Núðlusúpa eða spagettí? Upprætum fátækt Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 19. apríl 2013 06:00 Réttlæti ræður ekki ríkjum á Íslandi. Ekki heldur jöfnuður. Sumir Íslendingar eru svo fátækir að þeir verða að skilja mjólkurlítrann eftir í búðinni af því að peningarnir duga ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Síðustu tíu daga mánaðarins eru borðaðar núðlusúpur og spagettí með tómatsósu. Fjöldi fólks vinnur hörðum höndum alla ævi án þess að eiga fyrir salti í grautinn. Á meðan taka vel stæðir landar þeirra þátt í keppni á Facebook um að vinna iPod eða utanlandsferð. Skoðum þrjár stoðir í stefnu Pírata sem geta aukið jöfnuð og bætt kjör almennings; beint lýðræði, frjálst internet, gagnsæi. Beint lýðræði færir öllum, ekki bara sumum, aðgang að því að móta stefnu í stóru málunum. Það er eina leiðin til að tryggja að fátækir ráði einhverju um efnahags-, velferðar-, heilbrigðis- og menntamál. Ég varð Pírati út af því að áhersla á lárétt lýðræði (en ekki lóðrétt) er eina pólitíkin sem getur skilað okkur verulega góðu samfélagi. Píratar hafa m.a.s. samið kosningakerfi á internetinu til að prófreyna ákvarðanatöku með þessum hætti. Lárétt lýðræði leggur ábyrgð á okkar herðar en færir okkur líka réttinn til ákvarðanatöku í samfélagsmálum. Væri það ekki dásamlegt að geta sagt: „Ég tók þátt í að móta þessa stefnu“ í staðinn fyrir að segja „þeir eru allir jafn vitlausir þessir stjórnmálamenn“. Mér finnst það.Jöfnunartæki Netið er jöfnunartæki svo fremi okkur takist að verja það fyrir árásum þeirra sem vilja koma böndum á það. Það er annað heimili ört vaxandi fjölda fólks og þangað er til að mynda hægt að sækja sér margvíslega menntun á eigin forsendum og án þess að taka námslán. Píratar beita sér fyrir opinni, fjölbreyttri og vandaðri menntun og námsgögnum, á internetinu og annars staðar. Netið er líka gríðarlega mikilvægur þáttur fyrir efnahaginn. Við erum svo fá að við gætum sem þjóð þegið stóran hluta af tekjum okkar af internetinu og með því að vera netvænt land. Við gætum upprætt fátækt með skynsamlegri ráðstöfun þessara tekna. Loks er internetið besti hugsanlegur vettvangur til að verjast hvers kyns kúgun og öðru ofbeldi, og til að bæta heiminn. Þess vegna er okkur Pírötum svona annt um friðhelgi einkalífsins á internetinu. Ég ólst upp í fátækri fjölskyldu. Ég er fyrir löngu búin að átta mig á því að vitneskja er vald og að án hennar er erfitt að brjóta fjötrana sem viðhalda þessum óboðna gesti. Afkoma fjölda Íslendinga er fáránlega rýr. Sjálfbær endurnýjun stéttskiptingar er í fullum blóma og fátækt er hætt að vera fréttnæm svo neinu nemi. Ætlum við bara að sætta okkur við hana? Píratar berjast fyrir því að allir viti hvað er að gerast á Alþingi, stofnunum, bönkum og fyrirtækjum sem geta með ákvörðunum sínum þurrkað út heil byggðarlög. Við upprætum fátækt þegar við fáum upplýsingar, aðgang að ákvörðunum og aðrir hætta að geta möndlað með okkar mál eins og þeim sýnist í leynd bak við luktar dyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Réttlæti ræður ekki ríkjum á Íslandi. Ekki heldur jöfnuður. Sumir Íslendingar eru svo fátækir að þeir verða að skilja mjólkurlítrann eftir í búðinni af því að peningarnir duga ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Síðustu tíu daga mánaðarins eru borðaðar núðlusúpur og spagettí með tómatsósu. Fjöldi fólks vinnur hörðum höndum alla ævi án þess að eiga fyrir salti í grautinn. Á meðan taka vel stæðir landar þeirra þátt í keppni á Facebook um að vinna iPod eða utanlandsferð. Skoðum þrjár stoðir í stefnu Pírata sem geta aukið jöfnuð og bætt kjör almennings; beint lýðræði, frjálst internet, gagnsæi. Beint lýðræði færir öllum, ekki bara sumum, aðgang að því að móta stefnu í stóru málunum. Það er eina leiðin til að tryggja að fátækir ráði einhverju um efnahags-, velferðar-, heilbrigðis- og menntamál. Ég varð Pírati út af því að áhersla á lárétt lýðræði (en ekki lóðrétt) er eina pólitíkin sem getur skilað okkur verulega góðu samfélagi. Píratar hafa m.a.s. samið kosningakerfi á internetinu til að prófreyna ákvarðanatöku með þessum hætti. Lárétt lýðræði leggur ábyrgð á okkar herðar en færir okkur líka réttinn til ákvarðanatöku í samfélagsmálum. Væri það ekki dásamlegt að geta sagt: „Ég tók þátt í að móta þessa stefnu“ í staðinn fyrir að segja „þeir eru allir jafn vitlausir þessir stjórnmálamenn“. Mér finnst það.Jöfnunartæki Netið er jöfnunartæki svo fremi okkur takist að verja það fyrir árásum þeirra sem vilja koma böndum á það. Það er annað heimili ört vaxandi fjölda fólks og þangað er til að mynda hægt að sækja sér margvíslega menntun á eigin forsendum og án þess að taka námslán. Píratar beita sér fyrir opinni, fjölbreyttri og vandaðri menntun og námsgögnum, á internetinu og annars staðar. Netið er líka gríðarlega mikilvægur þáttur fyrir efnahaginn. Við erum svo fá að við gætum sem þjóð þegið stóran hluta af tekjum okkar af internetinu og með því að vera netvænt land. Við gætum upprætt fátækt með skynsamlegri ráðstöfun þessara tekna. Loks er internetið besti hugsanlegur vettvangur til að verjast hvers kyns kúgun og öðru ofbeldi, og til að bæta heiminn. Þess vegna er okkur Pírötum svona annt um friðhelgi einkalífsins á internetinu. Ég ólst upp í fátækri fjölskyldu. Ég er fyrir löngu búin að átta mig á því að vitneskja er vald og að án hennar er erfitt að brjóta fjötrana sem viðhalda þessum óboðna gesti. Afkoma fjölda Íslendinga er fáránlega rýr. Sjálfbær endurnýjun stéttskiptingar er í fullum blóma og fátækt er hætt að vera fréttnæm svo neinu nemi. Ætlum við bara að sætta okkur við hana? Píratar berjast fyrir því að allir viti hvað er að gerast á Alþingi, stofnunum, bönkum og fyrirtækjum sem geta með ákvörðunum sínum þurrkað út heil byggðarlög. Við upprætum fátækt þegar við fáum upplýsingar, aðgang að ákvörðunum og aðrir hætta að geta möndlað með okkar mál eins og þeim sýnist í leynd bak við luktar dyr.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar