Körfubolti

Helena fjórða besta skyttan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir Er með 55 prósenta þriggja stiga skotnýtingu það sem af er í Euroleague.
Helena Sverrisdóttir Er með 55 prósenta þriggja stiga skotnýtingu það sem af er í Euroleague.
Helena Sverrisdóttir fékk langþráðar mínútur með Good Angels Kosic í Euroleague í fyrrakvöld og skilaði sínu (11 stig og 4 fráköst) í naumu 91-93 tapi á móti tyrkneska liðinu Fenerbahce. Helena átti lokaskot leiksins og gat tryggt sínu liði sigur með því að hitta en því miður geigaði skotið sem var tekið úr afar erfiðri stöðu.

Helena hefur aðeins fengið alvöru mínútur í tveimur leikjum í Euroleague í vetur en er með samtals 29 stig og 11 fráköst í þeim sem ætti að kalla á fleiri mínútur í framhaldinu.

Frábær skotnýting hennar vekur athygli. Helena hefur nýtt 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum í þessum tveimur leikjum og er eins og er búin að nýta 55 prósent þriggja stiga skota sinna í keppninni (6 af 11).

Hún er þessa stundina í 4. sæti yfir bestu þriggja stiga skytturnar í Euroleague en auk þess hefur hún nýtt öll sex vítin sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×