Ráðleggingar um hádegisverð í skólum 23. nóvember 2012 06:00 Yfir vetrarmánuðina verja börn meirihluta dagsins í skóla eða á frístundaheimilum og því gefur skólamaturinn einstakt tækifæri til að bæta neysluvenjur skólabarna og kenna þeim að njóta hollrar fæðu. Með hollum mat í skóla er hægt að hafa jákvæð áhrif á heilsu og líðan nemenda og starfsfólks skólans. Vel nærðir nemendur eiga auðveldara með að einbeita sér og læra. Nýleg sænsk rannsókn sýndi að neysla á hollum mat og lítil neysla á óhollum mat var tengd betri einkunnum hjá 15 ára unglingum. Enn fremur kom fram að þeir unglingar sem borðuðu reglulega morgunverð höfðu hærri meðaleinkunnir. Það er ekki síður mikilvægt að leggja áherslu á uppeldis- og félagslegt gildi máltíða meðal annars með því að gefa nægan tíma til að nærast og sjá til þess að umhverfi sé notalegt og ekki of mikill hávaði. Opinberar ráðleggingar Embætti landlæknis gefur út handbók fyrir skólamötuneyti sem ætlað er að auðvelda starfsfólki að bjóða börnum hollan og góðan mat við þeirra hæfi. Í 23. grein grunnskólalaga frá árinu 2008 segir að í grunnskólum skulu nemendur eiga kost á málsverði á skólatíma í samræmi við opinberar ráðleggingar. Embætti landlæknis vinnur að þessum málum í tengslum við verkefnið Heilsueflandi grunnskóli og hefur gefið út handbók utan um það verkefni þar sem skólar eru hvattir til að mynda sér heildræna stefnu um næringu. Heilsueflandi skólum er boðið upp á fræðslu fyrir starfsfólk mötuneyta en einnig er settur fram skýr rammi sem skólarnir þurfa að fylgja, t.d. að útnefndur sé starfsmaður sem ber ábyrgð á að fylgja eftir stefnu í næringarmálum og ber stýrihópur verkefnisins ábyrgð á að viðmiðum og gátlista í handbók sé framfylgt. Eftirlit með skólamáltíðum Embætti landlæknis hefur ekki eftirlit með gæðum skólamáltíða. Það er hlutverk skólastjórnenda að sjá til þess að lögum um grunnskóla sé framfylgt, þ.e. að tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrá grunnskóla og þar með talið að hádegisverður sé í samræmi við ráðleggingar. Sveitarfélög hafa einnig hlutverki að gegna þarna með svo kölluðu ytra mati sveitarfélaga. Mennta- og menningarmálaráðuneytið ber einnig ábyrgð á ytra mati á skólastarfi. Það er til mikils að vinna að bæta neysluvenjur skólabarna og ættu skólar að leggja áherslu á holla fæðu og huga þar sérstaklega að fjölbreyttu fæðuvali, fiskmáltíðum og meiri neyslu ávaxta, grænmetis og grófra kornvara auk vatnsdrykkju. Fæðuframboð í skólum Ÿ Fiskur að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku, bæði feitur og magur. Ÿ Grænmetis- og baunaréttir reglulega í boði. Ÿ Þegar kjöt- eða kjötvörur eru í boði, velja magrar kjötvörur með minna en 10% fitu. Æskilegt er að bjóða upp á ferskar vörur sem oftast og minna af farsvörum, pylsum og nöggum. Reyktur og saltur matur, t.d. saltkjöt, hangikjöt, bjúgu, bayonskinka, hamborgarhryggur eða saltfiskur, ætti að vera mjög sjaldan á borðum. Mikilvægt er að skoða vel saltmagn og lesa utan á umbúðir en vörur teljast saltríkar ef þær innihalda meira en 1,25 g af salti (0,5 g natríum) í 100 g vöru. Ÿ Grænmeti hrátt og/eða soðið með öllum hádegismat. Ávextir eða grænmeti í morgunhressingu og síðdegishressingu. Einnig er tilvalið að bjóða upp á ávexti eftir hádegisverðinn. Ÿ Þegar brauð er í boði ætti að velja heilkorna, trefjaríkt brauð með a.m.k. 5-6 g af trefjum í 100 g af brauði. Ÿ Við matseld er mælt með notkun olíu í stað smjörs eða smjörlíkis og léttmjólkur í stað nýmjólkur eða rjóma. Enn fremur er mælt með að ofnsteikja frekar en pönnusteikja. Ÿ Mikilvægt er að nemendur eigi greiðan aðgang að köldu, fersku drykkjarvatni. Ítarefni Handbók fyrir skólamötuneyti Ráðleggingar um mataræði og næringarefni Handbók heilsueflandi grunnskóla Lög nr. 91/2008 um grunnskóla Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Yfir vetrarmánuðina verja börn meirihluta dagsins í skóla eða á frístundaheimilum og því gefur skólamaturinn einstakt tækifæri til að bæta neysluvenjur skólabarna og kenna þeim að njóta hollrar fæðu. Með hollum mat í skóla er hægt að hafa jákvæð áhrif á heilsu og líðan nemenda og starfsfólks skólans. Vel nærðir nemendur eiga auðveldara með að einbeita sér og læra. Nýleg sænsk rannsókn sýndi að neysla á hollum mat og lítil neysla á óhollum mat var tengd betri einkunnum hjá 15 ára unglingum. Enn fremur kom fram að þeir unglingar sem borðuðu reglulega morgunverð höfðu hærri meðaleinkunnir. Það er ekki síður mikilvægt að leggja áherslu á uppeldis- og félagslegt gildi máltíða meðal annars með því að gefa nægan tíma til að nærast og sjá til þess að umhverfi sé notalegt og ekki of mikill hávaði. Opinberar ráðleggingar Embætti landlæknis gefur út handbók fyrir skólamötuneyti sem ætlað er að auðvelda starfsfólki að bjóða börnum hollan og góðan mat við þeirra hæfi. Í 23. grein grunnskólalaga frá árinu 2008 segir að í grunnskólum skulu nemendur eiga kost á málsverði á skólatíma í samræmi við opinberar ráðleggingar. Embætti landlæknis vinnur að þessum málum í tengslum við verkefnið Heilsueflandi grunnskóli og hefur gefið út handbók utan um það verkefni þar sem skólar eru hvattir til að mynda sér heildræna stefnu um næringu. Heilsueflandi skólum er boðið upp á fræðslu fyrir starfsfólk mötuneyta en einnig er settur fram skýr rammi sem skólarnir þurfa að fylgja, t.d. að útnefndur sé starfsmaður sem ber ábyrgð á að fylgja eftir stefnu í næringarmálum og ber stýrihópur verkefnisins ábyrgð á að viðmiðum og gátlista í handbók sé framfylgt. Eftirlit með skólamáltíðum Embætti landlæknis hefur ekki eftirlit með gæðum skólamáltíða. Það er hlutverk skólastjórnenda að sjá til þess að lögum um grunnskóla sé framfylgt, þ.e. að tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrá grunnskóla og þar með talið að hádegisverður sé í samræmi við ráðleggingar. Sveitarfélög hafa einnig hlutverki að gegna þarna með svo kölluðu ytra mati sveitarfélaga. Mennta- og menningarmálaráðuneytið ber einnig ábyrgð á ytra mati á skólastarfi. Það er til mikils að vinna að bæta neysluvenjur skólabarna og ættu skólar að leggja áherslu á holla fæðu og huga þar sérstaklega að fjölbreyttu fæðuvali, fiskmáltíðum og meiri neyslu ávaxta, grænmetis og grófra kornvara auk vatnsdrykkju. Fæðuframboð í skólum Ÿ Fiskur að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku, bæði feitur og magur. Ÿ Grænmetis- og baunaréttir reglulega í boði. Ÿ Þegar kjöt- eða kjötvörur eru í boði, velja magrar kjötvörur með minna en 10% fitu. Æskilegt er að bjóða upp á ferskar vörur sem oftast og minna af farsvörum, pylsum og nöggum. Reyktur og saltur matur, t.d. saltkjöt, hangikjöt, bjúgu, bayonskinka, hamborgarhryggur eða saltfiskur, ætti að vera mjög sjaldan á borðum. Mikilvægt er að skoða vel saltmagn og lesa utan á umbúðir en vörur teljast saltríkar ef þær innihalda meira en 1,25 g af salti (0,5 g natríum) í 100 g vöru. Ÿ Grænmeti hrátt og/eða soðið með öllum hádegismat. Ávextir eða grænmeti í morgunhressingu og síðdegishressingu. Einnig er tilvalið að bjóða upp á ávexti eftir hádegisverðinn. Ÿ Þegar brauð er í boði ætti að velja heilkorna, trefjaríkt brauð með a.m.k. 5-6 g af trefjum í 100 g af brauði. Ÿ Við matseld er mælt með notkun olíu í stað smjörs eða smjörlíkis og léttmjólkur í stað nýmjólkur eða rjóma. Enn fremur er mælt með að ofnsteikja frekar en pönnusteikja. Ÿ Mikilvægt er að nemendur eigi greiðan aðgang að köldu, fersku drykkjarvatni. Ítarefni Handbók fyrir skólamötuneyti Ráðleggingar um mataræði og næringarefni Handbók heilsueflandi grunnskóla Lög nr. 91/2008 um grunnskóla Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun