Bölmóður án tilefnis Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 24. nóvember 2012 06:00 Erfitt er að skilja þrálátar heimsendaspár stjórnarandstöðunnar um íslenskt efnahagslíf. En það er gömul saga og ný að reynt sé að ala á öryggisleysi kjósenda í pólitískum tilgangi. Nú er býsnast yfir slæmri stöðu þjóðarbúsins og látið eins og allt sé í kalda koli. En hverjar eru staðreyndirnar? Hagvaxtarhorfur eru hér betri en víðast hvar um þessar mundir. Ný spá Seðlabankans gerir ráð fyrir 2,5% hagvexti á þessu ári og að hann verði 3,7% árið 2015. Dregið hefur úr atvinnuleysi og starfandi einstaklingum fjölgar á vinnumarkaði. Í fyrra jókst hlutur atvinnuvegafjárfestinga í landsframleiðslunni í fyrsta sinn frá árinu 2006, eða um 25%. Engum þarf að koma á óvart þótt tafir hafi orðið á erlendum fjárfestingum hér á landi. Hvergi í hinum vestræna heimi hafa ný álver eða kísilmálmver verið gangsett síðan haustið 2008 eins og fram kom í máli forstjóra Landsvirkjunar í vikunni. Um 10 milljarða króna innspýting er fyrirhuguð á næsta ári í tengslum við fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar en á næstu þremur árum gerir áætlunin ráð fyrir 88 milljarða króna fjárfestingum alls. Batnandi skuldastaða Vanskil hjá stóru viðskiptabönkunum fara minnkandi og á síðasta ári jukust eignir umfram skuldir um 17%. Skuldir fyrirtækja og heimila eru nú um 280% af landsframleiðslu en voru 510% þegar þær náðu hámarki haustið 2008. Ég hef nýverið átt fundi með bankastjórum stóru bankanna um endurútreikning ólöglegu gengislánanna. Mér sýnist nú sem bankarnir hafi tekið vel við sér og séu í þann mund að hefja endurútreikning á a.m.k. þriðja tug þúsunda lána og hverfa frá málarekstri að hluta. Þessu ber að fagna. Á næsta ári renna um 23 milljarðar króna til heimilanna í formi vaxta- og barnabóta, enda er greiddur niður hartnær helmingur af vaxtakostnaði láglaunafjölskyldna. Í heildina eru íbúðaskuldir heimila nú svipaðar og þær voru í upphafi eignabólunnar 2004. Bætt staða ríkissjóðs Eitt helsta verkefni kjörtímabilsins hefur verið að stoppa í um 300 milljarða fjárlagagat sem rekja má til hrunsins. Nú er svo komið að rekstur ríkissjóðs verður nánast sjálfbær á næsta ári ef fram heldur sem horfir. Vegna þessa árangurs fara skuldir hins opinbera nú lækkandi og eru þær nú svipaðar hér og í ýmsum öðrum iðnríkjum og vel viðráðanlegar. Jafnframt þessu hefur ríkissjóður og Seðlabanki Íslands í tvígang greitt niður erlend lán fyrirfram í því skyni að lækka vaxtakostnað af gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Skuldatryggingaálag ríkissjóðs var tæp 1500 stig þegar verst lét en er nú 178 stig og hefur ekki verið lægra frá því fyrir hrun. Kannski er ekki nema von að stjórnarandstæðingar trúi ekki sínum eigin augum um mat umheimsins á stöðu Íslands. Kannski vilja þeir ekki trúa. Inn í þessa umræðu hafa blandast áhyggjur manna af fyrirhuguðum nauðasamningum gömlu bankanna við erlenda kröfuhafa. Þetta mál er vandasamt, en umræðan um það er á villigötum og þar reynir stjórnarandstaðan að slá pólitískar keilur og skapa ótta hjá almenningi. Seðlabankinn ræður útgreiðsluferli á eignum erlendra kröfuhafa með lagaheimildum sem hann fékk með mikilvægri lagasetningu 12. mars síðastliðinn. Sjálfstæðismenn studdu ekki þá lagasetningu. Hefði þeirra vilji ráðið hefði verið ástæða til að hafa áhyggjur. Seðlabankinn mun ekki setja neinar reglur sem ógnað geta lífskjörum hér á landi eða markmiðum um fjármálastöðugleika. Seðlabankinn og stjórnvöld ræða þetta mál reglulega og hafa fullt vald á því. Ég tel mjög mikilvægt að vinna þetta mál í víðtækri sátt. Erlendir kröfuhafar þurfa að fá skýr skilaboð um að pólitísk staða á Íslandi breyti engu um meðferð málsins því einhugur ríki um að ganga eins langt í vörn fyrir íslenska hagsmuni og lög og þjóðréttarlegar skuldbindingar leyfa. Við höfum ríka ástæðu til bjartsýni þótt margt geti tafið uppbyggingu, t.d. langdregin kreppa í mikilvægum viðskiptalöndum okkar. Ástandið hér á landi er það gott – eins og viðurkennt er – að bölmóður er varla viðeigandi. Bjartsýni og eldmóður er það sem þjóðin og atvinnulífið þarf á að halda, vilji menn halda áfram á þeirri braut uppbyggingar sem mörkuð hefur verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Skoðanir Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Erfitt er að skilja þrálátar heimsendaspár stjórnarandstöðunnar um íslenskt efnahagslíf. En það er gömul saga og ný að reynt sé að ala á öryggisleysi kjósenda í pólitískum tilgangi. Nú er býsnast yfir slæmri stöðu þjóðarbúsins og látið eins og allt sé í kalda koli. En hverjar eru staðreyndirnar? Hagvaxtarhorfur eru hér betri en víðast hvar um þessar mundir. Ný spá Seðlabankans gerir ráð fyrir 2,5% hagvexti á þessu ári og að hann verði 3,7% árið 2015. Dregið hefur úr atvinnuleysi og starfandi einstaklingum fjölgar á vinnumarkaði. Í fyrra jókst hlutur atvinnuvegafjárfestinga í landsframleiðslunni í fyrsta sinn frá árinu 2006, eða um 25%. Engum þarf að koma á óvart þótt tafir hafi orðið á erlendum fjárfestingum hér á landi. Hvergi í hinum vestræna heimi hafa ný álver eða kísilmálmver verið gangsett síðan haustið 2008 eins og fram kom í máli forstjóra Landsvirkjunar í vikunni. Um 10 milljarða króna innspýting er fyrirhuguð á næsta ári í tengslum við fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar en á næstu þremur árum gerir áætlunin ráð fyrir 88 milljarða króna fjárfestingum alls. Batnandi skuldastaða Vanskil hjá stóru viðskiptabönkunum fara minnkandi og á síðasta ári jukust eignir umfram skuldir um 17%. Skuldir fyrirtækja og heimila eru nú um 280% af landsframleiðslu en voru 510% þegar þær náðu hámarki haustið 2008. Ég hef nýverið átt fundi með bankastjórum stóru bankanna um endurútreikning ólöglegu gengislánanna. Mér sýnist nú sem bankarnir hafi tekið vel við sér og séu í þann mund að hefja endurútreikning á a.m.k. þriðja tug þúsunda lána og hverfa frá málarekstri að hluta. Þessu ber að fagna. Á næsta ári renna um 23 milljarðar króna til heimilanna í formi vaxta- og barnabóta, enda er greiddur niður hartnær helmingur af vaxtakostnaði láglaunafjölskyldna. Í heildina eru íbúðaskuldir heimila nú svipaðar og þær voru í upphafi eignabólunnar 2004. Bætt staða ríkissjóðs Eitt helsta verkefni kjörtímabilsins hefur verið að stoppa í um 300 milljarða fjárlagagat sem rekja má til hrunsins. Nú er svo komið að rekstur ríkissjóðs verður nánast sjálfbær á næsta ári ef fram heldur sem horfir. Vegna þessa árangurs fara skuldir hins opinbera nú lækkandi og eru þær nú svipaðar hér og í ýmsum öðrum iðnríkjum og vel viðráðanlegar. Jafnframt þessu hefur ríkissjóður og Seðlabanki Íslands í tvígang greitt niður erlend lán fyrirfram í því skyni að lækka vaxtakostnað af gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Skuldatryggingaálag ríkissjóðs var tæp 1500 stig þegar verst lét en er nú 178 stig og hefur ekki verið lægra frá því fyrir hrun. Kannski er ekki nema von að stjórnarandstæðingar trúi ekki sínum eigin augum um mat umheimsins á stöðu Íslands. Kannski vilja þeir ekki trúa. Inn í þessa umræðu hafa blandast áhyggjur manna af fyrirhuguðum nauðasamningum gömlu bankanna við erlenda kröfuhafa. Þetta mál er vandasamt, en umræðan um það er á villigötum og þar reynir stjórnarandstaðan að slá pólitískar keilur og skapa ótta hjá almenningi. Seðlabankinn ræður útgreiðsluferli á eignum erlendra kröfuhafa með lagaheimildum sem hann fékk með mikilvægri lagasetningu 12. mars síðastliðinn. Sjálfstæðismenn studdu ekki þá lagasetningu. Hefði þeirra vilji ráðið hefði verið ástæða til að hafa áhyggjur. Seðlabankinn mun ekki setja neinar reglur sem ógnað geta lífskjörum hér á landi eða markmiðum um fjármálastöðugleika. Seðlabankinn og stjórnvöld ræða þetta mál reglulega og hafa fullt vald á því. Ég tel mjög mikilvægt að vinna þetta mál í víðtækri sátt. Erlendir kröfuhafar þurfa að fá skýr skilaboð um að pólitísk staða á Íslandi breyti engu um meðferð málsins því einhugur ríki um að ganga eins langt í vörn fyrir íslenska hagsmuni og lög og þjóðréttarlegar skuldbindingar leyfa. Við höfum ríka ástæðu til bjartsýni þótt margt geti tafið uppbyggingu, t.d. langdregin kreppa í mikilvægum viðskiptalöndum okkar. Ástandið hér á landi er það gott – eins og viðurkennt er – að bölmóður er varla viðeigandi. Bjartsýni og eldmóður er það sem þjóðin og atvinnulífið þarf á að halda, vilji menn halda áfram á þeirri braut uppbyggingar sem mörkuð hefur verið.
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun