Gagnlegir sögulærdómar 20. desember 2012 06:00 Árið 1956 var mynduð vinstrisinnuð ríkisstjórn á Íslandi undir forystu framsóknarmannsins Hermanns Jónassonar. Auk Framsóknarflokksins stóðu Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn að stjórninni; Sjálfstæðisflokkurinn einn var skilinn eftir í stjórnarandstöðu, eftir að hann hafði átt aðild að öllum ríkisstjórnum í tólf ár. Forseti Alþýðusambands Íslands varð ráðherra í stjórninni. Á tíma hennar fór verðbólga mjög vaxandi, og var því einkum kennt um að fullar vísitölubætur voru greiddar á laun; verðlagið hækkaði launin og launin hækkuðu verðlagið. Á árinu 1958 var svo komið að 1. desember áttu samningsbundin laun að hækka um 17% vegna verðlagshækkana. Forsætisráðherra fór fram á það við Alþýðusambandsþing að það féllist á að þessari launahækkun yrði frestað um mánuð meðan leitað væri lausna á þeim verðbólguvanda sem mundi leiða af hækkuninni. Lækkaði laun Um þetta synjaði Alþýðusambandið, ríkisstjórnin sagði af sér og við tók næstum 13 ára langt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, fyrst með minnihlutastjórn Alþýðuflokksins (sem var þá í litlum tengslum við verkalýðshreyfinguna), síðar með þriggja kjörtímabila langri setu viðreisnarstjórnarinnar þar sem sjálfstæðismenn voru í forsæti. Þessi meirihluti ekki aðeins bannaði vísitölubætur á laun; hann beinlínis lækkaði öll samningsbundin laun með lögum snemma árs 1959. Þetta var árangur Alþýðusambandsins af því að bregðast vinveittri ríkisstjórn. Í rúst Á árunum 1974–79 var Verkamannaflokkurinn við stjórn í Bretlandi. Þetta voru tímar verðbólgu og atvinnuleysis, og gekk á ýmsu um samstarf ríkisstjórnarinnar við verkalýðshreyfinguna. Veturinn 1978–79 hefur verið kallaður vetur óánægjunnar í breskum stjórnmálum (með vísun í leikrit Shakespeares um Ríkharð þriðja), og fór svo árið 1979 að meirihluti kjósenda valdi Íhaldsflokkinn til að fara með stjórn ríkisins. Við tók Thatchertímabilið, tveggja áratuga valdatími Íhaldsins, sem notaði völd sín meðal annars til að leggja verkalýðshreyfinguna nánast í rúst, einhverja sterkustu og óbilgjörnustu verkalýðshreyfingu í heimi. Þetta hafði hún upp úr því að bregðast vinveittri ríkisstjórn. Skyldu Gylfi Arnbjörnsson og aðrir forystumenn í Alþýðusambandi Íslands þekkja þessi sögulegu dæmi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Árið 1956 var mynduð vinstrisinnuð ríkisstjórn á Íslandi undir forystu framsóknarmannsins Hermanns Jónassonar. Auk Framsóknarflokksins stóðu Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn að stjórninni; Sjálfstæðisflokkurinn einn var skilinn eftir í stjórnarandstöðu, eftir að hann hafði átt aðild að öllum ríkisstjórnum í tólf ár. Forseti Alþýðusambands Íslands varð ráðherra í stjórninni. Á tíma hennar fór verðbólga mjög vaxandi, og var því einkum kennt um að fullar vísitölubætur voru greiddar á laun; verðlagið hækkaði launin og launin hækkuðu verðlagið. Á árinu 1958 var svo komið að 1. desember áttu samningsbundin laun að hækka um 17% vegna verðlagshækkana. Forsætisráðherra fór fram á það við Alþýðusambandsþing að það féllist á að þessari launahækkun yrði frestað um mánuð meðan leitað væri lausna á þeim verðbólguvanda sem mundi leiða af hækkuninni. Lækkaði laun Um þetta synjaði Alþýðusambandið, ríkisstjórnin sagði af sér og við tók næstum 13 ára langt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, fyrst með minnihlutastjórn Alþýðuflokksins (sem var þá í litlum tengslum við verkalýðshreyfinguna), síðar með þriggja kjörtímabila langri setu viðreisnarstjórnarinnar þar sem sjálfstæðismenn voru í forsæti. Þessi meirihluti ekki aðeins bannaði vísitölubætur á laun; hann beinlínis lækkaði öll samningsbundin laun með lögum snemma árs 1959. Þetta var árangur Alþýðusambandsins af því að bregðast vinveittri ríkisstjórn. Í rúst Á árunum 1974–79 var Verkamannaflokkurinn við stjórn í Bretlandi. Þetta voru tímar verðbólgu og atvinnuleysis, og gekk á ýmsu um samstarf ríkisstjórnarinnar við verkalýðshreyfinguna. Veturinn 1978–79 hefur verið kallaður vetur óánægjunnar í breskum stjórnmálum (með vísun í leikrit Shakespeares um Ríkharð þriðja), og fór svo árið 1979 að meirihluti kjósenda valdi Íhaldsflokkinn til að fara með stjórn ríkisins. Við tók Thatchertímabilið, tveggja áratuga valdatími Íhaldsins, sem notaði völd sín meðal annars til að leggja verkalýðshreyfinguna nánast í rúst, einhverja sterkustu og óbilgjörnustu verkalýðshreyfingu í heimi. Þetta hafði hún upp úr því að bregðast vinveittri ríkisstjórn. Skyldu Gylfi Arnbjörnsson og aðrir forystumenn í Alþýðusambandi Íslands þekkja þessi sögulegu dæmi?
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun