Innflutningsbann Guðni Ágústsson skrifar 8. apríl 2013 09:00 Mikið lifandi skelfingar ósköp eru Íslendingar áhrifagjarnir og fljótir að gleyma. Um eitt hundrað alvarlegir sjúkdómar lifa í búfé í Evrópu. Á Íslandi eru sjúkdómarnir teljandi á fingrum annarrar handar og þeir sem við glímum við flestir hingað komnir af mannavöldum. Umræðan af hálfu Verslunar og þjónustu hér heima um að Eftirlitsstofnanir EFTA skuli ætla að skoða hvort hægt sé að hrinda banninu veldur áhyggjum allra hugsandi manna. Margrét Guðnadóttir læknaprófessor o.fl. hafa sett fram sterk varnaðarorð um hættuna af innflutningi á hráu kjöti og telur að verði fallið frá banninu gæti það valdið stórslysi í framtíðinni, hvað þá á lifandi dýrum. Í ESB og á Íslandi eru miklir peningar settir í sjúkdómavarnir og baráttu til að halda sjúkdómum niðri. Hér telst landið nánast sjúkdómalaust og bústofnarnir meðal þeirra heilbrigðustu í heimi. Man einhver lengur kúariðu í Írlandi og írskar nautalundir í kjötborðum hér fyrir um tíu árum. Þá voru hjarðir nauta og kúa í ESB skotnar og brenndar á báli til að stöðva vágestinn, samt barst hann landa á milli. Kaupmennirnir sem seldu írsku nautalundirnar hér förguðu sínum birgðum einnig. Og fullvissuðu neytendur um að allt kjöt í kjötborðum sínum væri íslenskt. Síðan hafa flestar verslanir hér auglýsingu uppi við að allt kjöt sem þær selji í kjötborði sé af íslenskum gripum og margar verslanirnar prýða auglýsinguna með íslenska fánanum. Þetta mál er nefnilega dauðans alvara, ekki bara fyrir búféð heldur mannfólkið líka.Karakúlféð og hesturinn Karakúlféð flutti svokallaða mæðiveiki til Íslands 1934 en til stóð að kynbæta íslenskar ær með hrútum af þessum stofni sem fluttir voru inn. Var það í því skyni að fá dýrmæt skinn af unglömbum. Karakúlféð var upprunnið í Asíu, það bar smitið í sér en var ekki veikt heldur ónæmt sjálft fyrir veikinni. En heilbrigður og einangraður sauðfjárstofn hér á eyjunni var fljótur að taka smitið. Og af þessum innflutningi hófst landplága eða faraldur sem fór um landið eins og sinueldur og varð að skera sauðfé í þúsundatali í flestum sýslum landsins. Og girða varnarlínur sem við þekkjum enn á sýslumörkum, sem enn fremur standa gegn sauðfjárriðu, annarri plágu. Þeir einstaklingar sem flytja inn hunda og ketti hingað vita að það er vegna dýraverndar og til sjúkdómavarnar að þessi dýr eru sett tímabundið í einangrun, sem sé varnir gegn sjúkdómum og til lífs dýrunum sem til eru í landinu. Það er engin goðgá að íslenskur hestur sem seldur er úr landi lítur aldrei fósturjörðina aftur. Þetta er gert af sömu ástæðu, til að fá ekki hrossasjúkdóma. Hingað hafa hins vegar borist pestir í hrossastofninn með skítugum fatnaði eða skóm með innlendum eða erlendum ferðamönnum, með alvarlegum afleiðingum og skaða. Á glæsilegu kúabúi hér á landi kom upp fyrir skömmu IBR-veira, hvernig hún barst er enn óljóst. Þar er búið að skera hluta af nautgripunum til að stöðva pestina. Sagan og reynslan segir okkur að vítin séu til að varast þau, leikum okkur ekki að eldinum.Spyrjum google.is Nýja-Sjáland lítur á sína búfjárstofna og landbúnaðinn sinn sem dýrmætustu auðlind landsins. Og viðurlögin við að flytja inn hrátt kjöt eða taka áhættu eru hrikaleg þar. Hér vantar fróðleik í flugvélar og við höfuðdyr landsins um þessa hættu og hættuna af veiðigræjum útlendinga sem gætu drepið og sýkt fiskistofna vatna og veiðiánna. Hér þykir einhverju fólki það sjálfsagt að brjóta þessar reglur og lög á bak aftur með því að kæra bannið til ESA. Og sjálfsagt halda einhverjir að bann á innflutningi á lifandi dýrum sé íslenskur „asnaskapur" og afturhald þrátt fyrir gamla og nýja sögu um kvöl og dauða húsdýranna okkar. Og gríðarlegan fjárhagslegan skaða fyrir ríkið og einstaklinga sem heldur búfé, fyrir þjóðina alla. Hér þarf fræðslu og umræðu meðal almennings. Við skulum öll ræða þetta mál og rifja söguna upp þegar við borðum kvöldmatinn okkar í kvöld. Hann google.is getur hjálpað okkur, hann veit margt og segir okkur frá mörgu ef við spyrjum hann. Google getur kallað fram upplýsingar um hina skæðu sjúkdóma sem við erum laus við og leika búfjárstofna um víða veröld grátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið lifandi skelfingar ósköp eru Íslendingar áhrifagjarnir og fljótir að gleyma. Um eitt hundrað alvarlegir sjúkdómar lifa í búfé í Evrópu. Á Íslandi eru sjúkdómarnir teljandi á fingrum annarrar handar og þeir sem við glímum við flestir hingað komnir af mannavöldum. Umræðan af hálfu Verslunar og þjónustu hér heima um að Eftirlitsstofnanir EFTA skuli ætla að skoða hvort hægt sé að hrinda banninu veldur áhyggjum allra hugsandi manna. Margrét Guðnadóttir læknaprófessor o.fl. hafa sett fram sterk varnaðarorð um hættuna af innflutningi á hráu kjöti og telur að verði fallið frá banninu gæti það valdið stórslysi í framtíðinni, hvað þá á lifandi dýrum. Í ESB og á Íslandi eru miklir peningar settir í sjúkdómavarnir og baráttu til að halda sjúkdómum niðri. Hér telst landið nánast sjúkdómalaust og bústofnarnir meðal þeirra heilbrigðustu í heimi. Man einhver lengur kúariðu í Írlandi og írskar nautalundir í kjötborðum hér fyrir um tíu árum. Þá voru hjarðir nauta og kúa í ESB skotnar og brenndar á báli til að stöðva vágestinn, samt barst hann landa á milli. Kaupmennirnir sem seldu írsku nautalundirnar hér förguðu sínum birgðum einnig. Og fullvissuðu neytendur um að allt kjöt í kjötborðum sínum væri íslenskt. Síðan hafa flestar verslanir hér auglýsingu uppi við að allt kjöt sem þær selji í kjötborði sé af íslenskum gripum og margar verslanirnar prýða auglýsinguna með íslenska fánanum. Þetta mál er nefnilega dauðans alvara, ekki bara fyrir búféð heldur mannfólkið líka.Karakúlféð og hesturinn Karakúlféð flutti svokallaða mæðiveiki til Íslands 1934 en til stóð að kynbæta íslenskar ær með hrútum af þessum stofni sem fluttir voru inn. Var það í því skyni að fá dýrmæt skinn af unglömbum. Karakúlféð var upprunnið í Asíu, það bar smitið í sér en var ekki veikt heldur ónæmt sjálft fyrir veikinni. En heilbrigður og einangraður sauðfjárstofn hér á eyjunni var fljótur að taka smitið. Og af þessum innflutningi hófst landplága eða faraldur sem fór um landið eins og sinueldur og varð að skera sauðfé í þúsundatali í flestum sýslum landsins. Og girða varnarlínur sem við þekkjum enn á sýslumörkum, sem enn fremur standa gegn sauðfjárriðu, annarri plágu. Þeir einstaklingar sem flytja inn hunda og ketti hingað vita að það er vegna dýraverndar og til sjúkdómavarnar að þessi dýr eru sett tímabundið í einangrun, sem sé varnir gegn sjúkdómum og til lífs dýrunum sem til eru í landinu. Það er engin goðgá að íslenskur hestur sem seldur er úr landi lítur aldrei fósturjörðina aftur. Þetta er gert af sömu ástæðu, til að fá ekki hrossasjúkdóma. Hingað hafa hins vegar borist pestir í hrossastofninn með skítugum fatnaði eða skóm með innlendum eða erlendum ferðamönnum, með alvarlegum afleiðingum og skaða. Á glæsilegu kúabúi hér á landi kom upp fyrir skömmu IBR-veira, hvernig hún barst er enn óljóst. Þar er búið að skera hluta af nautgripunum til að stöðva pestina. Sagan og reynslan segir okkur að vítin séu til að varast þau, leikum okkur ekki að eldinum.Spyrjum google.is Nýja-Sjáland lítur á sína búfjárstofna og landbúnaðinn sinn sem dýrmætustu auðlind landsins. Og viðurlögin við að flytja inn hrátt kjöt eða taka áhættu eru hrikaleg þar. Hér vantar fróðleik í flugvélar og við höfuðdyr landsins um þessa hættu og hættuna af veiðigræjum útlendinga sem gætu drepið og sýkt fiskistofna vatna og veiðiánna. Hér þykir einhverju fólki það sjálfsagt að brjóta þessar reglur og lög á bak aftur með því að kæra bannið til ESA. Og sjálfsagt halda einhverjir að bann á innflutningi á lifandi dýrum sé íslenskur „asnaskapur" og afturhald þrátt fyrir gamla og nýja sögu um kvöl og dauða húsdýranna okkar. Og gríðarlegan fjárhagslegan skaða fyrir ríkið og einstaklinga sem heldur búfé, fyrir þjóðina alla. Hér þarf fræðslu og umræðu meðal almennings. Við skulum öll ræða þetta mál og rifja söguna upp þegar við borðum kvöldmatinn okkar í kvöld. Hann google.is getur hjálpað okkur, hann veit margt og segir okkur frá mörgu ef við spyrjum hann. Google getur kallað fram upplýsingar um hina skæðu sjúkdóma sem við erum laus við og leika búfjárstofna um víða veröld grátt.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar