Verkin vinnast með Lýðræðisvaktinni Sjöfn Rafnsdóttir skrifar 5. apríl 2013 07:00 Ég átti þeim forréttindum að fagna að fæðast á Íslandi og eyða hér uppvaxtarárum mínum, á Íslandi, þessu fagra og gjöfula landi þar sem meira en nóg er til skiptanna af lífsins gæðum. Fluttist búferlum til Svíþjóðar og var búsett í Stokkhólmi í tæp 18 ár. Oft er það nú svo að maður lærir að sjá og meta hlutina á annan hátt þegar þeir hverfa manni og birtast síðar á ný. Það er sorglegt að sjá hversu græðgin, spillingin og einkahagsmunahyggjan hefur riðið hér húsum, hvernig réttindi fólks eru fótum troðin, sjá hér gegndarlausa eignaupptöku á heimilum fólks, þrjú heimili daglega, og þjóðarviljann vanvirtan. Það er mál að linni! Hér verður að snúa af rangri leið. Ég vil sjá Íslendinga taka höndum saman og leiðrétta þær misgjörðir sem skilið hafa eftir sig hér sviðna jörð. Ég vil sjá sveitirnar blómstra á ný, stórefla þarf íslenskan landbúnað og auka tækifæri fólks á að hefja hvers konar búskap. Gera þarf úttekt á núverandi úthlutunarreglum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hvað varðar ríkisjarðir. Hvernig má það vera að biðtími, árafjöldi umsækjenda sem uppfylla öll skilyrði til að fá ábúð, hefur ekkert vægi í núverandi úthlutunarkerfi? Hér verður einnig að gæta að fæðuöryggi þjóðarinnar, nýta ber ræktanlegt land skynsamlega, ég vil ekki sjá nytjaland verða að sumardvalarstað ríkra. Ég vil ekki heldur sjá að fiskveiðar í ám og vötnum verði eingöngu fyrir þá sem hafa efni á veiðinni, hér verður að vera hægt að fara einhvern milliveg. Ég vil sjá sjálfbæran, samkeppnishæfan landbúnað og örva fyrirtæki til að hasla sér völl á landsbyggðinni, t.d. með skattaafslætti, og ekki skal hamla ylræktinni með allt of háu rafmagnsverði. Það er ólíðandi að hér skuli landsmenn neyddir til að borga með rafmagni til stóriðju á meðan innanlandsmarkaður á í vök að verjast. Auka þarf lífrænan búskap og það að eiga þess kost að kaupa beint frá býli, geta verið viss um innihaldið! Hvað viðkemur dýrahaldi vil ég ekki sjá hér verksmiðjuiðnað þar sem dýrin líða og fá aldrei að koma út undir bert loft, sjá aldrei sólina. Það sama á við kjúklingarækt þar sem fuglarnir eru hafðir nokkrir saman í búrum, í miklum þrengslum, ofaldir til að þjóna markaðinum. Það er aldrei hægt að rökstyðja pyntingar á dýrum út frá litlum vitsmunum þeirra. Okkur ber siðferðisleg skylda til að fara vel með og virða dýr, þau eiga líka sín réttindi. Nokkrir sveitarstjórnarmenn eiga ekki að hafa það vald að selja vatnsréttindi til erlends aðila eins og gert var í tilviki Ottos Spork, til 95 ára. Vörumst ágang og ágirnd stórfyrirtækja og einkaaðila sem hafa arðrán að atvinnu sinni. Varðveitum sameiginlegar auðlindir þessa gjöfula lands, Íslands, náttúruna, vatnið, orkuna, fiskinn í sjónum, í þágu þjóðarinnar. Ég vel að gera það í samvinnu við Lýðræðisvaktina, Lýðræðisvaktin er og verður á vaktinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég átti þeim forréttindum að fagna að fæðast á Íslandi og eyða hér uppvaxtarárum mínum, á Íslandi, þessu fagra og gjöfula landi þar sem meira en nóg er til skiptanna af lífsins gæðum. Fluttist búferlum til Svíþjóðar og var búsett í Stokkhólmi í tæp 18 ár. Oft er það nú svo að maður lærir að sjá og meta hlutina á annan hátt þegar þeir hverfa manni og birtast síðar á ný. Það er sorglegt að sjá hversu græðgin, spillingin og einkahagsmunahyggjan hefur riðið hér húsum, hvernig réttindi fólks eru fótum troðin, sjá hér gegndarlausa eignaupptöku á heimilum fólks, þrjú heimili daglega, og þjóðarviljann vanvirtan. Það er mál að linni! Hér verður að snúa af rangri leið. Ég vil sjá Íslendinga taka höndum saman og leiðrétta þær misgjörðir sem skilið hafa eftir sig hér sviðna jörð. Ég vil sjá sveitirnar blómstra á ný, stórefla þarf íslenskan landbúnað og auka tækifæri fólks á að hefja hvers konar búskap. Gera þarf úttekt á núverandi úthlutunarreglum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hvað varðar ríkisjarðir. Hvernig má það vera að biðtími, árafjöldi umsækjenda sem uppfylla öll skilyrði til að fá ábúð, hefur ekkert vægi í núverandi úthlutunarkerfi? Hér verður einnig að gæta að fæðuöryggi þjóðarinnar, nýta ber ræktanlegt land skynsamlega, ég vil ekki sjá nytjaland verða að sumardvalarstað ríkra. Ég vil ekki heldur sjá að fiskveiðar í ám og vötnum verði eingöngu fyrir þá sem hafa efni á veiðinni, hér verður að vera hægt að fara einhvern milliveg. Ég vil sjá sjálfbæran, samkeppnishæfan landbúnað og örva fyrirtæki til að hasla sér völl á landsbyggðinni, t.d. með skattaafslætti, og ekki skal hamla ylræktinni með allt of háu rafmagnsverði. Það er ólíðandi að hér skuli landsmenn neyddir til að borga með rafmagni til stóriðju á meðan innanlandsmarkaður á í vök að verjast. Auka þarf lífrænan búskap og það að eiga þess kost að kaupa beint frá býli, geta verið viss um innihaldið! Hvað viðkemur dýrahaldi vil ég ekki sjá hér verksmiðjuiðnað þar sem dýrin líða og fá aldrei að koma út undir bert loft, sjá aldrei sólina. Það sama á við kjúklingarækt þar sem fuglarnir eru hafðir nokkrir saman í búrum, í miklum þrengslum, ofaldir til að þjóna markaðinum. Það er aldrei hægt að rökstyðja pyntingar á dýrum út frá litlum vitsmunum þeirra. Okkur ber siðferðisleg skylda til að fara vel með og virða dýr, þau eiga líka sín réttindi. Nokkrir sveitarstjórnarmenn eiga ekki að hafa það vald að selja vatnsréttindi til erlends aðila eins og gert var í tilviki Ottos Spork, til 95 ára. Vörumst ágang og ágirnd stórfyrirtækja og einkaaðila sem hafa arðrán að atvinnu sinni. Varðveitum sameiginlegar auðlindir þessa gjöfula lands, Íslands, náttúruna, vatnið, orkuna, fiskinn í sjónum, í þágu þjóðarinnar. Ég vel að gera það í samvinnu við Lýðræðisvaktina, Lýðræðisvaktin er og verður á vaktinni.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun