Telja Reykjavíkurborg hafa brotið lög Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. ágúst 2013 15:30 Fjáröflun Regnabogabarna á Hinsegin dögum stóð ekki undir kostnaði. samsett mynd „Það er mjög ósennilegt að Reykjavíkurborg muni viðurkenna lögbrot,“ segir Stefán Karl Stefánsson, leikari og stofnandi samtakanna Regnbogabörn, en hann telur að borgaryfirvöld hafi brotið lög þegar þau rukkuðu samtökin um 100 þúsund krónur fyrir söluleyfi í fjórar klukkustundir á Hinsegin dögum. Stefán segir að Reykjavíkurborg muni eflaust ekki eiga í nokkrum vandræðum með að tína til kostnað við það að leyfa samtökunum að selja candy floss í fjáröflunarskyni, en þau komu út í tapi eftir daginn. „Hins vegar er það alveg ljóst að borginni er óheimilt að taka gjald umfram raunkostnað. Þá spyr maður sig, hver er raunkostnaður við að renna sóparabíl eftir litlu bílastæði og stinga í samband í 240 volt. Það er klárlega ekki 100 þúsundkall. Nema borgin ætli að fara að láta samtökin og aðra greiða kostnað fyrir eitthvað annað. Þeir verða auðvitað að sundurliða það.“ Stefán segir næsta skref vera það að gefa borgaryfirvöldum færi á að bregðast við. „Þeir eru að því. Jakob Frímann hefur sagt það og Björn Ingvarsson hjá Reykjavíkurborg sem skrifaði út þessi leyfi og hans yfirmenn. Þeir munu núna fjalla um þetta og ég fékk bréf frá þeim í gær þar sem þeir segja að það muni taka um það bil mánuð að taka saman þann kostnað sem borgin lagði út í. Þetta er auðvitað algjör skrípaleikur. Þegar það liggur fyrir munu þeir taka ákvörðun um það hvort gjaldið verði lækkað. Það er alveg ljóst að þetta mál er auðvitað stórfurðulegt. Ef út í það fer að við þurfum að kæra borgina til umboðsmanns Alþingis eða hvað það er, þá munum við bara íhuga það. Það er alveg klárt að við sitjum ekkert undir svona.“Gætu þurft að endurgreiða öllum Sindri Mar Jónsson lögfræðingur hefur verið Stefáni innan handar og segir hann gjaldheimtu borgarinnar vera ansi ríflega að sínu mati. „Ef horft er á þetta út frá skattaréttinum þá eru þetta svokölluð þjónustugjöld sem Reykjavíkurborg er að innheimta og þá þarf að liggja rosalega fyrir vel hvað menn eru að fá fyrir þau og hver raunkostnaðurinn á bak við þau er. Ef menn eru að greiða of mikið fyrir veitta þjónustu þá fellur það í rauninni undir það að vera ólögleg skattheimta og það er engan veginn í lagi.“ Sindri segir 100 þúsund krónur fyrir söluleyfið vera langt umfram það sem menn myndu telja eðlilegan kostnað. „Það er bara verið að tengja við rafmagn. Auðvitað er alltaf einhver kostnaður á bak við svona söluleyfisgjöld en ekkert í líkingu við það sem menn eru greinilega látnir greiða þarna. Það blasir við að þessi innheimta er gríðarlega há. Þarna hirðir borgin náttúrlega allan hagnað af allri sölu, hvort sem um samtök er að ræða eða einkaaðila. Það skiptir engu máli, með þessum hætti er þetta ekkert annað en bara gengdarlaus skattheimta og þá þarf að vera lagastoð fyrir því. Hún er ekki til staðar.“ Verði niðurstaðan sú að gjaldtakan hafi verið ólögleg segir Sindri Reykjavíkurborg þurfa að endurgreiða söluleyfisgjöldin. „Ekki bara Stefáni heldur hverjum einasta sem hefur þurft að leggja þetta út frá því að farið var að innheimta þessi gjöld.“ Hinsegin Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
„Það er mjög ósennilegt að Reykjavíkurborg muni viðurkenna lögbrot,“ segir Stefán Karl Stefánsson, leikari og stofnandi samtakanna Regnbogabörn, en hann telur að borgaryfirvöld hafi brotið lög þegar þau rukkuðu samtökin um 100 þúsund krónur fyrir söluleyfi í fjórar klukkustundir á Hinsegin dögum. Stefán segir að Reykjavíkurborg muni eflaust ekki eiga í nokkrum vandræðum með að tína til kostnað við það að leyfa samtökunum að selja candy floss í fjáröflunarskyni, en þau komu út í tapi eftir daginn. „Hins vegar er það alveg ljóst að borginni er óheimilt að taka gjald umfram raunkostnað. Þá spyr maður sig, hver er raunkostnaður við að renna sóparabíl eftir litlu bílastæði og stinga í samband í 240 volt. Það er klárlega ekki 100 þúsundkall. Nema borgin ætli að fara að láta samtökin og aðra greiða kostnað fyrir eitthvað annað. Þeir verða auðvitað að sundurliða það.“ Stefán segir næsta skref vera það að gefa borgaryfirvöldum færi á að bregðast við. „Þeir eru að því. Jakob Frímann hefur sagt það og Björn Ingvarsson hjá Reykjavíkurborg sem skrifaði út þessi leyfi og hans yfirmenn. Þeir munu núna fjalla um þetta og ég fékk bréf frá þeim í gær þar sem þeir segja að það muni taka um það bil mánuð að taka saman þann kostnað sem borgin lagði út í. Þetta er auðvitað algjör skrípaleikur. Þegar það liggur fyrir munu þeir taka ákvörðun um það hvort gjaldið verði lækkað. Það er alveg ljóst að þetta mál er auðvitað stórfurðulegt. Ef út í það fer að við þurfum að kæra borgina til umboðsmanns Alþingis eða hvað það er, þá munum við bara íhuga það. Það er alveg klárt að við sitjum ekkert undir svona.“Gætu þurft að endurgreiða öllum Sindri Mar Jónsson lögfræðingur hefur verið Stefáni innan handar og segir hann gjaldheimtu borgarinnar vera ansi ríflega að sínu mati. „Ef horft er á þetta út frá skattaréttinum þá eru þetta svokölluð þjónustugjöld sem Reykjavíkurborg er að innheimta og þá þarf að liggja rosalega fyrir vel hvað menn eru að fá fyrir þau og hver raunkostnaðurinn á bak við þau er. Ef menn eru að greiða of mikið fyrir veitta þjónustu þá fellur það í rauninni undir það að vera ólögleg skattheimta og það er engan veginn í lagi.“ Sindri segir 100 þúsund krónur fyrir söluleyfið vera langt umfram það sem menn myndu telja eðlilegan kostnað. „Það er bara verið að tengja við rafmagn. Auðvitað er alltaf einhver kostnaður á bak við svona söluleyfisgjöld en ekkert í líkingu við það sem menn eru greinilega látnir greiða þarna. Það blasir við að þessi innheimta er gríðarlega há. Þarna hirðir borgin náttúrlega allan hagnað af allri sölu, hvort sem um samtök er að ræða eða einkaaðila. Það skiptir engu máli, með þessum hætti er þetta ekkert annað en bara gengdarlaus skattheimta og þá þarf að vera lagastoð fyrir því. Hún er ekki til staðar.“ Verði niðurstaðan sú að gjaldtakan hafi verið ólögleg segir Sindri Reykjavíkurborg þurfa að endurgreiða söluleyfisgjöldin. „Ekki bara Stefáni heldur hverjum einasta sem hefur þurft að leggja þetta út frá því að farið var að innheimta þessi gjöld.“
Hinsegin Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira