Hvernig líður þér um jólin? Heimir Snorrason og Íris Stefánsdóttir skrifar 21. desember 2012 06:00 Jólin eru tími barnanna. Á jólunum gerum við okkur dagamun, klæðum okkur upp og eigum samveru með fjölskyldu og vinum yfir gjöfum, hátíðarmat, bókum og spilum. Væntanlega geta allir foreldrar tekið undir þá ósk að börn fái að njóta hamingjuríkra jóla. Hins vegar getur það reynst snúið í nútíma samfélagi að uppfylla allar þær væntingar sem gerðar eru til jólahaldsins. Margt getur spilað þar inn í, eins og bág fjárhagsstaða, vinnuálag, ýmiss konar vandamál í fjölskyldu eða erfiðar minningar tengdar jólum. Því jólin eru líka tími tilfinninga og minninga. Við undirrituð störfum með börnum, unglingum og fullorðnum sem margir hverjir eiga um sárt að binda vegna áfengisdrykkju foreldra og náinna skyldmenna. Í mörgum tilfellum er sú reynsla einna sárust yfir jólahátíðina og merkjum við það í viðtölum sem við eigum við skjólstæðinga okkar. Á þessum tímamótum vakna því miður oft minningar um brostnar væntingar og svikin loforð. Slíkum minningum fylgja tilfinningar eins og depurð, kvíði eða vonleysi og við það magnast annað álag tengt þessum tíma til muna. Hnútur í maga Hvers konar minningar átt þú af jólum æsku þinnar, lesandi góður? Upplifðir þú ef til vill mikið álag, spennu og vanlíðan vegna áfengisneyslu sem var hluti af jólahaldinu? Hlustaðir þú eftir því þegar tappinn fór úr fyrstu flöskunni og fannst þá fyrir hnút í maga – sökk hjartað? Tókst þú eftir því með tilheyrandi kvíða þegar fólk fór að breytast í háttum með aukinni drykkju? Reyndir þú að forða foreldrum frá deilumálum með því að draga athyglina að sjálfum þér? Varst þú sífellt að fylgjast með foreldrum þínum og gast þess vegna ekki notið þín? Varst þú vonsvikinn og dapur yfir því að þínir nánustu gátu ekki veitt þér það öryggi og þá vellíðan sem við öll óskum eftir, sérstaklega á jólunum? Voru gjafirnar ef til vill lítil sárabót fyrir jól vonbrigða og kvíða? Mögulega kannast þú við einhverjar slíkar lýsingar en telur þína drykkju á jólum í dag ekki vera þess eðlis að börnin þín finni fyrir sömu líðan og þú gerðir í þinni barnæsku. Kannski er þín áfengisdrykkja með öðru sniði en hjá foreldrum þínum og að þínu mati mun hóflegri. Taktu þó stund til að rifja upp þínar minningar um jólahald í æsku. Hugsaðu með þér hvað það var sem gladdi þig mest og hvað olli þér mestu hugarangri. Hvernig hefðir þú viljað hafa pabba og mömmu um jólin? Reyndu svo að líta í eigin barm og spurðu sjálfan þig hvort þú sért mögulega að endurtaka leikinn, kannski bara í örlítið breyttri mynd. Ef áfengisneysla var vandamál í þinni æsku er gott að skapa fjölskyldu sinni nýjar jólahefðir. Við hvetjum þig til þess að gera jólin að sannarlegri hátíð barnanna. Gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jólin eru tími barnanna. Á jólunum gerum við okkur dagamun, klæðum okkur upp og eigum samveru með fjölskyldu og vinum yfir gjöfum, hátíðarmat, bókum og spilum. Væntanlega geta allir foreldrar tekið undir þá ósk að börn fái að njóta hamingjuríkra jóla. Hins vegar getur það reynst snúið í nútíma samfélagi að uppfylla allar þær væntingar sem gerðar eru til jólahaldsins. Margt getur spilað þar inn í, eins og bág fjárhagsstaða, vinnuálag, ýmiss konar vandamál í fjölskyldu eða erfiðar minningar tengdar jólum. Því jólin eru líka tími tilfinninga og minninga. Við undirrituð störfum með börnum, unglingum og fullorðnum sem margir hverjir eiga um sárt að binda vegna áfengisdrykkju foreldra og náinna skyldmenna. Í mörgum tilfellum er sú reynsla einna sárust yfir jólahátíðina og merkjum við það í viðtölum sem við eigum við skjólstæðinga okkar. Á þessum tímamótum vakna því miður oft minningar um brostnar væntingar og svikin loforð. Slíkum minningum fylgja tilfinningar eins og depurð, kvíði eða vonleysi og við það magnast annað álag tengt þessum tíma til muna. Hnútur í maga Hvers konar minningar átt þú af jólum æsku þinnar, lesandi góður? Upplifðir þú ef til vill mikið álag, spennu og vanlíðan vegna áfengisneyslu sem var hluti af jólahaldinu? Hlustaðir þú eftir því þegar tappinn fór úr fyrstu flöskunni og fannst þá fyrir hnút í maga – sökk hjartað? Tókst þú eftir því með tilheyrandi kvíða þegar fólk fór að breytast í háttum með aukinni drykkju? Reyndir þú að forða foreldrum frá deilumálum með því að draga athyglina að sjálfum þér? Varst þú sífellt að fylgjast með foreldrum þínum og gast þess vegna ekki notið þín? Varst þú vonsvikinn og dapur yfir því að þínir nánustu gátu ekki veitt þér það öryggi og þá vellíðan sem við öll óskum eftir, sérstaklega á jólunum? Voru gjafirnar ef til vill lítil sárabót fyrir jól vonbrigða og kvíða? Mögulega kannast þú við einhverjar slíkar lýsingar en telur þína drykkju á jólum í dag ekki vera þess eðlis að börnin þín finni fyrir sömu líðan og þú gerðir í þinni barnæsku. Kannski er þín áfengisdrykkja með öðru sniði en hjá foreldrum þínum og að þínu mati mun hóflegri. Taktu þó stund til að rifja upp þínar minningar um jólahald í æsku. Hugsaðu með þér hvað það var sem gladdi þig mest og hvað olli þér mestu hugarangri. Hvernig hefðir þú viljað hafa pabba og mömmu um jólin? Reyndu svo að líta í eigin barm og spurðu sjálfan þig hvort þú sért mögulega að endurtaka leikinn, kannski bara í örlítið breyttri mynd. Ef áfengisneysla var vandamál í þinni æsku er gott að skapa fjölskyldu sinni nýjar jólahefðir. Við hvetjum þig til þess að gera jólin að sannarlegri hátíð barnanna. Gleðileg jól.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun