Körfubolti

Drekunum tókst ekki að sópa 08-liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson
Hlynur Bæringsson Mynd/Valli
Sundsvall Dragons átti möguleika á að tryggja sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppni sænska körfuboltans með sigri á 08 Stockholm HR á heimavelli. Drekarnir voru búnir að vinna tvo fyrstu leiki einvígisins en 08 Stockholm HR tókst að minnka muninn í 2-1 með 74-70 í kvöld. Norrköping Dolphins komst á sama tíma í 2-1 í sínu einvígi.

Skelfilegur annar leikhluti varð Sundsvall Dragons að falli í 70-74 tapi á móti 08 Stockholm HR en honum töpuðu Drekarnir 14-27. Hlynur Bæringsson var með 17 stig, 11 fráköst og 3 stoðsendingar og Jakob Örn Sigurðarson skoraði 11 stig og 3 stoðsendingar.

Næsti leikur er á heimavelli 08 Stockholm HR en það lið sem fyrr vinnur þrjá sigra tryggir sér sæti í undanúrslitunum.

Pavel Ermolinskij og félagar í Norrköping Dolphins eru komnir í 2-1 á móti Borås Basket eftir 79-72 á heimavelli í kvöld en þrír fyrstu leikir einvígisins hafa unnist á heimavelli. Pavel var með 2 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar á 28 mínútum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×