Vilja taka ríkisborgararéttinn af framherjanum eftir landsliðsvalið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2013 11:30 Diego Costa hefur skorað 11 mörk í 10 leikjum í deildinni það sem af er leiktíð. Nordicphotos/Getty Forsvarsmenn Knattspyrnusambands Brasilíu hafa lýst yfir vilja sínum til þess að framherjinn Diego Costa verði sviptur ríkisborgararétti sínum. Framherjinn 25 ára hjá Atletico Madrid, sem er markahæsti leikmaðurinn í spænsku úrvalsdeildinni, vakti undrun landa sinna á dögunum þegar hann lýsti yfir vilja sínum til að spila fyrir hönd Spánar. Costa spilaði tvo æfingaleiki með landsliði Brasilíu fyrr á árinu en fékk svo spænskan ríkisborgararétt í sumar. Í september spurðist Knattspyrnusamband Spánar fyrir um leyfi hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, til að velja Costa í landsliðið. Costa staðfesti loks vilja sinn á þriðjudaginn þegar hann sendi Knattspyrnusambandi Brasilíu bréf. Bréfið vakti reiði og meðal þeirra sem tjáðu sig var landsliðsþjálfarinn Luiz Felipe Scolari: „Brasilískur leikmaður sem neitar að klæðast treyju þjóðar sinnar og spila á heimsmeistaramótinu dregur sig sjálfkrafa úr keppni. Hann snýr baki við draumi milljóna, að spila fyrir hönd þjóðar sinnar, fimmföldum heimsmeisturum á heimavelli í Brasilíu.“ Forsvarsmaður Knattspyrnusambands Brasilíu segir ákvörðun Costa klárlega vera fjárhagslegs eðlis. Nú sé næst í stöðunni að svipta hann ríkisborgararéttinum sem hann hafi í raun hafnað að þeirra mati. Lögfræðingur á vegum sambandsins er að skoða málið fyrir þess hönd. Fái Costa leyfi til þess að spila fyrir hönd Spánar gæti hann mætt „löndum sínum“ á HM í Brasilíu næsta sumar. Telja má líklegt að leyfið fáist sé horft til þess að Aron Jóhannsson, sem einnig hafði tvöfalt ríkisfang en hafði leikið með yngri landsliðum Íslands, fékk grænt ljós á að spila fyrir hönd Bandaríkjanna. Aron hafði þó ekki spilað æfingaleiki fyrir A-landsliðið líkt og Costa. Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Forsvarsmenn Knattspyrnusambands Brasilíu hafa lýst yfir vilja sínum til þess að framherjinn Diego Costa verði sviptur ríkisborgararétti sínum. Framherjinn 25 ára hjá Atletico Madrid, sem er markahæsti leikmaðurinn í spænsku úrvalsdeildinni, vakti undrun landa sinna á dögunum þegar hann lýsti yfir vilja sínum til að spila fyrir hönd Spánar. Costa spilaði tvo æfingaleiki með landsliði Brasilíu fyrr á árinu en fékk svo spænskan ríkisborgararétt í sumar. Í september spurðist Knattspyrnusamband Spánar fyrir um leyfi hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, til að velja Costa í landsliðið. Costa staðfesti loks vilja sinn á þriðjudaginn þegar hann sendi Knattspyrnusambandi Brasilíu bréf. Bréfið vakti reiði og meðal þeirra sem tjáðu sig var landsliðsþjálfarinn Luiz Felipe Scolari: „Brasilískur leikmaður sem neitar að klæðast treyju þjóðar sinnar og spila á heimsmeistaramótinu dregur sig sjálfkrafa úr keppni. Hann snýr baki við draumi milljóna, að spila fyrir hönd þjóðar sinnar, fimmföldum heimsmeisturum á heimavelli í Brasilíu.“ Forsvarsmaður Knattspyrnusambands Brasilíu segir ákvörðun Costa klárlega vera fjárhagslegs eðlis. Nú sé næst í stöðunni að svipta hann ríkisborgararéttinum sem hann hafi í raun hafnað að þeirra mati. Lögfræðingur á vegum sambandsins er að skoða málið fyrir þess hönd. Fái Costa leyfi til þess að spila fyrir hönd Spánar gæti hann mætt „löndum sínum“ á HM í Brasilíu næsta sumar. Telja má líklegt að leyfið fáist sé horft til þess að Aron Jóhannsson, sem einnig hafði tvöfalt ríkisfang en hafði leikið með yngri landsliðum Íslands, fékk grænt ljós á að spila fyrir hönd Bandaríkjanna. Aron hafði þó ekki spilað æfingaleiki fyrir A-landsliðið líkt og Costa.
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira