Já, það er hægt! Michelle Bachelet skrifar 24. nóvember 2012 06:00 Ég er oft spurð að því hvort hægt sé að uppræta ofbeldi gegn konum, svo þrálátir og viðvarandi sem þessi glæpir eru. Svar mitt er já. Það er hægt. En aðeins ef við hjálpumst að. Við erum öll ábyrg og það er tími til kominn að leiðtogar okkar standi við þau loforð sem þeir hafa gefið konum. Í dag á Alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi hvet ég alla leiðtoga til þess að taka skýra afstöðu til að binda enda á ofbeldi gegn konum og stúlkum. Á þessum degi á síðasta ári kynnti ég 16 skrefa stefnumörkun. Í dag, hvet ég alla oddvita ríkja og ríkisstjórna til að binda enda á þessa ofbeldisplágu sem herjar á sérhvert samfélag, með því að fylkja sér um spennandi alheimsátak til að sýna stuðning hvers lands við afnám ofbeldis gegn konum og stúlkum. Þagnarmúrinn rofinn Fyrsta skrefið hefur verið stigið: þagnarmúrinn hefur verið rofinn. Í dag hefur heimilisofbeldi verið gert saknæmt í að minnsta kosti 125 ríkjum, auk þess sem heilu lagabálkarnir hafa verið samþykktir til höfuðs ofbeldi gegn konum og stúlkum. Alþjóðlegt samkomulag ríkir um hvert beri að stefna og hefur verið fært í letur í Peking áætluninni. Þá hafa eitt hundrað áttatíu og sjö ríki staðfest Sáttmálann um að uppræta hvers kyns mismunun gegn konum. Þekking á rótum ofbeldisins hefur aukist, og karlar, konur og ungmenni hafa í stríðum straumum skorið upp herör gegn þessari vá. Félagar í óteljandi samtökum vinna þrotlaust í þágu fórnarlamba og í mörgum ríkjum hafa stefnumótendur gripið til eindreginna aðgerða. En þetta er ekki nóg. Við verðum öll að standa okkur betur í að vernda konur og hindra þessi þrálátu mannréttindabrot. Ríkisstjórnir og leiðtogar verða að sýna gott fordæmi. Það er kominn tími til að ríkisstjórnir hvarvetna standi heima fyrir við þau loforð sem þær hafa gefið á alþjóðavettvangi. Ný og bætt lög Við vonumst til að sjá ný og bætt lög og innlendar áætlanir um að útvega öruggt húsaskjól, ókeypis neyðarlínu og ókeypis heilsugæslu og lögfræðiaðstoð við fórnarlömb. Við höfum fulla trú á úrræðum á sviði menntunar sem ganga út á að kenna mannréttindi, jafnrétti og gagnkvæma virðingu og hvetja ungt fólk til að taka forystu í að enda ofbeldi gegn konum og stúlkum. Við þurfum á fleiri konum að halda í stjórnmálum, löggæslu og friðargæslusveitum. Við þurfum jöfn efnahagsleg tækifæri og sómasamleg störf fyrir konur. Allar þessar aðgerðir krefjast ákveðinna og kjarkmikilla leiðtoga. Í mars á næsta ári koma leiðtogar ríkja og borgaralegs samfélags saman á fundi nefndar Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna. Fyrir fundinum liggur að samþykkja áætlun um að hindra og bregðast skilvirkt við ofbeldi gegn konum. Miklar vonir eru réttilega bundnar við fundinn. Í sumum ríkjum hafa allt að sjö af tíu konum mátt sæta barsmíðum, verið nauðgað, verið misnotaðar eða limlestar á lífsleiðinni. Svo tröllaukið vandamál á heima á borði leiðtoga heimsins. Hvorki friður né framfarir eru mögulegar á meðan konur þurfa að lifa við ótta við ofbeldi. Ógn við lýðræði Í dag er viðurkennt í sívaxandi mæli þvílíkur skaðvaldur ofbeldi gegn konum er. Það er ógn við lýðræði, Þrándur í götu friðar, byrði á efnahag ríkja og hróplegt mannréttindabrot. Hreyfingunni fyrir afnámi ofbeldis gegn konum vex sífellt ásmegin eftir því sem fleiri og fleiri sannfærast um að ofbeldi gegn konum sé hvorki ásættanlegt né óumflýjanlegt og fleiri ofbeldismönnum er refsað. Þetta er ekki einkamál kvenna heldur ábyrgð okkar allra. Þetta ofbeldi er viðurstyggilegt og það ber að stöðva. Tími afsakana og andvaraleysis er liðinn. Við skulum sýna vilja og ákveðni okkar í verki og auka framlög okkar til þess að brjóta á bak aftur skömm mannkyns: ofbeldi gegn konum. Já, það er hægt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Ég er oft spurð að því hvort hægt sé að uppræta ofbeldi gegn konum, svo þrálátir og viðvarandi sem þessi glæpir eru. Svar mitt er já. Það er hægt. En aðeins ef við hjálpumst að. Við erum öll ábyrg og það er tími til kominn að leiðtogar okkar standi við þau loforð sem þeir hafa gefið konum. Í dag á Alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi hvet ég alla leiðtoga til þess að taka skýra afstöðu til að binda enda á ofbeldi gegn konum og stúlkum. Á þessum degi á síðasta ári kynnti ég 16 skrefa stefnumörkun. Í dag, hvet ég alla oddvita ríkja og ríkisstjórna til að binda enda á þessa ofbeldisplágu sem herjar á sérhvert samfélag, með því að fylkja sér um spennandi alheimsátak til að sýna stuðning hvers lands við afnám ofbeldis gegn konum og stúlkum. Þagnarmúrinn rofinn Fyrsta skrefið hefur verið stigið: þagnarmúrinn hefur verið rofinn. Í dag hefur heimilisofbeldi verið gert saknæmt í að minnsta kosti 125 ríkjum, auk þess sem heilu lagabálkarnir hafa verið samþykktir til höfuðs ofbeldi gegn konum og stúlkum. Alþjóðlegt samkomulag ríkir um hvert beri að stefna og hefur verið fært í letur í Peking áætluninni. Þá hafa eitt hundrað áttatíu og sjö ríki staðfest Sáttmálann um að uppræta hvers kyns mismunun gegn konum. Þekking á rótum ofbeldisins hefur aukist, og karlar, konur og ungmenni hafa í stríðum straumum skorið upp herör gegn þessari vá. Félagar í óteljandi samtökum vinna þrotlaust í þágu fórnarlamba og í mörgum ríkjum hafa stefnumótendur gripið til eindreginna aðgerða. En þetta er ekki nóg. Við verðum öll að standa okkur betur í að vernda konur og hindra þessi þrálátu mannréttindabrot. Ríkisstjórnir og leiðtogar verða að sýna gott fordæmi. Það er kominn tími til að ríkisstjórnir hvarvetna standi heima fyrir við þau loforð sem þær hafa gefið á alþjóðavettvangi. Ný og bætt lög Við vonumst til að sjá ný og bætt lög og innlendar áætlanir um að útvega öruggt húsaskjól, ókeypis neyðarlínu og ókeypis heilsugæslu og lögfræðiaðstoð við fórnarlömb. Við höfum fulla trú á úrræðum á sviði menntunar sem ganga út á að kenna mannréttindi, jafnrétti og gagnkvæma virðingu og hvetja ungt fólk til að taka forystu í að enda ofbeldi gegn konum og stúlkum. Við þurfum á fleiri konum að halda í stjórnmálum, löggæslu og friðargæslusveitum. Við þurfum jöfn efnahagsleg tækifæri og sómasamleg störf fyrir konur. Allar þessar aðgerðir krefjast ákveðinna og kjarkmikilla leiðtoga. Í mars á næsta ári koma leiðtogar ríkja og borgaralegs samfélags saman á fundi nefndar Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna. Fyrir fundinum liggur að samþykkja áætlun um að hindra og bregðast skilvirkt við ofbeldi gegn konum. Miklar vonir eru réttilega bundnar við fundinn. Í sumum ríkjum hafa allt að sjö af tíu konum mátt sæta barsmíðum, verið nauðgað, verið misnotaðar eða limlestar á lífsleiðinni. Svo tröllaukið vandamál á heima á borði leiðtoga heimsins. Hvorki friður né framfarir eru mögulegar á meðan konur þurfa að lifa við ótta við ofbeldi. Ógn við lýðræði Í dag er viðurkennt í sívaxandi mæli þvílíkur skaðvaldur ofbeldi gegn konum er. Það er ógn við lýðræði, Þrándur í götu friðar, byrði á efnahag ríkja og hróplegt mannréttindabrot. Hreyfingunni fyrir afnámi ofbeldis gegn konum vex sífellt ásmegin eftir því sem fleiri og fleiri sannfærast um að ofbeldi gegn konum sé hvorki ásættanlegt né óumflýjanlegt og fleiri ofbeldismönnum er refsað. Þetta er ekki einkamál kvenna heldur ábyrgð okkar allra. Þetta ofbeldi er viðurstyggilegt og það ber að stöðva. Tími afsakana og andvaraleysis er liðinn. Við skulum sýna vilja og ákveðni okkar í verki og auka framlög okkar til þess að brjóta á bak aftur skömm mannkyns: ofbeldi gegn konum. Já, það er hægt.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun