Gummi Ben ársins: Hunskastu útaf Mandzukic-ið þitt Stefán Árni Pálsson skrifar 28. desember 2013 15:00 Guðmundur Benediktsson. Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson hefur einfaldlega farið á kostum í lýsingum sínum á árinu og oft á tíðum gjörsamlega misst vitið í beinum útsendingum. Þá sérstaklega þegar íslenska landsliðið lék í undankeppni HM í knattspyrnu, en Bylgjan var á staðnum. Hér fyrir neðan má lesa og hlusta á það helsta frá einum vinsælasta lýsanda þjóðarinnar.Íslenska landsliðið Guðmundur fór mikinn á lokaspretti íslenska landsliðsins í undankeppni HM í knattspyrnu, en Bylgjan og Vísir var á staðnum þegar Ísland spilaði sinn síðasta leik í riðlinum gegn Norðmönnum og náðu að tryggja sér sæti í umspilinu. Kolbeinn Sigþórsson kom Íslendingum yfir á upphafsmínútum leiksins og Guðmundur gjörsamlega missti það. Heyra má lýsinguna hér að ofan. Ísland gerði 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik riðilsins og náði liðið þar með að tryggja sér áfram í umspil um sæti á HM í Brasilíu. Guðmundur var að vonum kátur í leikslok þegar ljóst var hver örlög Íslendinga yrðu í riðlinum og heyra má viðbrögð hans hér. Næsta verkefni Íslenska landsliðsins var umspil gegn Króatíu. Fyrri leikurinn fór 0-0 á Laugardalsvellinum og átti íslenska liðið góðan möguleika fyrir síðari leikinn á útivelli. Svo fór að liðið tapaði 2-0 fyrir Króatíu og féll því úr leik. Fróðlegt atvik átti sér stað í leiknum þegar Mario Mandzukic, leikmaður króatíska landsliðsins, braut á Jóhanni Berg Guðmundssyni í stöðunni 1-0 og fékk að líta rauða spjaldið. Þá mátti heyra Guðmund segja eftirfarandi setningu: „Beint í sturtu með hann, ekkert sjampó eða neitt, bara beint í ískalda sturtu. Hunskastu útaf Mandzukic-ið þitt.“ Heyra má í Guðmundi hér. Fyrir leikinn á Laugardalsvelli gegn Króatíu sagði Guðmundur í viðtali við Pressuna að „Íslenska varnarlínan [hafi verið] eins og IKEA skápur sem búið [sé] að setja rétt saman." Einnig lét Guðmundur þessi skemmtilegu orð falla í landsleikjum íslenska landsliðsins: „Þetta gerir Ragnar vel, hann veit ekki hver Mandzukic er en hann veit hvar boltinn er.“ Ragnar sagði í viðtali við Stöð 2 að hann vissi í raun ekki hver Mandzukiz væri fyrir leikina gegn Króötum. „Ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá er Hannes Halldórsson markmaður KR en hann var einu sinni markmaður Fram, honum hefur samt farið fram.“Mario Mandzukic fær hér rautt spjald.mynd / vilhelmGummi Ben slær á létta strengi „...Og setur hann yfir, ég myndi senda hann bara heim og ekki láta hann keyra sjálfur. Láta frekar skutla honum, upp í rúm og einhver þarf að vaka yfir honum, svæfa hann bara,“ sagði Guðmundur í lýsingu þegar Jonathan Walters, leikmaður Stoke, hafði átt skelfilegan leik gegn Chelsea. Walters skoraði tvö sjálfsmörk og klúðraði víti. – 12. janúar 2013. „Það er eins og hann sjái ekki varnarmennina." Guðmundur Benediktsson um Lionel Messi, leikmann Barcelona, í leik gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu þann 13. mars. „Ef ég ætti bara einhver pening, þá myndi ég bjóða persónulega í Luis Suarez. Ég veit ekki hvað ég myndi gera við hann, en ég myndi samt bjóða í hann,“ sagði Guðmundur í lýsingu þegar Suarez átti enn einn frábæra leikinn fyrir Liverpool þann 4. desember gegn Norwich. Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2013 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Sjá meira
Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson hefur einfaldlega farið á kostum í lýsingum sínum á árinu og oft á tíðum gjörsamlega misst vitið í beinum útsendingum. Þá sérstaklega þegar íslenska landsliðið lék í undankeppni HM í knattspyrnu, en Bylgjan var á staðnum. Hér fyrir neðan má lesa og hlusta á það helsta frá einum vinsælasta lýsanda þjóðarinnar.Íslenska landsliðið Guðmundur fór mikinn á lokaspretti íslenska landsliðsins í undankeppni HM í knattspyrnu, en Bylgjan og Vísir var á staðnum þegar Ísland spilaði sinn síðasta leik í riðlinum gegn Norðmönnum og náðu að tryggja sér sæti í umspilinu. Kolbeinn Sigþórsson kom Íslendingum yfir á upphafsmínútum leiksins og Guðmundur gjörsamlega missti það. Heyra má lýsinguna hér að ofan. Ísland gerði 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik riðilsins og náði liðið þar með að tryggja sér áfram í umspil um sæti á HM í Brasilíu. Guðmundur var að vonum kátur í leikslok þegar ljóst var hver örlög Íslendinga yrðu í riðlinum og heyra má viðbrögð hans hér. Næsta verkefni Íslenska landsliðsins var umspil gegn Króatíu. Fyrri leikurinn fór 0-0 á Laugardalsvellinum og átti íslenska liðið góðan möguleika fyrir síðari leikinn á útivelli. Svo fór að liðið tapaði 2-0 fyrir Króatíu og féll því úr leik. Fróðlegt atvik átti sér stað í leiknum þegar Mario Mandzukic, leikmaður króatíska landsliðsins, braut á Jóhanni Berg Guðmundssyni í stöðunni 1-0 og fékk að líta rauða spjaldið. Þá mátti heyra Guðmund segja eftirfarandi setningu: „Beint í sturtu með hann, ekkert sjampó eða neitt, bara beint í ískalda sturtu. Hunskastu útaf Mandzukic-ið þitt.“ Heyra má í Guðmundi hér. Fyrir leikinn á Laugardalsvelli gegn Króatíu sagði Guðmundur í viðtali við Pressuna að „Íslenska varnarlínan [hafi verið] eins og IKEA skápur sem búið [sé] að setja rétt saman." Einnig lét Guðmundur þessi skemmtilegu orð falla í landsleikjum íslenska landsliðsins: „Þetta gerir Ragnar vel, hann veit ekki hver Mandzukic er en hann veit hvar boltinn er.“ Ragnar sagði í viðtali við Stöð 2 að hann vissi í raun ekki hver Mandzukiz væri fyrir leikina gegn Króötum. „Ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá er Hannes Halldórsson markmaður KR en hann var einu sinni markmaður Fram, honum hefur samt farið fram.“Mario Mandzukic fær hér rautt spjald.mynd / vilhelmGummi Ben slær á létta strengi „...Og setur hann yfir, ég myndi senda hann bara heim og ekki láta hann keyra sjálfur. Láta frekar skutla honum, upp í rúm og einhver þarf að vaka yfir honum, svæfa hann bara,“ sagði Guðmundur í lýsingu þegar Jonathan Walters, leikmaður Stoke, hafði átt skelfilegan leik gegn Chelsea. Walters skoraði tvö sjálfsmörk og klúðraði víti. – 12. janúar 2013. „Það er eins og hann sjái ekki varnarmennina." Guðmundur Benediktsson um Lionel Messi, leikmann Barcelona, í leik gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu þann 13. mars. „Ef ég ætti bara einhver pening, þá myndi ég bjóða persónulega í Luis Suarez. Ég veit ekki hvað ég myndi gera við hann, en ég myndi samt bjóða í hann,“ sagði Guðmundur í lýsingu þegar Suarez átti enn einn frábæra leikinn fyrir Liverpool þann 4. desember gegn Norwich.
Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2013 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Sjá meira