Reykvíkingar, gætum okkar hagsmuna á Alþingi 23. nóvember 2012 06:00 Laugardaginn 24. nóvember nk. er prófkjör Sjálfstæðisflokksins vegna komandi alþingiskosninga. Þar gefst Reykvíkingum tækifæri til að velja þingmannsefni til að halda á málefnum höfuðborgarinnar og landsins alls næstu ár. Það skiptir máli að velja af kostgæfni og yfirvegun. Verulega hefur skort á að hagsmunum Reykvíkinga sé nægilega vel gætt á Alþingi. Þeir tiltölulega fáu þingmenn sem þéttbýlið hefur verða að beita sér betur fyrir sína kjósendur. Það er eins og fulltrúar þéttbýlisins koðni niður þegar þeir koma á þing og allir verða vinir á kaffistofunni. Meirihlutinn, þ.e. landsbyggðin, ræður mestu. Ekki fulltrúar meirihluta þjóðarinnar á SV-horninu. Það heyrist helst frá þéttbýlisþingmönnum rétt fyrir kosningar. Þá allt í einu dúkka þeir upp í fjölmiðlum á hverjum degi. Að sjálfsögðu er landið allt ein heild og þéttbýli og landsbyggð þurfa að vinna vel saman. En þegar litið er yfir síðustu áratugi sést greinilega hvað hallað hefur á hagsmuni skattgreiðenda og neytenda á SV-horninu. Hér á eftir eru nokkrir liðir þar sem hagsmuna okkar á SV-horninu hefur ekki verið nægilega vel gætt: Við þurfum lágt matvælaverð og fjölbreytt matvæli. Það eru strangar innflutningshömlur á landbúnaðarafurðum og það sem leyft er að flytja inn er sumt ofurskattað til að vernda íslenska framleiðslu. Við þurfum stöðuga mynt og lága vexti á skuldir okkar. Heimilin berjast nú við ógnvænlegan skuldavanda meðal annars vegna verðtryggðra lána. Nærri 30.000 okkar eru á vanskilaskrá og tugir þúsunda til viðbótar hafa glatað eigin fé í sínum fasteignum og sjá fram á stökkbreytt lán og afborganir næstu áratugi. Landinu er haldið utan við ESB og evruna til að vernda landbúnaðinn og sjávarútveginn sem að vísu er á misskilningi byggt og á ekki að gera með þeim hætti sem gert hefur verið. Við sitjum uppi með einn dýrasta landbúnað í heimi án þess að hafa efni á því. Varðandi sjávarútveginn er útlit fyrir að samningar um hann verði þess eðlis að við getum vel við unað, en það er að sjálfsögðu úrslitaatriði. Það felast líka mikil tækifæri í því fyrir landbúnaðinn og sjávarútveginn að við göngum í ESB. Stóru sjávarútvegsfyrirtækin munu því ekki andvíg. Við kunnum sjávarútveg ágætlega og getum vaxið erlendis ef tækifærin væru opnari. Við sitjum uppi með að vera áhrifalaus í EES en taka samt við regluverkinu. Við sitjum uppi með ónýta krónu sem er ekki gjaldgeng, en það er meginhlutverk gjaldmiðla að vera gjaldgengir og halda verðgildi sínu. Óstöðugleiki krónunnar leiddi til þess að verðtrygging var tekin upp sem núna hefur gert tugi þúsunda Íslendinga eignalausa og ofurskuldsetta. Vextir í krónunni eru óbærilegir sem drepur niður fyrirtæki og heimili. Við þurfum evruna, trausta alþjóðlega gjaldgenga mynt, sem heldur verðgildi sínu sæmilega. Með evrunni kemur stöðugleiki, lág verðbólga og lágir vextir. Við þurfum lægri skatta. Skattar eru orðnir það háir að það kemur hart niður á fólki og fyrirtækjum. Ofurskattarnir eru hamlandi fyrir vöxt fyrirtækja og minnka það sem heimili og fyrirtæki hafa til ráðstöfunar. Hluti skattanna gengur frá þéttbýlinu á SV-horninu út á land til landbúnaðar, samgangna og fleira. Það er eðlilegt að vissu marki, en það hefur verið gengið allt of langt í því efni. Við þurfum að taka á óráðsíunni og lækka svo skattana. Við þurfum góð atvinnutækifæri sem greiða góð laun. Með inngöngu í ESB og tilkomu evrunnar myndu nýju útflutningsatvinnugreinarnar, svo sem Marel, Össur og Actavis að ógleymdri ferðamannaþjónustu, vaxa hraðar og dafna í stað þess að flýja land. Með því að taka á landbúnaðaróráðsíunni, ganga í ESB og taka upp evruna myndi ráðstöfunarfé heimila í þéttbýlinu aukast um 50 til 100 kr. á mánuði þegar fram í sækir, en það tekur tíma að koma fram. Það þarf raunhæfari lausnir, það nægir ekki að segjast bara vilja lækka skatta. Það þarf að segja hvernig það á að gerast. Kjósendur ættu að huga að verulegri endurnýjun fulltrúa á Alþingi og velja til starfa víðsýnt, frjálslynt, öflugt fólk af báðum kynjum. Ekki láta stórar og miklar auglýsingar glepja sig í því efni. Ekki kjósa bara frægt og ríkt fólk þó það geti verið ágætt. Huga að mannkostum, menntun, reynslu og málefnum frambjóðenda. Reykvíkingar, þið eigið leikinn á laugardag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Laugardaginn 24. nóvember nk. er prófkjör Sjálfstæðisflokksins vegna komandi alþingiskosninga. Þar gefst Reykvíkingum tækifæri til að velja þingmannsefni til að halda á málefnum höfuðborgarinnar og landsins alls næstu ár. Það skiptir máli að velja af kostgæfni og yfirvegun. Verulega hefur skort á að hagsmunum Reykvíkinga sé nægilega vel gætt á Alþingi. Þeir tiltölulega fáu þingmenn sem þéttbýlið hefur verða að beita sér betur fyrir sína kjósendur. Það er eins og fulltrúar þéttbýlisins koðni niður þegar þeir koma á þing og allir verða vinir á kaffistofunni. Meirihlutinn, þ.e. landsbyggðin, ræður mestu. Ekki fulltrúar meirihluta þjóðarinnar á SV-horninu. Það heyrist helst frá þéttbýlisþingmönnum rétt fyrir kosningar. Þá allt í einu dúkka þeir upp í fjölmiðlum á hverjum degi. Að sjálfsögðu er landið allt ein heild og þéttbýli og landsbyggð þurfa að vinna vel saman. En þegar litið er yfir síðustu áratugi sést greinilega hvað hallað hefur á hagsmuni skattgreiðenda og neytenda á SV-horninu. Hér á eftir eru nokkrir liðir þar sem hagsmuna okkar á SV-horninu hefur ekki verið nægilega vel gætt: Við þurfum lágt matvælaverð og fjölbreytt matvæli. Það eru strangar innflutningshömlur á landbúnaðarafurðum og það sem leyft er að flytja inn er sumt ofurskattað til að vernda íslenska framleiðslu. Við þurfum stöðuga mynt og lága vexti á skuldir okkar. Heimilin berjast nú við ógnvænlegan skuldavanda meðal annars vegna verðtryggðra lána. Nærri 30.000 okkar eru á vanskilaskrá og tugir þúsunda til viðbótar hafa glatað eigin fé í sínum fasteignum og sjá fram á stökkbreytt lán og afborganir næstu áratugi. Landinu er haldið utan við ESB og evruna til að vernda landbúnaðinn og sjávarútveginn sem að vísu er á misskilningi byggt og á ekki að gera með þeim hætti sem gert hefur verið. Við sitjum uppi með einn dýrasta landbúnað í heimi án þess að hafa efni á því. Varðandi sjávarútveginn er útlit fyrir að samningar um hann verði þess eðlis að við getum vel við unað, en það er að sjálfsögðu úrslitaatriði. Það felast líka mikil tækifæri í því fyrir landbúnaðinn og sjávarútveginn að við göngum í ESB. Stóru sjávarútvegsfyrirtækin munu því ekki andvíg. Við kunnum sjávarútveg ágætlega og getum vaxið erlendis ef tækifærin væru opnari. Við sitjum uppi með að vera áhrifalaus í EES en taka samt við regluverkinu. Við sitjum uppi með ónýta krónu sem er ekki gjaldgeng, en það er meginhlutverk gjaldmiðla að vera gjaldgengir og halda verðgildi sínu. Óstöðugleiki krónunnar leiddi til þess að verðtrygging var tekin upp sem núna hefur gert tugi þúsunda Íslendinga eignalausa og ofurskuldsetta. Vextir í krónunni eru óbærilegir sem drepur niður fyrirtæki og heimili. Við þurfum evruna, trausta alþjóðlega gjaldgenga mynt, sem heldur verðgildi sínu sæmilega. Með evrunni kemur stöðugleiki, lág verðbólga og lágir vextir. Við þurfum lægri skatta. Skattar eru orðnir það háir að það kemur hart niður á fólki og fyrirtækjum. Ofurskattarnir eru hamlandi fyrir vöxt fyrirtækja og minnka það sem heimili og fyrirtæki hafa til ráðstöfunar. Hluti skattanna gengur frá þéttbýlinu á SV-horninu út á land til landbúnaðar, samgangna og fleira. Það er eðlilegt að vissu marki, en það hefur verið gengið allt of langt í því efni. Við þurfum að taka á óráðsíunni og lækka svo skattana. Við þurfum góð atvinnutækifæri sem greiða góð laun. Með inngöngu í ESB og tilkomu evrunnar myndu nýju útflutningsatvinnugreinarnar, svo sem Marel, Össur og Actavis að ógleymdri ferðamannaþjónustu, vaxa hraðar og dafna í stað þess að flýja land. Með því að taka á landbúnaðaróráðsíunni, ganga í ESB og taka upp evruna myndi ráðstöfunarfé heimila í þéttbýlinu aukast um 50 til 100 kr. á mánuði þegar fram í sækir, en það tekur tíma að koma fram. Það þarf raunhæfari lausnir, það nægir ekki að segjast bara vilja lækka skatta. Það þarf að segja hvernig það á að gerast. Kjósendur ættu að huga að verulegri endurnýjun fulltrúa á Alþingi og velja til starfa víðsýnt, frjálslynt, öflugt fólk af báðum kynjum. Ekki láta stórar og miklar auglýsingar glepja sig í því efni. Ekki kjósa bara frægt og ríkt fólk þó það geti verið ágætt. Huga að mannkostum, menntun, reynslu og málefnum frambjóðenda. Reykvíkingar, þið eigið leikinn á laugardag.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun