Þriggja stoða lífeyriskerfi 22. nóvember 2012 06:00 Oft er rætt um nauðsyn þess að byggja lífeyriskerfi þjóða á þremur meginstoðum. Hér á landi hefur einmitt verið farin slík leið í öllum meginatriðum og á erlendum vettvangi er Ísland tekið sem dæmi um vel heppnaða uppbyggingu. Lífeyrissjóðir, almannatryggingar og frjáls sparnaður mynda þessar þrjár meginstoðir. Hver þeirra hefur sérstöku hlutverki að gegna. Engin ein stoðanna nær þeim markmiðum sem stefnt er að en séu þær allar til staðar má byggja öflugt lífeyriskerfi sem nær til allra. Meginmarkmiðið er að tryggja öllum viðunandi ellilífeyri auk þess sem lífeyriskerfin þurfa að veita áfallatryggingar vegna örorku og ótímabærs fráfalls. Hversu öflug lífeyriskerfi geta verið fer fyrst og fremst eftir efnahag hverrar þjóðar og hvort framsýni og fyrirhyggja ráða för. Öflugt atvinnulíf sem er undirstaða góðs efnahags hlýtur því ávallt að verða meginforsenda öflugs lífeyriskerfis. Framfærsla lífeyrisþega Hlutverk lífeyrissjóðanna í þessu samspili stoðanna þriggja er að annast að stærstum hluta framfærslu lífeyrisþega. Hér á landi hafa verið að byggjast upp sterkir lífeyrissjóðir sem nú þegar standa undir 58% af lífeyrisgreiðslum á móti almannatryggingum og þetta hlutfall fer hækkandi. Afar mikilvægt er að byggja upp lífeyrissjóðina vegna þess að útgreiðslur úr þeim byggja að meirihluta til á fjármagnstekjum. Sé það vanrækt hjá þjóð með þann metnað í lífeyrismálum sem við höfum á Íslandi má ætla að skattlagning á laun þyrfti í framtíðinni að nema yfir 25% til þess að fjármagna lífeyrisgreiðslur með samtíma skattgreiðslum. Hlutverk almannatrygginganna er að tryggja tiltekið lágmark lífeyris. Þar sem myndun lífeyrisréttinda í lífeyrissjóðum byggir á iðgjöldum af launum verða alltaf einhverjir einstaklingar sem ekki ná að afla sér ásættanlegra lífeyrisréttinda. Það verður alltaf drjúgur hópur sem af einhverjum ástæðum stendur utan vinnumarkaðar, tímabundið eða alfarið. Því verður alltaf þörf á greiðslum úr almannatryggingum en það gildir líka að geta samfélagsins til þess að standa undir myndarlegu lágmarki lífeyris fer eftir því hversu vel hefur tekist til við uppbyggingu lífeyrissjóðanna. Traust eignastaða Hlutverk hins frjálsa sparnaðar er að byggja upp eignastöðu. Langflest heimili vilja byggja upp trausta eignastöðu óháð lífeyrisréttindum. Að vissu leyti draga lífeyrissparnaður og almannatryggingar úr þörfinni fyrir sparnað og eignamyndun heimilanna. Traust eignastaða skapar engu að síður mikið öryggi á allri lífsleiðinni og möguleika til að verjast áföllum sem á geta dunið og hafa ekkert með lífeyristryggingar að gera. Stærsti hluti frjálsrar eignamyndunar hjá heimilunum í landinu er í íbúðarhúsnæði en flestum okkar þykir eftirsóknarvert að eignast þak yfir höfuðið. Til viðbótar eru svo ýmis konar almennur sparnaður og eignarhlutir í fyrirtækjum. Hinn frjálsi sparnaður og eignamyndun gefur fólki aukinn sveigjanleika og valmöguleika þegar líður á ævina. Margir nýta eignalega stöðu sína til að koma sér vel fyrir í ellinni með kaupum á viðeigandi húsnæði. Allar þrjár stoðirnar þurfa að vinna vel saman til að skapa heild þar sem búið er að lífeyrisþegum með sóma og af metnaði. Sífelld þörf er á umræðu um lífeyrismál til þess að vega og meta árangur þess fyrirkomulags sem við höfum valið. Breytingar þurfa að vera yfirvegaðar og treysta lífeyriskerfið til lengri tíma. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki skipta miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Oft er rætt um nauðsyn þess að byggja lífeyriskerfi þjóða á þremur meginstoðum. Hér á landi hefur einmitt verið farin slík leið í öllum meginatriðum og á erlendum vettvangi er Ísland tekið sem dæmi um vel heppnaða uppbyggingu. Lífeyrissjóðir, almannatryggingar og frjáls sparnaður mynda þessar þrjár meginstoðir. Hver þeirra hefur sérstöku hlutverki að gegna. Engin ein stoðanna nær þeim markmiðum sem stefnt er að en séu þær allar til staðar má byggja öflugt lífeyriskerfi sem nær til allra. Meginmarkmiðið er að tryggja öllum viðunandi ellilífeyri auk þess sem lífeyriskerfin þurfa að veita áfallatryggingar vegna örorku og ótímabærs fráfalls. Hversu öflug lífeyriskerfi geta verið fer fyrst og fremst eftir efnahag hverrar þjóðar og hvort framsýni og fyrirhyggja ráða för. Öflugt atvinnulíf sem er undirstaða góðs efnahags hlýtur því ávallt að verða meginforsenda öflugs lífeyriskerfis. Framfærsla lífeyrisþega Hlutverk lífeyrissjóðanna í þessu samspili stoðanna þriggja er að annast að stærstum hluta framfærslu lífeyrisþega. Hér á landi hafa verið að byggjast upp sterkir lífeyrissjóðir sem nú þegar standa undir 58% af lífeyrisgreiðslum á móti almannatryggingum og þetta hlutfall fer hækkandi. Afar mikilvægt er að byggja upp lífeyrissjóðina vegna þess að útgreiðslur úr þeim byggja að meirihluta til á fjármagnstekjum. Sé það vanrækt hjá þjóð með þann metnað í lífeyrismálum sem við höfum á Íslandi má ætla að skattlagning á laun þyrfti í framtíðinni að nema yfir 25% til þess að fjármagna lífeyrisgreiðslur með samtíma skattgreiðslum. Hlutverk almannatrygginganna er að tryggja tiltekið lágmark lífeyris. Þar sem myndun lífeyrisréttinda í lífeyrissjóðum byggir á iðgjöldum af launum verða alltaf einhverjir einstaklingar sem ekki ná að afla sér ásættanlegra lífeyrisréttinda. Það verður alltaf drjúgur hópur sem af einhverjum ástæðum stendur utan vinnumarkaðar, tímabundið eða alfarið. Því verður alltaf þörf á greiðslum úr almannatryggingum en það gildir líka að geta samfélagsins til þess að standa undir myndarlegu lágmarki lífeyris fer eftir því hversu vel hefur tekist til við uppbyggingu lífeyrissjóðanna. Traust eignastaða Hlutverk hins frjálsa sparnaðar er að byggja upp eignastöðu. Langflest heimili vilja byggja upp trausta eignastöðu óháð lífeyrisréttindum. Að vissu leyti draga lífeyrissparnaður og almannatryggingar úr þörfinni fyrir sparnað og eignamyndun heimilanna. Traust eignastaða skapar engu að síður mikið öryggi á allri lífsleiðinni og möguleika til að verjast áföllum sem á geta dunið og hafa ekkert með lífeyristryggingar að gera. Stærsti hluti frjálsrar eignamyndunar hjá heimilunum í landinu er í íbúðarhúsnæði en flestum okkar þykir eftirsóknarvert að eignast þak yfir höfuðið. Til viðbótar eru svo ýmis konar almennur sparnaður og eignarhlutir í fyrirtækjum. Hinn frjálsi sparnaður og eignamyndun gefur fólki aukinn sveigjanleika og valmöguleika þegar líður á ævina. Margir nýta eignalega stöðu sína til að koma sér vel fyrir í ellinni með kaupum á viðeigandi húsnæði. Allar þrjár stoðirnar þurfa að vinna vel saman til að skapa heild þar sem búið er að lífeyrisþegum með sóma og af metnaði. Sífelld þörf er á umræðu um lífeyrismál til þess að vega og meta árangur þess fyrirkomulags sem við höfum valið. Breytingar þurfa að vera yfirvegaðar og treysta lífeyriskerfið til lengri tíma. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki skipta miklu máli.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun