Alls konar skatta- og gjaldskrárhækkanir Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 18. desember 2012 06:00 Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar boðaði í stefnuskrá, sem kynnt var í upphafi kjörtímabils, að velferð og þjónusta við íbúana nyti forgangs við ráðstöfun fjármuna borgarinnar. Fjárhagsáætlun 2013 var samþykkt í borgarstjórn í síðustu viku og því miður er ekki hægt að segja að þessari reglu hafi verið fylgt eftir þegar litið er til þeirra skatta- og gjaldskrárhækkana sem dunið hafa á borgarbúum á kjörtímabilinu. Fjölskylda í Reykjavík með börn í grunnskóla og leikskóla mun á næsta ári greiða 330.000 krónum meira fyrir grunnþjónustu hjá Reykjavíkurborg en árið 2010 vegna ákvarðana borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar.330 þúsundum krónum meira fyrir sömu þjónustu Á þessu tímabili sem um ræðir, frá árinu 2010-2013, hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13% en hækkanir á þjónustu borgarinnar nema um 20% á sama tíma. Hér er ekki tekið á frístundum og öðrum valkvæðum gjöldum heldur aðeins þeim gjöldum sem flestar barnafjölskyldur í borginni þurfa að greiða. Það eru leikskólagjöld, skólamáltíðir, sorphirða, fasteignaskattur, lóðaskattur, útsvar, gjöld frá Orkuveitu Reykjavíkur, frístundaheimili og síðdegishressing í frístundaheimili. Skattar og gjöld borgarinnar hafa á þessu sama tímabili hækkað um 7% umfram vísitölu. Reykjavíkurborg gegnir miklu ábyrgðarhlutverki gagnvart þessum sömu fjölskyldum, sem eru flestar með verðtryggð lán, en hækkanir borgarinnar hafa bein áhrif á greiðslubyrði þeirra. Það geta allir skilið að hækkana er þörf, en 20% hækkun skatta og gjalda á þremur árum er í hrópandi mótsögn við fyrrnefnda stefnuskrá. Það er hol velferð þegar stærsta sveitarfélag landsins ákveður hækkanir langt umfram almennt verðlag.Enn meiri alls konar hækkanir? Núverandi meirihluti hafði val og vald til þess að fara aðrar leiðir en leið skatta- og gjaldskrárhækkana en kaus að fara þessa leið. Þarna koma skýrt fram ólíkar áherslur í rekstri en það má segja að fyrri meirihluti hafi fylgt reglu núverandi meirihluta um ráðstöfun fjármagns til velferðar og þjónustu við íbúa betur en þau sjálf. Á þeim erfiðu tímum þegar þurfti að hagræða hjá Reykjavíkurborg tóku allir höndum saman, stjórnmálamenn, starfsfólk og borgarbúar, og náðu að hagræða í kerfinu án þess að hækka skatta og gjöld – án þess að skerða þjónustuna verulega. Núverandi meirihluti virðist vera sérhlífinn þegar kemur að erfiðum ákvörðunum um rekstur borgarkerfisins. Borgarbúum er hins vegar ekki hlíft, hvorki við skatta- né gjaldskrárhækkunum. Það er spurning hvort búast megi við enn meiri hækkunum, þannig að 330.000 gæti jafnvel orðið að hálfri milljón fyrir fjölskyldufólk í lok þessa kjörtímabils. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar boðaði í stefnuskrá, sem kynnt var í upphafi kjörtímabils, að velferð og þjónusta við íbúana nyti forgangs við ráðstöfun fjármuna borgarinnar. Fjárhagsáætlun 2013 var samþykkt í borgarstjórn í síðustu viku og því miður er ekki hægt að segja að þessari reglu hafi verið fylgt eftir þegar litið er til þeirra skatta- og gjaldskrárhækkana sem dunið hafa á borgarbúum á kjörtímabilinu. Fjölskylda í Reykjavík með börn í grunnskóla og leikskóla mun á næsta ári greiða 330.000 krónum meira fyrir grunnþjónustu hjá Reykjavíkurborg en árið 2010 vegna ákvarðana borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar.330 þúsundum krónum meira fyrir sömu þjónustu Á þessu tímabili sem um ræðir, frá árinu 2010-2013, hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13% en hækkanir á þjónustu borgarinnar nema um 20% á sama tíma. Hér er ekki tekið á frístundum og öðrum valkvæðum gjöldum heldur aðeins þeim gjöldum sem flestar barnafjölskyldur í borginni þurfa að greiða. Það eru leikskólagjöld, skólamáltíðir, sorphirða, fasteignaskattur, lóðaskattur, útsvar, gjöld frá Orkuveitu Reykjavíkur, frístundaheimili og síðdegishressing í frístundaheimili. Skattar og gjöld borgarinnar hafa á þessu sama tímabili hækkað um 7% umfram vísitölu. Reykjavíkurborg gegnir miklu ábyrgðarhlutverki gagnvart þessum sömu fjölskyldum, sem eru flestar með verðtryggð lán, en hækkanir borgarinnar hafa bein áhrif á greiðslubyrði þeirra. Það geta allir skilið að hækkana er þörf, en 20% hækkun skatta og gjalda á þremur árum er í hrópandi mótsögn við fyrrnefnda stefnuskrá. Það er hol velferð þegar stærsta sveitarfélag landsins ákveður hækkanir langt umfram almennt verðlag.Enn meiri alls konar hækkanir? Núverandi meirihluti hafði val og vald til þess að fara aðrar leiðir en leið skatta- og gjaldskrárhækkana en kaus að fara þessa leið. Þarna koma skýrt fram ólíkar áherslur í rekstri en það má segja að fyrri meirihluti hafi fylgt reglu núverandi meirihluta um ráðstöfun fjármagns til velferðar og þjónustu við íbúa betur en þau sjálf. Á þeim erfiðu tímum þegar þurfti að hagræða hjá Reykjavíkurborg tóku allir höndum saman, stjórnmálamenn, starfsfólk og borgarbúar, og náðu að hagræða í kerfinu án þess að hækka skatta og gjöld – án þess að skerða þjónustuna verulega. Núverandi meirihluti virðist vera sérhlífinn þegar kemur að erfiðum ákvörðunum um rekstur borgarkerfisins. Borgarbúum er hins vegar ekki hlíft, hvorki við skatta- né gjaldskrárhækkunum. Það er spurning hvort búast megi við enn meiri hækkunum, þannig að 330.000 gæti jafnvel orðið að hálfri milljón fyrir fjölskyldufólk í lok þessa kjörtímabils.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar