Þar sem er vilji er vegur –forgangsröðum í þágu heilbrigðismála Karólína Einarsdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Það er sorgleg staðreynd að á góðæristímum þegar virkilega var svigrúm til að hlúa að heilbrigðismálunum var skorið niður í þeim mikilvæga málaflokki. Sérstaklega urðu sjúkrahúsin fyrir þeim niðurskurði. Ekki bætti úr skák blóðugi niðurskurðurinn sem tók við eftir hrun og má segja að hann hafi gert útslagið. Afleiðingin birtist okkur í fækkun sjúkrarýma, lokun deilda og jafnvel heilla sjúkrahúsa, auk þess sem starfsfólki fækkaði stórlega. Allt þetta leiddi til þess að verulega hefur dregið úr þjónustu og í raun má segja að allt það uppbyggingarstarf og forvarnarstarf sem hafði þó farið fram á árunum á undan var rifið niður á einu bretti. Þrátt fyrir að fagfólk reyndi að útskýra að þessi niðurskurður kostaði þjóðina mun meira en sparnaðinum nam og myndi stefna öryggi og jafnvel lífi fólks í hættu, einblíndi embættisfólkið á Exel skjölin sín og sagði að þetta væri ill nauðsyn. En var þetta ill nauðsyn? Svarið er nei. Það var vel hægt að hlífa heilbrigðisþjónustunni með réttri forgangsröðun og það hefði átt að gera enda er ljóst að þessi niðurskurður kostaði meira en til sparaðist þegar allt kom til alls. Það voru margir aðrir málaflokkar sem mátti vel skera meira niður og það er með öllu ófyrirgefanlegt og óréttlætanlegt að ráðist var í ónauðsynleg og kostnaðarsöm gæluverkefni á þessum erfiðu tímum. Sem dæmi má nefna að sú upphæð sem var skorin niður hjá heilbrigðisþjónustu úti á landi var sú sama og fór í aðildarumsókn og viðræður við ESB á sama tíma. Með réttum aðgerðum var sem sagt hægt að koma í veg fyrir niðurrifið, óánægjuna, áhættuna og álagið sem lagt var á sjúklinga og starfsfólk. Vilji var allt sem þurfti. Því miður virðist þessi vilji aðeins dúkka upp rétt fyrir kosningar. En eftir kosningar eru það jú flokkshagsmunir, spilling og bittlingar sem ráða því hvernig almanna fé er ráðstafað. Velferðin er sett út í kuldann, eins og venjulega. Á næstu árum þarf að byggja upp það sem var rifið niður og stjórnvöld verða að tryggja fjármagn til þess. Við verðum líka að mæta þörfinni og koma með úrræði fyrir hópa eins og aldraðra og geðfatlaða og það strax. Fjölga þarf sjúkrarýmum, bæði langtímalegu og skammtímalegu og það verður að gerast út um allt land. Hugmyndir á borð við að gera St. Jósepsspítala að öldrunarsjúkrahúsi verður að skoða alvarlega. Þörfin fyrir slíkt sjúkrahús er brýn og okkur ber að nýta það húsnæði og aðstöðu sem er til víða um landið. Þá verður að tryggja fjármuni til fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu eins og margvíslegra forvarna og koma upp sálfræðiþjónustu á sviði heilsugæslu. Að halda úti góðu heilbrigðiskerfi kann að vera dýrt fyrir samfélagið en á móti kemur að skilvirkt og gott heilbrigðiskerfi sparar líka peninga, sérstaklega þegar litið er til framtíðar. Það er því hagur okkar allra að hlúa ávallt vel að þessum málaflokki og forgangsraða í þágu hans , ekki bara rétt fyrir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sorgleg staðreynd að á góðæristímum þegar virkilega var svigrúm til að hlúa að heilbrigðismálunum var skorið niður í þeim mikilvæga málaflokki. Sérstaklega urðu sjúkrahúsin fyrir þeim niðurskurði. Ekki bætti úr skák blóðugi niðurskurðurinn sem tók við eftir hrun og má segja að hann hafi gert útslagið. Afleiðingin birtist okkur í fækkun sjúkrarýma, lokun deilda og jafnvel heilla sjúkrahúsa, auk þess sem starfsfólki fækkaði stórlega. Allt þetta leiddi til þess að verulega hefur dregið úr þjónustu og í raun má segja að allt það uppbyggingarstarf og forvarnarstarf sem hafði þó farið fram á árunum á undan var rifið niður á einu bretti. Þrátt fyrir að fagfólk reyndi að útskýra að þessi niðurskurður kostaði þjóðina mun meira en sparnaðinum nam og myndi stefna öryggi og jafnvel lífi fólks í hættu, einblíndi embættisfólkið á Exel skjölin sín og sagði að þetta væri ill nauðsyn. En var þetta ill nauðsyn? Svarið er nei. Það var vel hægt að hlífa heilbrigðisþjónustunni með réttri forgangsröðun og það hefði átt að gera enda er ljóst að þessi niðurskurður kostaði meira en til sparaðist þegar allt kom til alls. Það voru margir aðrir málaflokkar sem mátti vel skera meira niður og það er með öllu ófyrirgefanlegt og óréttlætanlegt að ráðist var í ónauðsynleg og kostnaðarsöm gæluverkefni á þessum erfiðu tímum. Sem dæmi má nefna að sú upphæð sem var skorin niður hjá heilbrigðisþjónustu úti á landi var sú sama og fór í aðildarumsókn og viðræður við ESB á sama tíma. Með réttum aðgerðum var sem sagt hægt að koma í veg fyrir niðurrifið, óánægjuna, áhættuna og álagið sem lagt var á sjúklinga og starfsfólk. Vilji var allt sem þurfti. Því miður virðist þessi vilji aðeins dúkka upp rétt fyrir kosningar. En eftir kosningar eru það jú flokkshagsmunir, spilling og bittlingar sem ráða því hvernig almanna fé er ráðstafað. Velferðin er sett út í kuldann, eins og venjulega. Á næstu árum þarf að byggja upp það sem var rifið niður og stjórnvöld verða að tryggja fjármagn til þess. Við verðum líka að mæta þörfinni og koma með úrræði fyrir hópa eins og aldraðra og geðfatlaða og það strax. Fjölga þarf sjúkrarýmum, bæði langtímalegu og skammtímalegu og það verður að gerast út um allt land. Hugmyndir á borð við að gera St. Jósepsspítala að öldrunarsjúkrahúsi verður að skoða alvarlega. Þörfin fyrir slíkt sjúkrahús er brýn og okkur ber að nýta það húsnæði og aðstöðu sem er til víða um landið. Þá verður að tryggja fjármuni til fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu eins og margvíslegra forvarna og koma upp sálfræðiþjónustu á sviði heilsugæslu. Að halda úti góðu heilbrigðiskerfi kann að vera dýrt fyrir samfélagið en á móti kemur að skilvirkt og gott heilbrigðiskerfi sparar líka peninga, sérstaklega þegar litið er til framtíðar. Það er því hagur okkar allra að hlúa ávallt vel að þessum málaflokki og forgangsraða í þágu hans , ekki bara rétt fyrir kosningar.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun