Körfubolti

Jón Arnór og félagar í undanúrslit

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Anton

Jón Arnór Stefánsson skoraði 13 stig fyrir CAI Zaragoza þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum spænska körfuboltans með 83-77 útisigri á Valencia.

Zaragoza steinlá 80-42 í fyrsta leik liðanna í Valencia en vann svo sigur í þríframlengdum öðrum leik liðanna í Zaragoza. Óhætt er að segja að endurkoma Jóns Arnórs og félaga sé mögnuð eftir skellinn í Valencia í fyrsta leiknum.

Sigurinn er vafalítið sætur fyrir Jón Arnór sem spilaði á sínum tíma með Valencia. Hann hitti úr þremur af fimm þriggja stiga skotum sínum og spilaði í 21 mínútu.

CAI Zaragoza mætir Real Madrid í undanúrslitum.


Tengdar fréttir

Jón Arnór og félagar fengu skell

Jón Arnór Stefánsson og félagar í spænska körfuboltaliðinu CAI Zaragoza fengu skell, 80-42, gegn Valencia í úrslitakeppninni í kvöld.

Jón Arnór og félagar unnu eftir þríframlengdan leik

Zaragoza tryggði sér oddaleik í 8-liða úrslitum spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið bar sigur úr býtum, 122-120, gegn Valencia í ótrúlegum körfuboltaleik en framlengja þurfti í þrígang. Jón Arnór Stefánsson var flottur í liðið Zaragoza og gerði 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×