Vítamín og heilsa Teitur Guðmundsson skrifar 29. janúar 2013 06:00 Það hefur verið mikil vakning upp á síðkastið varðandi neyslu vítamína og þá sérstaklega hefur verið fjallað um D-vítamín og nauðsyn þess að bæta því út í matvæli á borð við mjólk og mjólkurvörur auk annarra vöruflokka. Þekkt er að íbúar á norðurhveli jarðar fá of lítið í gegnum sólarljósið og við erum hér á Íslandi líklega með gildi í lægri kantinum sem vert er að bæta upp með inntöku D-vítamíns sem fæðubót. Við erum meðvituð um það að vítamín eru nauðsynlegur hluti af eðlilegri líkamsstarfsemi og að flest okkar eiga að fá það sem við þurfum í gegnum þá næringu sem við tökum til okkar dags daglega. Virkni þeirra á líkamsstarfsemi er margvísleg og hefur sem dæmi áhrif á ónæmiskerfið, taugakerfi, meltingu, vöxt og þannig mætti lengi telja. Almennt er talið að líkaminn þarfnist 13 mismunandi tegunda sem skiptast í fituleysanlegu vítamínin A, D, E og K annars vegar og hins vegar þau vatnsleysanlegu, C- og B-vítamínin (þíamín, ríbóflavín, níasín, pantótensýra, bíótín, pýridoxín, fólínsýra og B-12). Munurinn á þessum tveimur flokkum er að líkaminn skolar út þeim vatnsleysanlegu í gegnum nýrun ef hann þarf ekki að nota þau, en geymir A, D, E og K, sem þýðir að þau geta safnast upp í líkamanum og valdið eiturverkunum sem afleiðingu af of mikilli neyslu þeirra eða lélegum útskilnaði. Fjölmargir nota þó vítamín sem bætiefni reglubundið og jafnvel í stærri skömmtum en ráðlagt er alla jafna. Ekki eru allir sammála um hvar slíkir skammtar skulu liggja og hafa verið færð rök fyrir því að hækka mætti slíkar ráðleggingar umtalsvert frá því sem nú er. Það er hins vegar augljóslega eðlileg tregða með bætiefni sem kunna að reynast skaðleg. Þegar horft er til aukaverkana og möguleika á eitrun vegna slíkrar inntöku má nefna sem dæmi ógleði, uppköst, hausverk, svima, slappleika, hægðatregðu, lifrarvandamál, storkuvandamál í blóði og hjartsláttartruflanir auk útfellinga og kalkana í mjúkpörtum líkamans. Til að nefna aukaverkanir af vatnsleysanlegum vítamínum og ofneyslu þeirra, sem er einnig möguleg þó ólíklegri sé, eru þar algengastar magaverkir, nýrnasteinar, roði og þroti í húð, taugaskaði og truflun á járnbúskap. Þegar vítamínum er blandað saman við sölt og ýmis önnur bætiefni geta skapast milli- og aukaverkanir sem of langt mál er að fara yfir í svona stuttri grein. Þó er vert að bæta því við að þekkt er að slíkar samsetningar geta haft áhrif á virkni lyfja svo úr getur orðið skrautleg blanda af virkni og mótverkandi eiginleikum. Sem dæmi má nefna áhrif á krabbameinslyf, flogaveikilyf, hjartalyf og sýklalyf. Þessi upptalning kann að hræða einhvern og jafnvel vekja upp spurningar sem er í sjálfu sér ágætt og ætti hver og einn að vera krítískur, spyrja spurninga og leita svara ef hann er óviss um ágæti þeirra leiðbeininga sem hann kann að hafa fengið. Ljóst er að það er ekki alveg sama hvað maður tekur inn né í hvað magni og þá skiptir einnig verulegu máli hvaða lyf viðkomandi notar að staðaldri. Flestir fá þó líklega of lítið magn af vítamínum dags daglega og mega vel við því að bæta við sig eftir að hafa fengið góðar leiðbeiningar um slíkt. Ég er því hlynntur því að nota þessi bætiefni á skynsamlegan hátt og tel að við fáum ekki allt sem við þurfum með næringunni. Þá tel ég að endurskoðunar sé þörf með tilliti til ráðlagðra dagskammta á vítamínum og bætiefnum sem eru líklega of lágir í einstökum flokkum og væri áhugavert að skoða slíkt í samhengi við lýðheilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Teitur Guðmundsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikil vakning upp á síðkastið varðandi neyslu vítamína og þá sérstaklega hefur verið fjallað um D-vítamín og nauðsyn þess að bæta því út í matvæli á borð við mjólk og mjólkurvörur auk annarra vöruflokka. Þekkt er að íbúar á norðurhveli jarðar fá of lítið í gegnum sólarljósið og við erum hér á Íslandi líklega með gildi í lægri kantinum sem vert er að bæta upp með inntöku D-vítamíns sem fæðubót. Við erum meðvituð um það að vítamín eru nauðsynlegur hluti af eðlilegri líkamsstarfsemi og að flest okkar eiga að fá það sem við þurfum í gegnum þá næringu sem við tökum til okkar dags daglega. Virkni þeirra á líkamsstarfsemi er margvísleg og hefur sem dæmi áhrif á ónæmiskerfið, taugakerfi, meltingu, vöxt og þannig mætti lengi telja. Almennt er talið að líkaminn þarfnist 13 mismunandi tegunda sem skiptast í fituleysanlegu vítamínin A, D, E og K annars vegar og hins vegar þau vatnsleysanlegu, C- og B-vítamínin (þíamín, ríbóflavín, níasín, pantótensýra, bíótín, pýridoxín, fólínsýra og B-12). Munurinn á þessum tveimur flokkum er að líkaminn skolar út þeim vatnsleysanlegu í gegnum nýrun ef hann þarf ekki að nota þau, en geymir A, D, E og K, sem þýðir að þau geta safnast upp í líkamanum og valdið eiturverkunum sem afleiðingu af of mikilli neyslu þeirra eða lélegum útskilnaði. Fjölmargir nota þó vítamín sem bætiefni reglubundið og jafnvel í stærri skömmtum en ráðlagt er alla jafna. Ekki eru allir sammála um hvar slíkir skammtar skulu liggja og hafa verið færð rök fyrir því að hækka mætti slíkar ráðleggingar umtalsvert frá því sem nú er. Það er hins vegar augljóslega eðlileg tregða með bætiefni sem kunna að reynast skaðleg. Þegar horft er til aukaverkana og möguleika á eitrun vegna slíkrar inntöku má nefna sem dæmi ógleði, uppköst, hausverk, svima, slappleika, hægðatregðu, lifrarvandamál, storkuvandamál í blóði og hjartsláttartruflanir auk útfellinga og kalkana í mjúkpörtum líkamans. Til að nefna aukaverkanir af vatnsleysanlegum vítamínum og ofneyslu þeirra, sem er einnig möguleg þó ólíklegri sé, eru þar algengastar magaverkir, nýrnasteinar, roði og þroti í húð, taugaskaði og truflun á járnbúskap. Þegar vítamínum er blandað saman við sölt og ýmis önnur bætiefni geta skapast milli- og aukaverkanir sem of langt mál er að fara yfir í svona stuttri grein. Þó er vert að bæta því við að þekkt er að slíkar samsetningar geta haft áhrif á virkni lyfja svo úr getur orðið skrautleg blanda af virkni og mótverkandi eiginleikum. Sem dæmi má nefna áhrif á krabbameinslyf, flogaveikilyf, hjartalyf og sýklalyf. Þessi upptalning kann að hræða einhvern og jafnvel vekja upp spurningar sem er í sjálfu sér ágætt og ætti hver og einn að vera krítískur, spyrja spurninga og leita svara ef hann er óviss um ágæti þeirra leiðbeininga sem hann kann að hafa fengið. Ljóst er að það er ekki alveg sama hvað maður tekur inn né í hvað magni og þá skiptir einnig verulegu máli hvaða lyf viðkomandi notar að staðaldri. Flestir fá þó líklega of lítið magn af vítamínum dags daglega og mega vel við því að bæta við sig eftir að hafa fengið góðar leiðbeiningar um slíkt. Ég er því hlynntur því að nota þessi bætiefni á skynsamlegan hátt og tel að við fáum ekki allt sem við þurfum með næringunni. Þá tel ég að endurskoðunar sé þörf með tilliti til ráðlagðra dagskammta á vítamínum og bætiefnum sem eru líklega of lágir í einstökum flokkum og væri áhugavert að skoða slíkt í samhengi við lýðheilsu.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun