Til þeirrar sem sagði að ég þyrfti „að passa fituprósentuna“ Tara Margrét Vilhjálmsdóttir skrifar 19. janúar 2013 06:00 Við sátum á góðri stundu í árlegu áramótaboði. Ég hef oft séð þig í þessu sama boði og mér finnst yfirleitt frekar gaman að hitta þig. En þar sem við sátum þarna á móti hvor annarri við eldhúsborðið mæltirðu þessu fleygu orð: „Tara, þú ert alveg ótrúlega falleg og munt alltaf verða það … en!“ Þetta „en“ kannast flestar konur, sem ekki falla inn í staðalímynd samfélagsins um vöxt og holdafar, vel við. Þetta er orð sem við höfum flestallar heyrt margoft og í hvert skipti vitum við hvað koma skal í kjölfarið. Það er að sjálfsögðu alltaf misjafnt hvernig það er orðað og flestir reyna að fara fínt í það. Í þessu tilfelli kaust þú að klára setninguna með orðunum „…þú þarft að passa fituprósentuna þína“. Fyrir hvern spyr ég? Fyrir þig? Hvaða rétt telur þú þig hafa á því að hafa eitthvað um fituprósentu mína að segja? Ég útskýrði kurteislega fyrir þér að ég hefði aldrei verið líkamlega og andlega heilbrigðari og að ég hefði ekki áhuga á að fórna því í þeim tilgangi að missa nokkur kíló. Ég hreyfði mig reglulega og borðaði heilnæma fæðu. Þú vísaðir síðan til þess þegar ég var 17 ára. Þá fannst þér ég svo falleg. Þú sagðir mér að það hefði verið „ég“. Ég eigi ekki að vera eins og ég er í dag. Er það „ég“ að vera með átröskun, eins og ég var með á þessum tíma og stuðlaði að grennri vexti mínum? Er það hin sanna „ég“ að líða andlegar og líkamlegar vítiskvalir til að passa inn í eitthvert fyrir fram ákveðið samfélagslegt form sem er engan veginn mitt? Þú áreittir mig allt kvöldið þrátt fyrir að ég bæði þig í sífellu um að láta mig vera. Þegar ég var á leiðinni út um dyrnar króaðirðu mig af og sagðir mér að leita að ákveðnum einkaþjálfara sem þú nefndir með nafni. Því að þá myndu „kílóin sko hrynja af mér“. Þá fékk ég nóg. Ég lét loks reiði mína í ljós, sagði þér að ég hefði einfaldlega engan áhuga á að aukakílóin mín færu að hrynja af mér. Ég væri sátt við mitt og að þú hefðir einfaldlega engan rétt til að tala svona til mín. Þú fórst þá í vörn og skildir hvorki upp né niður í þessum viðbrögðum mínum. Þú varðst reið við mig fyrir að standa með sjálfri mér.Fitufordómar Þetta kvöld varð ég fyrir dæmigerðum fitufordómum. Þeir sem láta þá í ljós réttlæta gjörðir sínar með því hugarfari að viðkomandi eigi fordómana skilið. Þess vegna eru fitufordómar jafn algengir og raun ber vitni, jafnvel á Íslandi. Þeir hafa svokallað samfélagslegt samþykki. Fordómar, af hvaða orsökum sem þeir stafa, geta þó aldrei talist réttlætanlegir. Þetta eru skilaboðin sem ég vil koma á framfæri til þeirra sem telja svona hegðun ásættanlega. Ég get ekki annað en hugsað til þess ef einhver annar en ég hefði orðið fyrir hinu sama af hendi konunnar. Ég veit að margir hefðu líklega þotið fyrir framan næsta spegil að gagnrýna hvern blett líkama síns, að berja sjálfa sig niður. Ég veit það vegna þess að rannsóknir sýna að hátt í 80% íslenskra stúlkna og kvenna á aldrinum 13-24 eru óánægðar með líkama sinn. Flestar þeirra hafa farið í megrun. Og er það einhver furða þegar þessar stúlkur vita að þær þurfa að þola áreiti eins og ég varð fyrir þetta kvöld ef þær voga sér að fara yfir kjörþyngd? Mér fannst leiðinlegt að hefja nýtt ár á þessum nótum. Þetta atvik varð þó til þess að ég fylltist meiri eldmóði fyrir starfi mínu með Samtökum um líkamsvirðingu, hverra markmið eru meðal annars að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsímynd og heilsueflingu óháð holdafari. Enginn á að þurfa að þola niðrandi glósur um útlit sitt hvort sem þær eru vegna holdafars, háralitar, hæðar eða andlitslags. Það er hegðun sem sýnir okkar innri mann, ekki útlit. Gleðilegt nýtt líkamsvirðingarár! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tara Margrét Vilhjálmsdóttir Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Við sátum á góðri stundu í árlegu áramótaboði. Ég hef oft séð þig í þessu sama boði og mér finnst yfirleitt frekar gaman að hitta þig. En þar sem við sátum þarna á móti hvor annarri við eldhúsborðið mæltirðu þessu fleygu orð: „Tara, þú ert alveg ótrúlega falleg og munt alltaf verða það … en!“ Þetta „en“ kannast flestar konur, sem ekki falla inn í staðalímynd samfélagsins um vöxt og holdafar, vel við. Þetta er orð sem við höfum flestallar heyrt margoft og í hvert skipti vitum við hvað koma skal í kjölfarið. Það er að sjálfsögðu alltaf misjafnt hvernig það er orðað og flestir reyna að fara fínt í það. Í þessu tilfelli kaust þú að klára setninguna með orðunum „…þú þarft að passa fituprósentuna þína“. Fyrir hvern spyr ég? Fyrir þig? Hvaða rétt telur þú þig hafa á því að hafa eitthvað um fituprósentu mína að segja? Ég útskýrði kurteislega fyrir þér að ég hefði aldrei verið líkamlega og andlega heilbrigðari og að ég hefði ekki áhuga á að fórna því í þeim tilgangi að missa nokkur kíló. Ég hreyfði mig reglulega og borðaði heilnæma fæðu. Þú vísaðir síðan til þess þegar ég var 17 ára. Þá fannst þér ég svo falleg. Þú sagðir mér að það hefði verið „ég“. Ég eigi ekki að vera eins og ég er í dag. Er það „ég“ að vera með átröskun, eins og ég var með á þessum tíma og stuðlaði að grennri vexti mínum? Er það hin sanna „ég“ að líða andlegar og líkamlegar vítiskvalir til að passa inn í eitthvert fyrir fram ákveðið samfélagslegt form sem er engan veginn mitt? Þú áreittir mig allt kvöldið þrátt fyrir að ég bæði þig í sífellu um að láta mig vera. Þegar ég var á leiðinni út um dyrnar króaðirðu mig af og sagðir mér að leita að ákveðnum einkaþjálfara sem þú nefndir með nafni. Því að þá myndu „kílóin sko hrynja af mér“. Þá fékk ég nóg. Ég lét loks reiði mína í ljós, sagði þér að ég hefði einfaldlega engan áhuga á að aukakílóin mín færu að hrynja af mér. Ég væri sátt við mitt og að þú hefðir einfaldlega engan rétt til að tala svona til mín. Þú fórst þá í vörn og skildir hvorki upp né niður í þessum viðbrögðum mínum. Þú varðst reið við mig fyrir að standa með sjálfri mér.Fitufordómar Þetta kvöld varð ég fyrir dæmigerðum fitufordómum. Þeir sem láta þá í ljós réttlæta gjörðir sínar með því hugarfari að viðkomandi eigi fordómana skilið. Þess vegna eru fitufordómar jafn algengir og raun ber vitni, jafnvel á Íslandi. Þeir hafa svokallað samfélagslegt samþykki. Fordómar, af hvaða orsökum sem þeir stafa, geta þó aldrei talist réttlætanlegir. Þetta eru skilaboðin sem ég vil koma á framfæri til þeirra sem telja svona hegðun ásættanlega. Ég get ekki annað en hugsað til þess ef einhver annar en ég hefði orðið fyrir hinu sama af hendi konunnar. Ég veit að margir hefðu líklega þotið fyrir framan næsta spegil að gagnrýna hvern blett líkama síns, að berja sjálfa sig niður. Ég veit það vegna þess að rannsóknir sýna að hátt í 80% íslenskra stúlkna og kvenna á aldrinum 13-24 eru óánægðar með líkama sinn. Flestar þeirra hafa farið í megrun. Og er það einhver furða þegar þessar stúlkur vita að þær þurfa að þola áreiti eins og ég varð fyrir þetta kvöld ef þær voga sér að fara yfir kjörþyngd? Mér fannst leiðinlegt að hefja nýtt ár á þessum nótum. Þetta atvik varð þó til þess að ég fylltist meiri eldmóði fyrir starfi mínu með Samtökum um líkamsvirðingu, hverra markmið eru meðal annars að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsímynd og heilsueflingu óháð holdafari. Enginn á að þurfa að þola niðrandi glósur um útlit sitt hvort sem þær eru vegna holdafars, háralitar, hæðar eða andlitslags. Það er hegðun sem sýnir okkar innri mann, ekki útlit. Gleðilegt nýtt líkamsvirðingarár!
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun