Vinstri – græn setja framtíð skólastarfs á oddinn Katrín Jakobsdóttir skrifar 17. apríl 2013 06:00 Eitt af mikilvægustu málunum sem kosið verður um nú í vor er framtíð skólastarfs á Íslandi. Vinstri græn setja það mál á oddinn og hafa kynnt áætlun um hvernig aukið fé verður tryggt til uppbyggingar skólakerfisins á næsta kjörtímabili. Framhaldsskólarnir hafa búið við erfið kjör seinustu ár. Starfsmenn þeirra hafa líka sýnt mikinn skilning og langlundargeð því að fjármagn hefur ekki fylgt nýjum framhaldsskólalögum sem voru samþykkt áður en núverandi ríkisstjórn tók við. Á sama tíma hafa framhaldsskólarnir opnað dyr sínar fyrir fólki sem ákveðið hefur að sækja sér menntun á krepputímum, t.d. vegna atvinnumissis. Á næstu árum verður hins vegar lag að bæta úr þessu og efla framhaldsskólana. Í skólunum vinnur öflugt fagfólk sem á skilið að njóta betri kjara og það er okkar ábyrgð að lyfta kennarastéttinni ef okkur er annt um menntun íslenskra barna og ungmenna. Íslenskir háskólar hafa ekki heldur farið varhluta af aðhaldi í ríkisrekstri eins og kom meðal annars fram í fréttum á dögunum um að sárafá akademísk störf hafi bæst við hjá Háskóla Íslands þó að fjölgun nemenda nemi þúsundum. Fyrir hrun var íslenska háskólakerfið vanfjármagnað í alþjóðlegum samanburði þannig að það var ekki búið undir slíkar efnahagsþrengingar en um leið má segja að íslenskir háskólamenn hafi staðið vaktina, opnað dyr sínar og haldið áfram að skila miklum árangri í kennslu og rannsóknum.Forgangsraðað Á undanförnum árum höfum við forgangsraðað þannig í þágu menntunar að sá óumflýjanlegi niðurskurður sem ráðast þurfti í hefur verið hlutfallslega minni en í öðrum málaflokkum. Þá hafa óreglulegar tekjur, til dæmis af veiðigjaldi á útgerðarfyrirtæki, verið nýttar til að efla rannsóknir og nýsköpun. Þetta hefur verið varnarbarátta en nú viljum við blása til sóknar. Nú þegar sér fyrir endann á fjárlagahallanum er svigrúm til sóknar. Vinstri – græn hafa lagt fram raunhæfa og ábyrga ríkisfjármálaáætlun til næstu fjögurra ára sem byggist á því að viðhalda stöðugleika, auknum arði þjóðarinnar af auðlindum, engum skattahækkunum og spá Hagstofunnar um rúmlega tveggja prósenta hagvöxt. Þessi stefna skapar 50 til 60 milljarða svigrúm á næstu árum og þá skiptir máli að forgangsraða. Við viljum nýta þetta svigrúm til að efla velferð, heilbrigðisþjónustu og menntun. Kjósendur geta nú valið um forgangsröðun ólíkra flokka. Vinstri – græn setja framtíð skólastarfs í landinu og eflingu velferðarkerfisins á oddinn. Okkur finnst kominn tími til að menntakerfið og velferðarkerfið njóti árangursins af erfiði undanfarinna ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Eitt af mikilvægustu málunum sem kosið verður um nú í vor er framtíð skólastarfs á Íslandi. Vinstri græn setja það mál á oddinn og hafa kynnt áætlun um hvernig aukið fé verður tryggt til uppbyggingar skólakerfisins á næsta kjörtímabili. Framhaldsskólarnir hafa búið við erfið kjör seinustu ár. Starfsmenn þeirra hafa líka sýnt mikinn skilning og langlundargeð því að fjármagn hefur ekki fylgt nýjum framhaldsskólalögum sem voru samþykkt áður en núverandi ríkisstjórn tók við. Á sama tíma hafa framhaldsskólarnir opnað dyr sínar fyrir fólki sem ákveðið hefur að sækja sér menntun á krepputímum, t.d. vegna atvinnumissis. Á næstu árum verður hins vegar lag að bæta úr þessu og efla framhaldsskólana. Í skólunum vinnur öflugt fagfólk sem á skilið að njóta betri kjara og það er okkar ábyrgð að lyfta kennarastéttinni ef okkur er annt um menntun íslenskra barna og ungmenna. Íslenskir háskólar hafa ekki heldur farið varhluta af aðhaldi í ríkisrekstri eins og kom meðal annars fram í fréttum á dögunum um að sárafá akademísk störf hafi bæst við hjá Háskóla Íslands þó að fjölgun nemenda nemi þúsundum. Fyrir hrun var íslenska háskólakerfið vanfjármagnað í alþjóðlegum samanburði þannig að það var ekki búið undir slíkar efnahagsþrengingar en um leið má segja að íslenskir háskólamenn hafi staðið vaktina, opnað dyr sínar og haldið áfram að skila miklum árangri í kennslu og rannsóknum.Forgangsraðað Á undanförnum árum höfum við forgangsraðað þannig í þágu menntunar að sá óumflýjanlegi niðurskurður sem ráðast þurfti í hefur verið hlutfallslega minni en í öðrum málaflokkum. Þá hafa óreglulegar tekjur, til dæmis af veiðigjaldi á útgerðarfyrirtæki, verið nýttar til að efla rannsóknir og nýsköpun. Þetta hefur verið varnarbarátta en nú viljum við blása til sóknar. Nú þegar sér fyrir endann á fjárlagahallanum er svigrúm til sóknar. Vinstri – græn hafa lagt fram raunhæfa og ábyrga ríkisfjármálaáætlun til næstu fjögurra ára sem byggist á því að viðhalda stöðugleika, auknum arði þjóðarinnar af auðlindum, engum skattahækkunum og spá Hagstofunnar um rúmlega tveggja prósenta hagvöxt. Þessi stefna skapar 50 til 60 milljarða svigrúm á næstu árum og þá skiptir máli að forgangsraða. Við viljum nýta þetta svigrúm til að efla velferð, heilbrigðisþjónustu og menntun. Kjósendur geta nú valið um forgangsröðun ólíkra flokka. Vinstri – græn setja framtíð skólastarfs í landinu og eflingu velferðarkerfisins á oddinn. Okkur finnst kominn tími til að menntakerfið og velferðarkerfið njóti árangursins af erfiði undanfarinna ára.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar