Reddar ríkið því? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. janúar 2013 06:00 Að minnsta kosti tvær athyglisverðar ranghugmyndir skutu upp kollinum í opinberri umræðu um nýársávarp Agnesar Sigurðardóttur biskups og þá tillögu hennar að þjóðkirkjan hefði forystu um landssöfnun fyrir betri tækjum handa Landspítalanum. Önnur var sú sem Sigríður I. Ingadóttir þingmaður setti fram í viðtali við Ríkisútvarpið; að það væri fráleitt að ein ríkisstofnun, sem þar að auki hefði verið að biðja um meiri fjárframlög, safnaði peningum fyrir aðra. Þar gleymdi þingmaðurinn ýmsum grundvallarstaðreyndum málsins, eins og þeirri að þjóðkirkjan er í lögum skilgreind sem sjálfstætt trúfélag. Sömuleiðis að ríkið hefur haldið eftir hluta af sóknargjöldunum, sem það innheimtir bæði fyrir þjóðkirkjuna og önnur trúfélög. Líka að beint framlag ríkisins til kirkjunnar er byggt á samningi um jarðeignir kirkjunnar, sem á sínum tíma voru 17% af öllum jörðum í landinu. Ríkið fékk jarðirnar en greiðir í staðinn laun presta. Síðast en ekki sízt gleymdist að þrátt fyrir tengsl sín við ríkið er kirkjan grasrótarsamtök, þar sem þúsundir manna vinna mikið sjálfboðastarf, meðal annars í þágu líknar-, velferðar- og æskulýðsmála. Kirkjan er í raun elzta líknarfélag landsins og hefur í aldanna rás hlúð að sjúkum og öldruðum. Tillaga biskups er, ef eitthvað er, til þess fallin að kirkjan rækti tengslin við þær rætur sínar fremur en að hún líti á sig sem stofnun. Hin hugmyndin, sem býsna margir settu í orð, er að það sé hneyksli að fjárveitingar úr ríkissjóði dugi ekki fyrir endurnýjun á tækjum Landspítalans og að hann þurfi að reiða sig á gjafafé. Ríkið á bara að redda því máli, finnst mörgum. En ef það er hneyksli að spítalinn þurfi gjafir frá félagasamtökum, er þá ekki líka skandall að nokkur annar hluti velferðarkerfisins sé ekki að fullu fjármagnaður með skattpeningunum okkar? Staðreyndin er að líknar- og hjálparsamtök veita víðtæka velferðarþjónustu og reka talsverðan hluta heilbrigðis- og félagskerfisins. Við getum nefnt SÁÁ, Blindrafélagið, Hjartavernd eða Samtök um kvennaathvarf sem dæmi. Oft er starfsemin fjármögnuð að hluta með framlögum úr ríkissjóði, en samtökin standa sjálf í gríðarlegri fjáröflun og draga inn sjálfboðaliða sem hafa áhuga á málefninu en væru ekki líklegir til að vinna fyrir ekki neitt í þágu ríkisstofnana. Án þessarar starfsemi, sem stunduð er kölluð þriðji geirinn, væri velferðarþjónustan annaðhvort miklu lélegri eða skattarnir okkar miklu hærri. Hugmyndin um að öll velferðarþjónusta skuli ríkisrekin hefur verið prófuð. Í Sovétríkjunum sálugu var starf líknarfélaga að stærstum hluta bannað í sjötíu ár – enda átti ríkið að græja þetta – en lét aftur á sér kræla í lok Sovéttímans. Þá voru til dæmis stofnuð félög sem sinntu munaðarlausum börnum og stuðluðu að ættleiðingum, eftir að það komst í hámæli hvers konar stofnanir ríkisrekin munaðarleysingjahæli voru í raun. Í okkar samfélagi er það líka svo að velferðarþjónusta, líknar- og hjálparstarf væri ekki nema svipur hjá sjón án starfs þriðja geirans. Mikið af því starfi fær ekki þá athygli sem það verðskuldar og ætti kannski að halda því meira á lofti, þannig að færri haldi að ríkið reddi þessu bara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Að minnsta kosti tvær athyglisverðar ranghugmyndir skutu upp kollinum í opinberri umræðu um nýársávarp Agnesar Sigurðardóttur biskups og þá tillögu hennar að þjóðkirkjan hefði forystu um landssöfnun fyrir betri tækjum handa Landspítalanum. Önnur var sú sem Sigríður I. Ingadóttir þingmaður setti fram í viðtali við Ríkisútvarpið; að það væri fráleitt að ein ríkisstofnun, sem þar að auki hefði verið að biðja um meiri fjárframlög, safnaði peningum fyrir aðra. Þar gleymdi þingmaðurinn ýmsum grundvallarstaðreyndum málsins, eins og þeirri að þjóðkirkjan er í lögum skilgreind sem sjálfstætt trúfélag. Sömuleiðis að ríkið hefur haldið eftir hluta af sóknargjöldunum, sem það innheimtir bæði fyrir þjóðkirkjuna og önnur trúfélög. Líka að beint framlag ríkisins til kirkjunnar er byggt á samningi um jarðeignir kirkjunnar, sem á sínum tíma voru 17% af öllum jörðum í landinu. Ríkið fékk jarðirnar en greiðir í staðinn laun presta. Síðast en ekki sízt gleymdist að þrátt fyrir tengsl sín við ríkið er kirkjan grasrótarsamtök, þar sem þúsundir manna vinna mikið sjálfboðastarf, meðal annars í þágu líknar-, velferðar- og æskulýðsmála. Kirkjan er í raun elzta líknarfélag landsins og hefur í aldanna rás hlúð að sjúkum og öldruðum. Tillaga biskups er, ef eitthvað er, til þess fallin að kirkjan rækti tengslin við þær rætur sínar fremur en að hún líti á sig sem stofnun. Hin hugmyndin, sem býsna margir settu í orð, er að það sé hneyksli að fjárveitingar úr ríkissjóði dugi ekki fyrir endurnýjun á tækjum Landspítalans og að hann þurfi að reiða sig á gjafafé. Ríkið á bara að redda því máli, finnst mörgum. En ef það er hneyksli að spítalinn þurfi gjafir frá félagasamtökum, er þá ekki líka skandall að nokkur annar hluti velferðarkerfisins sé ekki að fullu fjármagnaður með skattpeningunum okkar? Staðreyndin er að líknar- og hjálparsamtök veita víðtæka velferðarþjónustu og reka talsverðan hluta heilbrigðis- og félagskerfisins. Við getum nefnt SÁÁ, Blindrafélagið, Hjartavernd eða Samtök um kvennaathvarf sem dæmi. Oft er starfsemin fjármögnuð að hluta með framlögum úr ríkissjóði, en samtökin standa sjálf í gríðarlegri fjáröflun og draga inn sjálfboðaliða sem hafa áhuga á málefninu en væru ekki líklegir til að vinna fyrir ekki neitt í þágu ríkisstofnana. Án þessarar starfsemi, sem stunduð er kölluð þriðji geirinn, væri velferðarþjónustan annaðhvort miklu lélegri eða skattarnir okkar miklu hærri. Hugmyndin um að öll velferðarþjónusta skuli ríkisrekin hefur verið prófuð. Í Sovétríkjunum sálugu var starf líknarfélaga að stærstum hluta bannað í sjötíu ár – enda átti ríkið að græja þetta – en lét aftur á sér kræla í lok Sovéttímans. Þá voru til dæmis stofnuð félög sem sinntu munaðarlausum börnum og stuðluðu að ættleiðingum, eftir að það komst í hámæli hvers konar stofnanir ríkisrekin munaðarleysingjahæli voru í raun. Í okkar samfélagi er það líka svo að velferðarþjónusta, líknar- og hjálparstarf væri ekki nema svipur hjá sjón án starfs þriðja geirans. Mikið af því starfi fær ekki þá athygli sem það verðskuldar og ætti kannski að halda því meira á lofti, þannig að færri haldi að ríkið reddi þessu bara.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun