpur? Það er vegna þess að með virkjun Eldvarpa á ekki aðeins að umturna og eyðileggja gígaröð, einstætt náttúruverðmæti, heldur líka að stytta endingartíma sameiginlegs jarðhitageymis Eldvarpa og Svartsengis úr 50 árum niður fyrir 30 ár en fullyrða samt að um sé að ræða endurnýjanlega orkunýtingu sem fyrirmynd fyrir heimsbyggðina! Þetta eru ekki upphrópanir út í loftið, vísindaleg gögn liggja fyrir þessu. Og það á líka að ráðast á svipaðan hátt á næstu gígaröð, Sveifluháls, austan Eldvarpa, sem hefur á sér form svonefndra móbergshryggja, en þeir eru gígaraðir sem mynduðust undir jökli. Og þá er spurt: Hvaða máli skiptir það? Og svarið er einfalt: Hvergi á þurrlendi jarðar er að finna gígaraðir eins og á Íslandi. Í þeim speglast sköpun nýs lands á skilum meginlandsflekanna, nokkuð sem hvergi sést nema hér. Flestar gígaraðir á Íslandi, móbergshryggirnir, urðu til undir ísaldarjökli, en aðeins fáar gígaraðir eru til sem mynduðust í eldgosum eftir ísöld og eru eins reglulegar og fallegar og Eldvörp. Draumurinn um „Eldhringinn" Allir kannast við „Gullna hringinn". En ég á mér draum um „Eldhringinn" eða „Rauða hringinn". Og af því að flestir kannast við lag Johnny Cash, Ring of Fire, mætti annaðhvort kalla Eldhringinn því nafni á ensku eða „Red circle". Ferðalag um Eldhringinn myndi hefjast við „gjána á milli heimsálfanna", aðeins fáa kílómetra frá stærsta alþjóðaflugvelli landsins, og halda áfram við Eldvörp, sömuleiðis fáa kílómetra frá flugvellinum. Þar sæi fólk að mestu ósnortið svæðið með þessari fallegu röð átján gíga, sem varð til í augsýn fólksins sem hér bjó fyrir tæpum 800 árum. Einnig fornminjar, sumar frá tímum Tyrkjaránsins, og gönguleiðir vermanna fyrri alda og fólk gæti upplifað forna tíma baráttu fátækrar þjóðar við óblíða náttúru, „survival", æ eftirsóttari tegund ferðamennsku í fágætu umhverfi. Sömuleiðis byrjað að upplifa þá landsköpun og hamfarir, sem gígaröðin vitnar um. Síðan yrði farið austur að Krýsuvík og Sveifluhálsi til að sjá ummerki eftir sams konar eldvirkni undir jökli. Á leið til Reykjavíkur mætti bæta við Sogunum við Trölladyngju, en fara þarf austur í Landmannalaugar eða upp í Kerlingarfjöll til að sjá viðlíka gil. Ef útlendur gestur væri tímabundinn, léti hann þetta nægja, en vissi þó að þetta væri aðeins upphaf Eldhringsins og því full ástæða til að koma aftur til Íslands eða lengja ferðina, því að næsti áfangastaður Eldhringsins yrði gossvæði Kröfluelda, Leirhnjúkur-Gjástykki. Þar blasa við enn magnaðri og skýrari ummerki um „sköpun jarðarinnar", sem hvergi er að sjá annars staðar í víðri veröld, auk fyrirhugaðs æfingasvæðis fyrir marsfara framtíðarinnar. Hægt að sjá kvikmyndir, ljósmyndir og vitnisburði þeirra sem upplifðu þessar hamfarir og lifa sig inn í það í leiðinni. Eldhringnum yrði síðan lokað í Lakagígum í mögnuðustu gígaröð jarðar og þá kemur sér vel að hafa komið áður í Gjástykki. Óafturkræf spjöll Nú má sjá í rammaáætlun að gefin hefur verið út sú aftökuskipun á Eldvörp að gera þau að virkjunarsvæði í stíl Hellisheiðarvirkjunar og sóa jarðvarma svæðisins á innan við 30 árum í stað 50. Einnig á að gera Sveifluháls, Krýsuvík og Trölladyngju að virkjanasvæði og fara það langt með virkjanir inn á Leirhnjúks-Gjástykkissvæðið að það yrði laskað verulega. Allt óafturkræf spjöll. Þetta er ekki aðeins botnlaus græðgi heldur brot gegn þeim ungu Íslendingum, sem neyða á til að taka við Eldvarpasvæðinu lemstruðu og ónýtu eftir 30 ár og hinum svæðunum ónýtum eftir 50 ár og fá engu um það ráðið. Að ekki sé talað um þær milljónir Íslendinga sem ófæddir eru. Þetta er hróplegt brot á skuldbindingum okkar í Ríósáttmálanum um sjálfbæra þróun og heitir rányrkja á góðri íslensku. Aðeins sjálfhverfar kynslóðir ástunda þann meðvitaða þjófnað og glæp að skila landinu með græðgi og rányrkju verra til afkomendanna en þær tóku við því og brjóta með því gegn jafnrétti kynslóðanna, sem er stærsta og mikilvægasta réttlætismál mannkynsins á 21. öldinni og forsenda þess að lifa af. Ég á mér að vísu draum um Eldhringinn. En stærri er draumurinn um heiður Íslands, jafnrétti kynslóðanna og framtíð Íslendinga og mannkynsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Nú skal kveðið skýrt að: Af hverju yrði Eldvarpavirkjun tilefni til að kalla allar núlifandi kynslóðir Íslands sem komnar eru til vits og ára „sjálfhverfu kynslóðirnar"? Af hverju yrði hún heimskulegur, siðlaus og óskiljanlegur umhverfisglæpur? Það er vegna þess að með virkjun Eldvarpa á ekki aðeins að umturna og eyðileggja gígaröð, einstætt náttúruverðmæti, heldur líka að stytta endingartíma sameiginlegs jarðhitageymis Eldvarpa og Svartsengis úr 50 árum niður fyrir 30 ár en fullyrða samt að um sé að ræða endurnýjanlega orkunýtingu sem fyrirmynd fyrir heimsbyggðina! Þetta eru ekki upphrópanir út í loftið, vísindaleg gögn liggja fyrir þessu. Og það á líka að ráðast á svipaðan hátt á næstu gígaröð, Sveifluháls, austan Eldvarpa, sem hefur á sér form svonefndra móbergshryggja, en þeir eru gígaraðir sem mynduðust undir jökli. Og þá er spurt: Hvaða máli skiptir það? Og svarið er einfalt: Hvergi á þurrlendi jarðar er að finna gígaraðir eins og á Íslandi. Í þeim speglast sköpun nýs lands á skilum meginlandsflekanna, nokkuð sem hvergi sést nema hér. Flestar gígaraðir á Íslandi, móbergshryggirnir, urðu til undir ísaldarjökli, en aðeins fáar gígaraðir eru til sem mynduðust í eldgosum eftir ísöld og eru eins reglulegar og fallegar og Eldvörp. Draumurinn um „Eldhringinn" Allir kannast við „Gullna hringinn". En ég á mér draum um „Eldhringinn" eða „Rauða hringinn". Og af því að flestir kannast við lag Johnny Cash, Ring of Fire, mætti annaðhvort kalla Eldhringinn því nafni á ensku eða „Red circle". Ferðalag um Eldhringinn myndi hefjast við „gjána á milli heimsálfanna", aðeins fáa kílómetra frá stærsta alþjóðaflugvelli landsins, og halda áfram við Eldvörp, sömuleiðis fáa kílómetra frá flugvellinum. Þar sæi fólk að mestu ósnortið svæðið með þessari fallegu röð átján gíga, sem varð til í augsýn fólksins sem hér bjó fyrir tæpum 800 árum. Einnig fornminjar, sumar frá tímum Tyrkjaránsins, og gönguleiðir vermanna fyrri alda og fólk gæti upplifað forna tíma baráttu fátækrar þjóðar við óblíða náttúru, „survival", æ eftirsóttari tegund ferðamennsku í fágætu umhverfi. Sömuleiðis byrjað að upplifa þá landsköpun og hamfarir, sem gígaröðin vitnar um. Síðan yrði farið austur að Krýsuvík og Sveifluhálsi til að sjá ummerki eftir sams konar eldvirkni undir jökli. Á leið til Reykjavíkur mætti bæta við Sogunum við Trölladyngju, en fara þarf austur í Landmannalaugar eða upp í Kerlingarfjöll til að sjá viðlíka gil. Ef útlendur gestur væri tímabundinn, léti hann þetta nægja, en vissi þó að þetta væri aðeins upphaf Eldhringsins og því full ástæða til að koma aftur til Íslands eða lengja ferðina, því að næsti áfangastaður Eldhringsins yrði gossvæði Kröfluelda, Leirhnjúkur-Gjástykki. Þar blasa við enn magnaðri og skýrari ummerki um „sköpun jarðarinnar", sem hvergi er að sjá annars staðar í víðri veröld, auk fyrirhugaðs æfingasvæðis fyrir marsfara framtíðarinnar. Hægt að sjá kvikmyndir, ljósmyndir og vitnisburði þeirra sem upplifðu þessar hamfarir og lifa sig inn í það í leiðinni. Eldhringnum yrði síðan lokað í Lakagígum í mögnuðustu gígaröð jarðar og þá kemur sér vel að hafa komið áður í Gjástykki. Óafturkræf spjöll Nú má sjá í rammaáætlun að gefin hefur verið út sú aftökuskipun á Eldvörp að gera þau að virkjunarsvæði í stíl Hellisheiðarvirkjunar og sóa jarðvarma svæðisins á innan við 30 árum í stað 50. Einnig á að gera Sveifluháls, Krýsuvík og Trölladyngju að virkjanasvæði og fara það langt með virkjanir inn á Leirhnjúks-Gjástykkissvæðið að það yrði laskað verulega. Allt óafturkræf spjöll. Þetta er ekki aðeins botnlaus græðgi heldur brot gegn þeim ungu Íslendingum, sem neyða á til að taka við Eldvarpasvæðinu lemstruðu og ónýtu eftir 30 ár og hinum svæðunum ónýtum eftir 50 ár og fá engu um það ráðið. Að ekki sé talað um þær milljónir Íslendinga sem ófæddir eru. Þetta er hróplegt brot á skuldbindingum okkar í Ríósáttmálanum um sjálfbæra þróun og heitir rányrkja á góðri íslensku. Aðeins sjálfhverfar kynslóðir ástunda þann meðvitaða þjófnað og glæp að skila landinu með græðgi og rányrkju verra til afkomendanna en þær tóku við því og brjóta með því gegn jafnrétti kynslóðanna, sem er stærsta og mikilvægasta réttlætismál mannkynsins á 21. öldinni og forsenda þess að lifa af. Ég á mér að vísu draum um Eldhringinn. En stærri er draumurinn um heiður Íslands, jafnrétti kynslóðanna og framtíð Íslendinga og mannkynsins.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun