Íslendingar snúa heim Steingrímur J. Sigfússon skrifar 20. apríl 2013 06:00 Umtalsvert fleiri fluttu til landsins en frá því á 1. fjórðungi 2013 samkvæmt tölum Hagstofunnar og er það annan ársfjórðunginn í röð. Þetta eru mikil og góð umskipti frá árum fyrst eftir hrun, einkum frá árinu 2009. Að sjálfsögðu gleðitíðindi og staðfesta aukna bjartsýni og trú á framtíðina á Íslandi. Bati á vinnumarkaði á hlut að máli og ríma þessar tölur um jákvæðan flutningsjöfnuð ágætlega við tölur um lækkun atvinnuleysis og fjölgun starfa. Fleira fólk flytur heim því meiri vinnu er að hafa.Jákvæður jöfnuður á 1. fjórðungi Á fyrsta fjórðungi í ár fluttu 520 fleiri til landsins en frá því. Stór hluti (+485) þessa hóps var erlendir ríkisborgarar. Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru þó einnig fleiri (+35) en brottfluttir. Á síðasta ársfjórðungi liðins árs fluttu einnig lítillega fleiri Íslendingar til landsins en frá því. Þetta ásamt mun fleiri fæðingum en nemur fjölda þeirra sem falla frá veldur því að þjóðinni fjölgar nú myndarlega á nýjan leik (rúmlega 1.000 manns á fyrsta ársfjórðungi). Vissulega fluttu margir frá Íslandi, einkum á árinu 2009 eins og áður sagði, en þar munaði mest um mikinn fjölda fólks af erlendum uppruna sem hingað hafði komið til vinnu á þenslu- og vitleysistímanum fyrir hrun. Landsmönnum fækkaði lítillega á árinu 2009 í fyrsta skipti í heila öld, en þegar upp er staðið gerðist það aðeins á því eina ári. Þróunin nú er mjög jákvæð séð í því sögulega ljósi að á löngum árabilum hefur flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara haft tilhneigingu til að vera neikvæður án þess að nokkuð efnahagshrun kæmi til.Atvinnuleysi á niðurleið Margir andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa gert mikið úr fólksflóttanum fram undir hið síðasta og notað stór orð. Samband ungra sjálfstæðismanna ályktaði sérstaklega um þessa búferlaþróun fyrir ríflega ári með yfirfyrirsögninni „Landflótti áfellisdómur yfir ríkisstjórninni“. Morgunblaðið birti greinaflokka um hið sama, einmitt þegar málin voru augljóslega að færast til betri vegar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bar fólksflutningana frá Íslandi saman við flutningana til Vesturheims fyrir um 120 árum í ræðu á Alþingi árið 2011. Fyrirliggjandi staðreyndir sýna hversu fjarstæðukenndur allur samanburður er við hina stórfelldu fólksflutninga á Vesturfaratímanum. Nei, atvinnuleysistölur síðustu missera og fólksfjöldatölurnar nú afsanna slíkt svartsýnistal. Atvinnuástand síðustu misserin hefur farið batnandi. Þetta er augljóst þegar vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar og skráð atvinnuleysi Vinnumálastofnunar er skoðað. Atvinnuleysið hefur minnkað um allt land og nam 5,3% samkvæmt Vinnumálastofnun í mars samanborið við 7,1% í mars í fyrra. Það stefnir því í að skráð atvinnuleysi verði á bilinu 3-4% á háannatímanum síðsumars. Þessar batnandi horfur hafa áhrif á ákvarðanir fólks um flutninga milli landa. Þær vísbendingar sjást vel í búferlaflutningstölum Hagstofunnar.Ísland stendur vel Eins og fram kom hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) fljótlega eftir hrun taldi hann að búast mætti við 3-4% fólksfækkun miðað við þáverandi spá um samdrátt efnahagslífsins. Það hefðu orðið þungbærar tölur. Nú liggur hins vegar fyrir að fækkunin varð hverfandi og stóð stutt. Í samanburði við kreppuna í Færeyjum árið 1990 hefur Ísland sloppið ótrúlega vel. Í kjölfar kreppunnar í Færeyjum fluttu um 10-12% Færeyinga af landi brott. Raunar er Færeyingum enn að fækka nú síðustu tvö árin jafnvel þótt hagkerfi þeirra hafi farið mun betur út úr fjármálakreppunni en okkar. Staðan á Írlandi, í Portúgal, á Spáni og svo ekki sé nú talað um í Grikklandi er hins vegar mjög alvarleg. Þar flytur fólk, ekki síst ungt fólk, unnvörpum burt jafnvel í veikri voninni einni saman um eitthvað betra annars staðar. Hér hefur hins vegar greinilega tekist það vel til á þennan mælikvarða mælt að fleiri snúa nú heim en fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Umtalsvert fleiri fluttu til landsins en frá því á 1. fjórðungi 2013 samkvæmt tölum Hagstofunnar og er það annan ársfjórðunginn í röð. Þetta eru mikil og góð umskipti frá árum fyrst eftir hrun, einkum frá árinu 2009. Að sjálfsögðu gleðitíðindi og staðfesta aukna bjartsýni og trú á framtíðina á Íslandi. Bati á vinnumarkaði á hlut að máli og ríma þessar tölur um jákvæðan flutningsjöfnuð ágætlega við tölur um lækkun atvinnuleysis og fjölgun starfa. Fleira fólk flytur heim því meiri vinnu er að hafa.Jákvæður jöfnuður á 1. fjórðungi Á fyrsta fjórðungi í ár fluttu 520 fleiri til landsins en frá því. Stór hluti (+485) þessa hóps var erlendir ríkisborgarar. Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru þó einnig fleiri (+35) en brottfluttir. Á síðasta ársfjórðungi liðins árs fluttu einnig lítillega fleiri Íslendingar til landsins en frá því. Þetta ásamt mun fleiri fæðingum en nemur fjölda þeirra sem falla frá veldur því að þjóðinni fjölgar nú myndarlega á nýjan leik (rúmlega 1.000 manns á fyrsta ársfjórðungi). Vissulega fluttu margir frá Íslandi, einkum á árinu 2009 eins og áður sagði, en þar munaði mest um mikinn fjölda fólks af erlendum uppruna sem hingað hafði komið til vinnu á þenslu- og vitleysistímanum fyrir hrun. Landsmönnum fækkaði lítillega á árinu 2009 í fyrsta skipti í heila öld, en þegar upp er staðið gerðist það aðeins á því eina ári. Þróunin nú er mjög jákvæð séð í því sögulega ljósi að á löngum árabilum hefur flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara haft tilhneigingu til að vera neikvæður án þess að nokkuð efnahagshrun kæmi til.Atvinnuleysi á niðurleið Margir andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa gert mikið úr fólksflóttanum fram undir hið síðasta og notað stór orð. Samband ungra sjálfstæðismanna ályktaði sérstaklega um þessa búferlaþróun fyrir ríflega ári með yfirfyrirsögninni „Landflótti áfellisdómur yfir ríkisstjórninni“. Morgunblaðið birti greinaflokka um hið sama, einmitt þegar málin voru augljóslega að færast til betri vegar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bar fólksflutningana frá Íslandi saman við flutningana til Vesturheims fyrir um 120 árum í ræðu á Alþingi árið 2011. Fyrirliggjandi staðreyndir sýna hversu fjarstæðukenndur allur samanburður er við hina stórfelldu fólksflutninga á Vesturfaratímanum. Nei, atvinnuleysistölur síðustu missera og fólksfjöldatölurnar nú afsanna slíkt svartsýnistal. Atvinnuástand síðustu misserin hefur farið batnandi. Þetta er augljóst þegar vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar og skráð atvinnuleysi Vinnumálastofnunar er skoðað. Atvinnuleysið hefur minnkað um allt land og nam 5,3% samkvæmt Vinnumálastofnun í mars samanborið við 7,1% í mars í fyrra. Það stefnir því í að skráð atvinnuleysi verði á bilinu 3-4% á háannatímanum síðsumars. Þessar batnandi horfur hafa áhrif á ákvarðanir fólks um flutninga milli landa. Þær vísbendingar sjást vel í búferlaflutningstölum Hagstofunnar.Ísland stendur vel Eins og fram kom hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) fljótlega eftir hrun taldi hann að búast mætti við 3-4% fólksfækkun miðað við þáverandi spá um samdrátt efnahagslífsins. Það hefðu orðið þungbærar tölur. Nú liggur hins vegar fyrir að fækkunin varð hverfandi og stóð stutt. Í samanburði við kreppuna í Færeyjum árið 1990 hefur Ísland sloppið ótrúlega vel. Í kjölfar kreppunnar í Færeyjum fluttu um 10-12% Færeyinga af landi brott. Raunar er Færeyingum enn að fækka nú síðustu tvö árin jafnvel þótt hagkerfi þeirra hafi farið mun betur út úr fjármálakreppunni en okkar. Staðan á Írlandi, í Portúgal, á Spáni og svo ekki sé nú talað um í Grikklandi er hins vegar mjög alvarleg. Þar flytur fólk, ekki síst ungt fólk, unnvörpum burt jafnvel í veikri voninni einni saman um eitthvað betra annars staðar. Hér hefur hins vegar greinilega tekist það vel til á þennan mælikvarða mælt að fleiri snúa nú heim en fara.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar