Aukum ráðstöfunartekjur heimilanna Teitur Björn Einarsson skrifar 18. apríl 2013 07:00 Kosningarnar í lok apríl snúast um hvernig hægt verður að bæta lífskjör fólks í landinu. Brýnustu verkefnin þar eru að taka á skuldavanda og auka ráðstöfunartekjur heimilanna. Þó að ágætis samstaða virðist vera um hvert markmiðið er mun í kosningabaráttunni fram undan verða tekist á um hver sé rétta leiðin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram raunhæfar tillögur sem munu bera árangur og sem hægt er að hrinda í framkvæmd strax. Eitt mikilvægasta skrefið í átt að bættum hag almennings er að lækka skatta. Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórnmálaaflið sem gerir lækkun skatta að forgangsatriði á nýju kjörtímabili. Lækkun á tekjuskatti einstaklinga skilar fólki strax hærri ráðstöfunartekjum, sem léttir undir með rekstri heimilanna, og með því að lækka tryggingagjaldið er létt undir með fyrirtækjum að skapa fleiri störf. Samhliða verður að ráðast í umbætur á skattlöggjöfinni með það fyrir augum að gera kerfið gegnsærra og skilvirkara. Mikilvægt skref í þeim aðgerðum er að afnema þrepaskiptingu tekjuskatts og lækka virðisaukaskatt sem jafnframt verði í aðeins í einu þrepi. En er skynsamlegt að lækka skatta þegar staða ríkissjóðs er jafn bágborin og raun ber vitni? Svarið er já – það er beinlínis nauðsynlegt. Fjöldi fólks stendur ekki undir þeirri skattbyrði sem ríkið leggur á herðar þess og komið hefur fram að tæplega helmingur heimila í landinu nær ekki endum saman um mánaðamót. Almenningur var ekki spurður þegar ríkisstjórnin hækkaði skatta og gjöld upp úr öllu valdi hvernig hann gæti skorið niður í sínum heimilisrekstri og forgangsraðað. Ríkið verður rétt eins og heimilin að forgangsraða í sínum rekstri og aðlaga sig að efnahagslegum raunveruleika landsins. Veruleikinn er sá að núverandi skattastefna hamlar verðmætasköpun í samfélaginu og letur fólk til góðra verka. Ríkisvaldið býr ekki til verðmæti heldur fólkið í landinu með atorku sinni og hugviti. Skattheimta hins opinbera verður því að vera hvetjandi svo að skilyrði til verðmætasköpunar séu sem best. Aðeins þannig geta heimilin og fyrirtækin í landinu drifið áfram hagvöxt á öllum sviðum atvinnulífsins svo hið opinbera geti fjármagnað og staðið undir öflugu velferðarkerfi. Um þetta snúast kosningarnar í vor og þess vegna á Sjálfstæðisflokkurinn erindi við kjósendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Kosningarnar í lok apríl snúast um hvernig hægt verður að bæta lífskjör fólks í landinu. Brýnustu verkefnin þar eru að taka á skuldavanda og auka ráðstöfunartekjur heimilanna. Þó að ágætis samstaða virðist vera um hvert markmiðið er mun í kosningabaráttunni fram undan verða tekist á um hver sé rétta leiðin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram raunhæfar tillögur sem munu bera árangur og sem hægt er að hrinda í framkvæmd strax. Eitt mikilvægasta skrefið í átt að bættum hag almennings er að lækka skatta. Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórnmálaaflið sem gerir lækkun skatta að forgangsatriði á nýju kjörtímabili. Lækkun á tekjuskatti einstaklinga skilar fólki strax hærri ráðstöfunartekjum, sem léttir undir með rekstri heimilanna, og með því að lækka tryggingagjaldið er létt undir með fyrirtækjum að skapa fleiri störf. Samhliða verður að ráðast í umbætur á skattlöggjöfinni með það fyrir augum að gera kerfið gegnsærra og skilvirkara. Mikilvægt skref í þeim aðgerðum er að afnema þrepaskiptingu tekjuskatts og lækka virðisaukaskatt sem jafnframt verði í aðeins í einu þrepi. En er skynsamlegt að lækka skatta þegar staða ríkissjóðs er jafn bágborin og raun ber vitni? Svarið er já – það er beinlínis nauðsynlegt. Fjöldi fólks stendur ekki undir þeirri skattbyrði sem ríkið leggur á herðar þess og komið hefur fram að tæplega helmingur heimila í landinu nær ekki endum saman um mánaðamót. Almenningur var ekki spurður þegar ríkisstjórnin hækkaði skatta og gjöld upp úr öllu valdi hvernig hann gæti skorið niður í sínum heimilisrekstri og forgangsraðað. Ríkið verður rétt eins og heimilin að forgangsraða í sínum rekstri og aðlaga sig að efnahagslegum raunveruleika landsins. Veruleikinn er sá að núverandi skattastefna hamlar verðmætasköpun í samfélaginu og letur fólk til góðra verka. Ríkisvaldið býr ekki til verðmæti heldur fólkið í landinu með atorku sinni og hugviti. Skattheimta hins opinbera verður því að vera hvetjandi svo að skilyrði til verðmætasköpunar séu sem best. Aðeins þannig geta heimilin og fyrirtækin í landinu drifið áfram hagvöxt á öllum sviðum atvinnulífsins svo hið opinbera geti fjármagnað og staðið undir öflugu velferðarkerfi. Um þetta snúast kosningarnar í vor og þess vegna á Sjálfstæðisflokkurinn erindi við kjósendur.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar