Stuðningsgrein: Til stuðnings Árna Páli Guðfinnur Sveinsson skrifar 12. janúar 2013 06:00 Það er ágætis siður að tala með því sem maður velur og ekki gegn því sem maður velur ekki. Það er trúverðugara og betra. Í vali Samfylkingarinnar á nýjum formanni eru tveir góðir og gallalitlir kostir í boði. Hér geri ég grein fyrir vali mínu. Það er mikilvægt í mínum huga að fyrsti kostur nýs formanns í mögulegri stjórnarmyndun eftir kosningar sé að mynda stjórn til vinstri. Af hverju? Því ég tel líklegast að heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið verði varið og hér verði stunduð stjórnmál almannahagsmuna og samkenndar með náunganum, sé stjórnin í höndum flokka vinstra megin við miðju. Báðir virðast vera á sömu skoðun, sem betur fer. Nýr formaður Samfylkingarinnar þarf að vera trúr stefnu flokksins sem er mótuð af flokksmönnum á hverjum tíma. Hann má hafa sínar skoðanir en þegar umræðunni er lokið og við höfum ákveðið okkar stefnu, þá er það hlutverk formannsins að taka stefnu flokksins og bera hana fram fyrir þjóðina á skýran hátt. Hann þarf ekki að vera flokknum sammála í einu og öllu, svo framarlega sem hann sinnir skyldu sinni með því að vera trúr félögum sínum í orðum og verkum. Leiðtogi þarf að vera hugrakkur. Hann má ekki vera hræddur við sviðsljósið og þarf að þora að stíga fram og taka rökræðuna. Hann þarf að vera mælskur en aðeins á þann hátt að hann geti komið jafnaðarstefnunni skýrt frá sér. Það er allt sem á að gera og allt sem þarf að gera. Restin liggur í höndum kjósenda. Hverjum manni er hollt að takast á við neitun og styrkur manna kemur best í ljós þegar á móti blæs. Mönnunum eru sett takmörk sem við þurfum að gera okkur grein fyrir og virða. Sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt. Maður sem kann að falla með sæmd en halda samt ótrauður áfram er maður sem við þurfum á að halda. Í pólitík er mikilvægt að hafa sterka og stöðuga fætur, það eru fáir til þess að grípa mann. Og þetta er það allra mikilvægasta því að allir falla einhvern tímann. Sá sem ég mun kjósa í formannskjöri Samfylkingarinnar er maður sem fyrir mér er góður félagi, maður sem er óhræddur við að takast á við hlutina, en er sanngjarn á sama tíma. Hann er maður sem hefur vaxið í mótvindinum, hefur sterka fætur og hann virðist hafa ótæmandi kraft til þess að halda áfram. Síðast en ekki síst tel ég hann vera réttsýnan og sannan jafnaðarmann sem mun gera sitt besta til að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfi sem leyfir jafnaðarstefnunni að blómstra. Ég kýs Árna Pál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er ágætis siður að tala með því sem maður velur og ekki gegn því sem maður velur ekki. Það er trúverðugara og betra. Í vali Samfylkingarinnar á nýjum formanni eru tveir góðir og gallalitlir kostir í boði. Hér geri ég grein fyrir vali mínu. Það er mikilvægt í mínum huga að fyrsti kostur nýs formanns í mögulegri stjórnarmyndun eftir kosningar sé að mynda stjórn til vinstri. Af hverju? Því ég tel líklegast að heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið verði varið og hér verði stunduð stjórnmál almannahagsmuna og samkenndar með náunganum, sé stjórnin í höndum flokka vinstra megin við miðju. Báðir virðast vera á sömu skoðun, sem betur fer. Nýr formaður Samfylkingarinnar þarf að vera trúr stefnu flokksins sem er mótuð af flokksmönnum á hverjum tíma. Hann má hafa sínar skoðanir en þegar umræðunni er lokið og við höfum ákveðið okkar stefnu, þá er það hlutverk formannsins að taka stefnu flokksins og bera hana fram fyrir þjóðina á skýran hátt. Hann þarf ekki að vera flokknum sammála í einu og öllu, svo framarlega sem hann sinnir skyldu sinni með því að vera trúr félögum sínum í orðum og verkum. Leiðtogi þarf að vera hugrakkur. Hann má ekki vera hræddur við sviðsljósið og þarf að þora að stíga fram og taka rökræðuna. Hann þarf að vera mælskur en aðeins á þann hátt að hann geti komið jafnaðarstefnunni skýrt frá sér. Það er allt sem á að gera og allt sem þarf að gera. Restin liggur í höndum kjósenda. Hverjum manni er hollt að takast á við neitun og styrkur manna kemur best í ljós þegar á móti blæs. Mönnunum eru sett takmörk sem við þurfum að gera okkur grein fyrir og virða. Sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt. Maður sem kann að falla með sæmd en halda samt ótrauður áfram er maður sem við þurfum á að halda. Í pólitík er mikilvægt að hafa sterka og stöðuga fætur, það eru fáir til þess að grípa mann. Og þetta er það allra mikilvægasta því að allir falla einhvern tímann. Sá sem ég mun kjósa í formannskjöri Samfylkingarinnar er maður sem fyrir mér er góður félagi, maður sem er óhræddur við að takast á við hlutina, en er sanngjarn á sama tíma. Hann er maður sem hefur vaxið í mótvindinum, hefur sterka fætur og hann virðist hafa ótæmandi kraft til þess að halda áfram. Síðast en ekki síst tel ég hann vera réttsýnan og sannan jafnaðarmann sem mun gera sitt besta til að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfi sem leyfir jafnaðarstefnunni að blómstra. Ég kýs Árna Pál.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun