Ert þú barnið mitt? Helga Vala Helgadótttir skrifar 7. desember 2012 06:00 Nú liggur fyrir á Alþingi löngu tímabært frumvarp til breytinga á barnalögum. Um er að ræða slíka réttarbót að ótrúlegt er að hún sé ekki fyrir löngu afgreidd. Örlítil breyting á 10. gr. barnalaga, sem segir til um hverjir geti átt aðild að faðernismáli.Um hvað snýst málið? Samkvæmt pater est reglu barnalaga er barn, sem fæðist í hjúskap eða skráðri sambúð, sjálfkrafa feðrað. Séu aðstæður aðrar er móður skv. 1. gr. barnalaga skylt að feðra barnið, þ.e. gefa upp hver faðir er, og er það skráð. Þannig er talið að grundvallarréttur barns um að þekkja báða foreldra sína sé tryggður. Hlutirnir eru bara ekki alltaf svona einfaldir. Það gerist að börn eru ranglega feðruð. Þá er það, vegna þess hvernig barnalögin eru í dag, á valdi móður, barns, eða þess sem skráður er faðir að leiðrétta rangindin. Þarf síðarnefndu aðilunum þá að vera kunnugt um hina röngu skráningu. Sá maður, sem telur sig vera föður barnsins, getur ekki leitað réttar síns fyrir dómstólum.Réttur barns Grundvallarrétturinn á að þekkja báða foreldra sína er svo ótvíræður að það skýtur skökku við að löggjafinn geri beinlínis ráð fyrir því að móður sé það í sjálfsvald sett að feðra barn sitt öðrum en blóðföður án möguleika hans á að leiðrétta feðrunina. Þannig getum við jafnvel séð móður feðra barn sitt öðrum, í þeim eina tilgangi að útiloka hinn rétta föður frá barninu. Slík hrópleg mismunun á réttindum foreldris ætti ekki að eiga sér stað í lögum.Réttur manns til úrlausnar Í lok árs 2000 féll dómur í Hæstarétti manni í vil sem krafðist þess að fá að leita réttar síns varðandi feðrun barns sem hann taldi að væri sitt. Í barnalögum þess tíma var bara móður og barni heimilt að fara í mál, og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að löggjöf, sem takmarkaði rétt manns til að fá úrlausn dómstóla um málefni er varðar hagsmuni hans, bryti gegn 70. gr. stjórnarskrár, sbr. einnig 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Fékk hann því leyfi til að fara í faðernismál til að láta kanna hvort hann væri faðir barnsins. Barnalögunum var breytt í kjölfarið en því miður ekki að fullu. Þeim manni sem taldi sig föður barns var bætt við en eingöngu væri barnið ófeðrað. Enn standa eftir þeir menn, sem telja sig feður barna, en börnin ranglega feðruð. Þeir geta enn ekki leitað réttar síns þrátt fyrir tilmæli Hæstaréttar fyrir um 12 árum síðan.Komið málinu á dagskrá Þetta þjóðþrifaverk er ekki að koma í fyrsta sinn fyrir þingið. Fyrir nokkrum árum lagði Dögg Pálsdóttir, þá varaþingmaður, sambærilegt frumvarp fyrir Alþingi en málið náði ekki framgangi á þinginu. Það má ekki gerast að þetta frumvarp hljóti sömu örlög. Þetta eru ekki mörg börn sem ranglega eru feðruð án vitneskju um það, en það að vita af einum blóðföður sem ekki getur leitað réttar síns fyrir dómi er bara of mikið. Hver vika, mánuður og ár sem föður og barni er meinað að kynnast vegna laga sem þarf að breyta er of langur tími. Klárið verkið kæru þingmenn, það er ykkar að laga þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir á Alþingi löngu tímabært frumvarp til breytinga á barnalögum. Um er að ræða slíka réttarbót að ótrúlegt er að hún sé ekki fyrir löngu afgreidd. Örlítil breyting á 10. gr. barnalaga, sem segir til um hverjir geti átt aðild að faðernismáli.Um hvað snýst málið? Samkvæmt pater est reglu barnalaga er barn, sem fæðist í hjúskap eða skráðri sambúð, sjálfkrafa feðrað. Séu aðstæður aðrar er móður skv. 1. gr. barnalaga skylt að feðra barnið, þ.e. gefa upp hver faðir er, og er það skráð. Þannig er talið að grundvallarréttur barns um að þekkja báða foreldra sína sé tryggður. Hlutirnir eru bara ekki alltaf svona einfaldir. Það gerist að börn eru ranglega feðruð. Þá er það, vegna þess hvernig barnalögin eru í dag, á valdi móður, barns, eða þess sem skráður er faðir að leiðrétta rangindin. Þarf síðarnefndu aðilunum þá að vera kunnugt um hina röngu skráningu. Sá maður, sem telur sig vera föður barnsins, getur ekki leitað réttar síns fyrir dómstólum.Réttur barns Grundvallarrétturinn á að þekkja báða foreldra sína er svo ótvíræður að það skýtur skökku við að löggjafinn geri beinlínis ráð fyrir því að móður sé það í sjálfsvald sett að feðra barn sitt öðrum en blóðföður án möguleika hans á að leiðrétta feðrunina. Þannig getum við jafnvel séð móður feðra barn sitt öðrum, í þeim eina tilgangi að útiloka hinn rétta föður frá barninu. Slík hrópleg mismunun á réttindum foreldris ætti ekki að eiga sér stað í lögum.Réttur manns til úrlausnar Í lok árs 2000 féll dómur í Hæstarétti manni í vil sem krafðist þess að fá að leita réttar síns varðandi feðrun barns sem hann taldi að væri sitt. Í barnalögum þess tíma var bara móður og barni heimilt að fara í mál, og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að löggjöf, sem takmarkaði rétt manns til að fá úrlausn dómstóla um málefni er varðar hagsmuni hans, bryti gegn 70. gr. stjórnarskrár, sbr. einnig 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Fékk hann því leyfi til að fara í faðernismál til að láta kanna hvort hann væri faðir barnsins. Barnalögunum var breytt í kjölfarið en því miður ekki að fullu. Þeim manni sem taldi sig föður barns var bætt við en eingöngu væri barnið ófeðrað. Enn standa eftir þeir menn, sem telja sig feður barna, en börnin ranglega feðruð. Þeir geta enn ekki leitað réttar síns þrátt fyrir tilmæli Hæstaréttar fyrir um 12 árum síðan.Komið málinu á dagskrá Þetta þjóðþrifaverk er ekki að koma í fyrsta sinn fyrir þingið. Fyrir nokkrum árum lagði Dögg Pálsdóttir, þá varaþingmaður, sambærilegt frumvarp fyrir Alþingi en málið náði ekki framgangi á þinginu. Það má ekki gerast að þetta frumvarp hljóti sömu örlög. Þetta eru ekki mörg börn sem ranglega eru feðruð án vitneskju um það, en það að vita af einum blóðföður sem ekki getur leitað réttar síns fyrir dómi er bara of mikið. Hver vika, mánuður og ár sem föður og barni er meinað að kynnast vegna laga sem þarf að breyta er of langur tími. Klárið verkið kæru þingmenn, það er ykkar að laga þetta.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun