Lítil eyríki ósátt við loftslagsráðstefnu 11. desember 2012 09:00 Mótmælendur voru inni í ráðstefnuhöllinni um helgina, en takmarkanir á frelsi mótmælendanna voru talsverðar í Katar. nordicphotos/afp Ýmis lítil eyríki, sem stafar mikil hætta af loftslagsbreytingum, eru ósátt við niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í Doha. Samkomulagið verður til þess að hitastigið hækkar um allt að fimm gráður, segir forsvarsmaður eyríkjanna. „Þetta er ekki niðurstaðan sem við vildum í lok þessa fundar, ég get fullvissað ykkur um það,“ sagði utanríkisráðherra Nauru-eyja í Míkrónesíu, Kieren Keke, sem var í forsvari fyrir lítil eyríki á loftslagsráðstefnunni í Doha í Katar. „Við erum ekki heldur á þeim stað sem við þyrftum að vera á til að koma í veg fyrir að eyjur fari undir sjó.“ Lítil eyríki og önnur þróunarlönd voru mörg hver ósátt við niðurstöðu fundarins, þrátt fyrir að væntingar hafi ekki verið miklar fyrir fundinn. „Við teljum þessa niðurstöðu ófullnægjandi í losun og fjármálum. Samkomulagið mun líklega verða til þess að þriggja til fimm gráðu hækkun verður á hitastigi heimsins, jafnvel þó við höfum samþykkt að reyna að láta meðalhitastigið ekki hækka um meira en 1,5 gráður, til þess að tryggja að allar eyjur lifi af. Það er ekkert nýtt fjármagn – bara loforð um að eitthvað verði gert í framtíðinni. Þeir sem koma í veg fyrir þetta þurfa að hætta að tala um hvernig líf þeirra fólks verður og fara að tala um hvort okkar fólk mun lifa af.“ Fátæk ríki kröfðust þess í byrjun ráðstefnunnar að sett yrði fram tímaáætlun um það hvernig ríku löndin myndu hækka aðstoð vegna loftslagsbreytinga í 100 milljónir Bandaríkjadala á ári fram til ársins 2020, þegar nýtt samkomulag um losun gróðurhúsalofttegunda á að taka gildi. Þessu hafði verið lofað fyrir þremur árum síðan. Í lokasamþykkt ráðstefnunnar eru ríku löndin þó aðeins hvött til þess að safna að minnsta kosti 10 milljónum dala á ári, en ekki skylduð til neins. Þá er því lofað að fundnar verði leiðir til að hækka aðstoðina. Ríku löndin gengust þó við ábyrgð sinni á skaða sem loftslagsbreytingar hafa valdið í mörgum þróunarríkjum á ráðstefnunni. Samkomulag um framlengingu Kýótó-bókunarinnar varð til á laugardaginn, eftir að ráðstefnunni átti að vera lokið. Mikill ágreiningur ríkti á lokasprettinum og stór ríki eins og Rússland, Japan, Nýja-Sjáland og Kanada drógu sig út úr samkomulaginu. Ríkin sem samþykktu bókunina losa aðeins um fimmtán prósent af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. thorunn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Ýmis lítil eyríki, sem stafar mikil hætta af loftslagsbreytingum, eru ósátt við niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í Doha. Samkomulagið verður til þess að hitastigið hækkar um allt að fimm gráður, segir forsvarsmaður eyríkjanna. „Þetta er ekki niðurstaðan sem við vildum í lok þessa fundar, ég get fullvissað ykkur um það,“ sagði utanríkisráðherra Nauru-eyja í Míkrónesíu, Kieren Keke, sem var í forsvari fyrir lítil eyríki á loftslagsráðstefnunni í Doha í Katar. „Við erum ekki heldur á þeim stað sem við þyrftum að vera á til að koma í veg fyrir að eyjur fari undir sjó.“ Lítil eyríki og önnur þróunarlönd voru mörg hver ósátt við niðurstöðu fundarins, þrátt fyrir að væntingar hafi ekki verið miklar fyrir fundinn. „Við teljum þessa niðurstöðu ófullnægjandi í losun og fjármálum. Samkomulagið mun líklega verða til þess að þriggja til fimm gráðu hækkun verður á hitastigi heimsins, jafnvel þó við höfum samþykkt að reyna að láta meðalhitastigið ekki hækka um meira en 1,5 gráður, til þess að tryggja að allar eyjur lifi af. Það er ekkert nýtt fjármagn – bara loforð um að eitthvað verði gert í framtíðinni. Þeir sem koma í veg fyrir þetta þurfa að hætta að tala um hvernig líf þeirra fólks verður og fara að tala um hvort okkar fólk mun lifa af.“ Fátæk ríki kröfðust þess í byrjun ráðstefnunnar að sett yrði fram tímaáætlun um það hvernig ríku löndin myndu hækka aðstoð vegna loftslagsbreytinga í 100 milljónir Bandaríkjadala á ári fram til ársins 2020, þegar nýtt samkomulag um losun gróðurhúsalofttegunda á að taka gildi. Þessu hafði verið lofað fyrir þremur árum síðan. Í lokasamþykkt ráðstefnunnar eru ríku löndin þó aðeins hvött til þess að safna að minnsta kosti 10 milljónum dala á ári, en ekki skylduð til neins. Þá er því lofað að fundnar verði leiðir til að hækka aðstoðina. Ríku löndin gengust þó við ábyrgð sinni á skaða sem loftslagsbreytingar hafa valdið í mörgum þróunarríkjum á ráðstefnunni. Samkomulag um framlengingu Kýótó-bókunarinnar varð til á laugardaginn, eftir að ráðstefnunni átti að vera lokið. Mikill ágreiningur ríkti á lokasprettinum og stór ríki eins og Rússland, Japan, Nýja-Sjáland og Kanada drógu sig út úr samkomulaginu. Ríkin sem samþykktu bókunina losa aðeins um fimmtán prósent af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. thorunn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira