Staða barna með hegðunar- og geðraskanir Sædís Ósk Harðardóttir skrifar 16. apríl 2013 07:00 Mikill niðurskurður hefur átt sér stað á öllum sviðum samfélagsins frá efnahagshruninu haustið 2008. Þar eru málefni barna og unglinga með geðræn vandkvæði engin undantekning. Vissulega hefðu stjórnvöld getað forgangsraðað betur, notað þessa milljarða sem farið hafa í aðildarviðræður við ESB í velferðarmál hér á landi. Við breytum ekki því sem liðið er heldur þurfum að horfa fram á veginn og skoða hvar stjórnvöld brugðust og þar af leiðandi: hvað þarf að bæta? Regnboginn vill taka sérstaklega á vandamálum barna og unglinga sem glíma við geðræn vandkvæði. Framboðið telur þetta málefni svo mikilvægt að það er sérstaklega fært til bókar í stefnuyfirlýsingu. Staða barna með hegðunar- og geðraskanir hefur versnað og er orðið virkilegt áhyggjuefni. Úrræðaleysi gagnvart þessum hópi er óviðunandi og þarf að taka á þessum vanda hið snarasta. Biðlistar hafa bara lengst síðustu árin og hefur ástandið á Barna- og unglingageðdeild landspítalans (BUGL) sjaldan verið eins slæmt. Sú staða hefur skapað mjög erfitt ástand bæði fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Dæmi er um að börn hafi þurft að bíða í rúmt ár eftir þjónustu og meðferð. Það er afar brýnt að brugðist sé hratt við hegðunar- og geðröskunum barna til að minnka og/eða koma í veg fyrir vandamál sem fylgja þessum röskunum. Hér er mikilvægt að styrkja skólana og starfsfólk þeirra með auknum fjárveitingum en ekki síður hvað mönnun og menntun varðar. Það er ekki lengur hægt að berja hausnum við stein og hugsa sem svo að vandinn hverfi – það gerir hann ekki og því miður mun hann vaxa verði ekki gripið inn í. Þá er það afar mikilvægt að ekki sé litið á einstaklingana sem þarfnast sjálfsagðrar þjónustu sem vandamál, heldur einstaklinga sem þurfa aðstoð og eiga rétt á henni. Öll börn eiga rétt á þjónustu við hæfi og úrræðum sem þau þurfa á að halda. Ísland er aðili að Barnasáttmálanum, sem var fullgiltur hér á landi árið 1992. Það var hins vegar ekki fyrr en 21 ári síðar að hann var lögfestur, sem er auðvitað til háborinnar skammar. Lögfestingunni ber þó að fagna. Það mikilvægasta í þessu sambandi er þó hið augljósa; Barnasáttmálanum ber að framfylgja. Við sem bjóðum okkur fram undir merki Regnbogans munum sjá til þess að honum verði framfylgt; við líðum ekki að börn og unglingar séu afgangsstærð í samfélaginu. Það ber að virða rétt þeirra og koma fram við þau sem fullgilda einstaklinga. Í því felst að við munum ekki líða biðlista fyrir börn með hegðunar- og geðraskanir, við krefjumst þess að öll börn fái þjónustu við hæfi. Það er ekki nóg að geta greint vandann og komið með nafn á röskunina, úrlausnir þurfa að vera til staðar og aðgengilegar öllum á viðunandi tíma og óháð fjárhagsstöðu foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mikill niðurskurður hefur átt sér stað á öllum sviðum samfélagsins frá efnahagshruninu haustið 2008. Þar eru málefni barna og unglinga með geðræn vandkvæði engin undantekning. Vissulega hefðu stjórnvöld getað forgangsraðað betur, notað þessa milljarða sem farið hafa í aðildarviðræður við ESB í velferðarmál hér á landi. Við breytum ekki því sem liðið er heldur þurfum að horfa fram á veginn og skoða hvar stjórnvöld brugðust og þar af leiðandi: hvað þarf að bæta? Regnboginn vill taka sérstaklega á vandamálum barna og unglinga sem glíma við geðræn vandkvæði. Framboðið telur þetta málefni svo mikilvægt að það er sérstaklega fært til bókar í stefnuyfirlýsingu. Staða barna með hegðunar- og geðraskanir hefur versnað og er orðið virkilegt áhyggjuefni. Úrræðaleysi gagnvart þessum hópi er óviðunandi og þarf að taka á þessum vanda hið snarasta. Biðlistar hafa bara lengst síðustu árin og hefur ástandið á Barna- og unglingageðdeild landspítalans (BUGL) sjaldan verið eins slæmt. Sú staða hefur skapað mjög erfitt ástand bæði fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Dæmi er um að börn hafi þurft að bíða í rúmt ár eftir þjónustu og meðferð. Það er afar brýnt að brugðist sé hratt við hegðunar- og geðröskunum barna til að minnka og/eða koma í veg fyrir vandamál sem fylgja þessum röskunum. Hér er mikilvægt að styrkja skólana og starfsfólk þeirra með auknum fjárveitingum en ekki síður hvað mönnun og menntun varðar. Það er ekki lengur hægt að berja hausnum við stein og hugsa sem svo að vandinn hverfi – það gerir hann ekki og því miður mun hann vaxa verði ekki gripið inn í. Þá er það afar mikilvægt að ekki sé litið á einstaklingana sem þarfnast sjálfsagðrar þjónustu sem vandamál, heldur einstaklinga sem þurfa aðstoð og eiga rétt á henni. Öll börn eiga rétt á þjónustu við hæfi og úrræðum sem þau þurfa á að halda. Ísland er aðili að Barnasáttmálanum, sem var fullgiltur hér á landi árið 1992. Það var hins vegar ekki fyrr en 21 ári síðar að hann var lögfestur, sem er auðvitað til háborinnar skammar. Lögfestingunni ber þó að fagna. Það mikilvægasta í þessu sambandi er þó hið augljósa; Barnasáttmálanum ber að framfylgja. Við sem bjóðum okkur fram undir merki Regnbogans munum sjá til þess að honum verði framfylgt; við líðum ekki að börn og unglingar séu afgangsstærð í samfélaginu. Það ber að virða rétt þeirra og koma fram við þau sem fullgilda einstaklinga. Í því felst að við munum ekki líða biðlista fyrir börn með hegðunar- og geðraskanir, við krefjumst þess að öll börn fái þjónustu við hæfi. Það er ekki nóg að geta greint vandann og komið með nafn á röskunina, úrlausnir þurfa að vera til staðar og aðgengilegar öllum á viðunandi tíma og óháð fjárhagsstöðu foreldra.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar