Hefði nú Alþýðufylkingin verið til haustið 2008 Örn Ólafsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 - hefði það einhverju breytt? Já, ég held það. Auðvitað hefði það ekki komið í veg fyrir hrunið, en það hefði getað breytt viðbrögðum fólks við því. Gamall félagi minn sagði: Þarna gerðist það sem við höfðum alltaf spáð. En við höfðum ekki samtök til að skýra það fyrir almenningi. Íslenska auðvaldið hrundi, og nokkrir bófar stálu milljörðum frá íslenskum almenningi. Hver urðu viðbrögðin? Alger glundroði og fólk var ráðvillt. Hefði marxískur flokkur þá verið til, hefði hann getað bent á samhengið, og margir hefðu skilið það. Auðvitað hefði ekki orðið bylting, en fjöldi manns hefði áttað sig og getað brugðist við á þann hátt að beita sér fyrir hagsmunum sínum, alþýðuhag. Komandi kosningar sýna nú enn einu sinni að fólk leitar í allar áttir, varla er fyrir nokkurn mann að átta sig á muninum á öllum þessum framboðum. Ég studdi Vinstrigræna meðan ekki bauðst betra. Sáróánægður var ég samt, því þótt núverandi ríkisstjórn sé sú besta sem ég man eftir, þá hafði hún ekki styrk né stefnufestu til að gera betur en hún gerði. Auðvitað gat hún ekki annað en endurreist auðvaldskerfið. Það er ekki hægt að gera byltingu frá Alþingishúsinu við Austurvöll, því bylting er að alþýðan taki sjálf völdin.Valkostur við auðvaldið Og þegar VG var stofnað, réði varkárnin og löngun til að hafa sem flesta með, svo ekki var einu sinni minnst á sósíalisma í stefnuskránni. Hvað þá að á nokkurn hátt væri unnið í þá átt. Í staðinn vildi flokkurinn efla smáfyrirtæki! Eins og mögulegt væri að festa auðvaldið á tilteknu, frumstæðu þróunarstigi. Nei, frjáls samkeppni leiðir auðvitað til þess að sumir sigra, og aðrir tapa. Þeir sem sigra þenjast út og gleypa taparana. Auðvaldskerfinu fylgir að sífellt skiptast á þensluskeið þar sem náttúruauðlindum er sóað til að framleiða fleiri vörur en hægt er að selja, eða verra, vopnaframleiðslu og mútur til herforingja smáríkja til að kaupa þau. Síðan koma kreppur með miklu atvinnuleysi og skorti. Kratar þykjast geta bætt úr þessu með umbótum á auðvaldskerfinu, en það hefur margsýnt sig, t.d. nú í Danmörku, að í kreppu verða þeir fyrstir allra til að skera niður alla sigurvinningar alþýðu undir þensluskeiði. Í staðinn hygla þeir fyrirtækjum með skattaívilnunum og öðru þvílíku. Það vantaði flokk sem gat bent á valkost við þetta kerfi, þar sem þeir fá völd sem kunna að græða peninga, en ekki þeir sem kunna að leika á hljóðfæri, semja skáldverk, mála myndir, og á annan hátt gera lífið auðugra og fegurra fyrir alþjóð. Nú höfum við loksins fengið flokk sem bendir á valkost við auðvaldið. Alþýðufylkingunni er ekki spáð að fá þingmann kjörinn nú, svo skömmu eftir stofnun hennar. En það skiptir minnstu máli. Meginatriðið er hitt, að bera fram stefnuna og safna liði um hana. Styðjum Alþýðfylkinguna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
- hefði það einhverju breytt? Já, ég held það. Auðvitað hefði það ekki komið í veg fyrir hrunið, en það hefði getað breytt viðbrögðum fólks við því. Gamall félagi minn sagði: Þarna gerðist það sem við höfðum alltaf spáð. En við höfðum ekki samtök til að skýra það fyrir almenningi. Íslenska auðvaldið hrundi, og nokkrir bófar stálu milljörðum frá íslenskum almenningi. Hver urðu viðbrögðin? Alger glundroði og fólk var ráðvillt. Hefði marxískur flokkur þá verið til, hefði hann getað bent á samhengið, og margir hefðu skilið það. Auðvitað hefði ekki orðið bylting, en fjöldi manns hefði áttað sig og getað brugðist við á þann hátt að beita sér fyrir hagsmunum sínum, alþýðuhag. Komandi kosningar sýna nú enn einu sinni að fólk leitar í allar áttir, varla er fyrir nokkurn mann að átta sig á muninum á öllum þessum framboðum. Ég studdi Vinstrigræna meðan ekki bauðst betra. Sáróánægður var ég samt, því þótt núverandi ríkisstjórn sé sú besta sem ég man eftir, þá hafði hún ekki styrk né stefnufestu til að gera betur en hún gerði. Auðvitað gat hún ekki annað en endurreist auðvaldskerfið. Það er ekki hægt að gera byltingu frá Alþingishúsinu við Austurvöll, því bylting er að alþýðan taki sjálf völdin.Valkostur við auðvaldið Og þegar VG var stofnað, réði varkárnin og löngun til að hafa sem flesta með, svo ekki var einu sinni minnst á sósíalisma í stefnuskránni. Hvað þá að á nokkurn hátt væri unnið í þá átt. Í staðinn vildi flokkurinn efla smáfyrirtæki! Eins og mögulegt væri að festa auðvaldið á tilteknu, frumstæðu þróunarstigi. Nei, frjáls samkeppni leiðir auðvitað til þess að sumir sigra, og aðrir tapa. Þeir sem sigra þenjast út og gleypa taparana. Auðvaldskerfinu fylgir að sífellt skiptast á þensluskeið þar sem náttúruauðlindum er sóað til að framleiða fleiri vörur en hægt er að selja, eða verra, vopnaframleiðslu og mútur til herforingja smáríkja til að kaupa þau. Síðan koma kreppur með miklu atvinnuleysi og skorti. Kratar þykjast geta bætt úr þessu með umbótum á auðvaldskerfinu, en það hefur margsýnt sig, t.d. nú í Danmörku, að í kreppu verða þeir fyrstir allra til að skera niður alla sigurvinningar alþýðu undir þensluskeiði. Í staðinn hygla þeir fyrirtækjum með skattaívilnunum og öðru þvílíku. Það vantaði flokk sem gat bent á valkost við þetta kerfi, þar sem þeir fá völd sem kunna að græða peninga, en ekki þeir sem kunna að leika á hljóðfæri, semja skáldverk, mála myndir, og á annan hátt gera lífið auðugra og fegurra fyrir alþjóð. Nú höfum við loksins fengið flokk sem bendir á valkost við auðvaldið. Alþýðufylkingunni er ekki spáð að fá þingmann kjörinn nú, svo skömmu eftir stofnun hennar. En það skiptir minnstu máli. Meginatriðið er hitt, að bera fram stefnuna og safna liði um hana. Styðjum Alþýðfylkinguna!
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar