Fótbolti

Inter, Balotelli og AC Milan fengu öll sektir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli og Javier Zanetti.
Mario Balotelli og Javier Zanetti. Mynd/Nordic Photos/Getty
Forráðamenn ítalska úrvalsdeildarinnar í fótbolta sektuðu í dag ítölsku félögin Internazionale og AC Milan sem og Mario Balotelli, leikmann AC Milan, fyrir framkomu í Milan-slagnum á Giuseppe Meazza leikvanginum um síðustu helgi.

Internazionale fékk 50 þúsund evru sekt fyrir framkomu stuðningsmanna sinna gagnvart Balotelli, fyrrum leikmanni liðsins og núverandi leikmanni AC Milan. Stuðningsmennirnir voru einnig sekur um að veifa móðgandi borðum sem og að nota laserljós til að trufla leikmenn andstæðinganna.

Balotelli varð ítrekað fyrir kynþáttaníði í leiknum og stuðningsmenn Internazionale veifuðu meðal annars bönunum í átt að honum. Mario Balotelli fékk sjálfur tíu þúsund evra sekt fyrir að sýna umræddum stuðningsmönnum Internazionale fingurinn í lok leiksins.

AC Milan fékk síðan tíu þúsund evru sekt fyrir borða stuðningsmanna liðsins en þar voru móðgandi skilaboð til leikmanna og stuðningsmanna Internazionale. Svipaða borða var einnig að finna hinum megin á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×