Hver eru heimili landsins? Valur Þráinsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Í þeirri kosningabaráttu sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur hefur nokkrum flokkum orðið tíðrætt um að nauðsynlegt sé að setja heimili landsins í sérstakan forgang. Megináhersla Framsóknarflokksins er t.d. sú að „stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán verði leiðrétt“, óháð því hvort viðkomandi heimili þurfi á skuldaniðurfellingu að halda. Rökstuðningurinn fyrir fyrrgreindri tillögu er eftirfarandi: „Það er ekki okkar að ákveða hverjir „eiga skilið“ að fá lán sín leiðrétt. Þeir sem voru með verðtryggð húsnæðislán urðu fyrir skaða í hruninu. Hann þarf að bæta.“ Einnig má finna í stefnuskrá Dögunar að flokkurinn vilji „tafarlaust afnám verðtryggingar á neytendalánum og almenna leiðréttingu húsnæðislána“. Þeir einstaklingar og fjölskyldur sem virðast m.a. hafa gleymst í þessari umræðu eru t.d. aldraðir sem búa á hjúkrunarheimilum, námsmenn sem búa í leiguhúsnæði, lágtekjufólk sem býr í húsnæði á vegum hins opinbera, fjölskyldur og einstaklingar sem eiga ekki nægilegt fé til þess að kaupa húsnæði og þeir aðilar sem kjósa einfaldlega að búa í leiguhúsnæði. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna var þessi hópur um 27% heimila á árunum 2009-2011. Það sem hefur gleymst er sú staðreynd að lánakjör og „stökkbreytt lán“ sem eigendur leiguhúsnæðisins borga af hafa áhrif á það leiguverð sem leigjendum stendur til boða á leigumarkaði. Leigjendurnir greiða því í reynd af þeim lánum sem hvíla á húseignunum sem þeir leigja. Spurningarnar sem þarf því að svara eru tvær: 1. Hvers vegna telja frambjóðendur þeirra flokka sem vilja almenna leiðréttingu á húsnæðislánum þá sem búa í leiguhúsnæði ekki vera hluta af „heimilunum í landinu“? 2. Ef leiðrétta á „stökkbreytt“ verðtryggð húsnæðislán, hvers vegna á þá ekki að bæta leigjendum fyrir þann tíma sem þeir hafa óbeint greitt af lánunum, þá væntanlega með „stökkbreyttri“ húsaleigu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Valur Þráinsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í þeirri kosningabaráttu sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur hefur nokkrum flokkum orðið tíðrætt um að nauðsynlegt sé að setja heimili landsins í sérstakan forgang. Megináhersla Framsóknarflokksins er t.d. sú að „stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán verði leiðrétt“, óháð því hvort viðkomandi heimili þurfi á skuldaniðurfellingu að halda. Rökstuðningurinn fyrir fyrrgreindri tillögu er eftirfarandi: „Það er ekki okkar að ákveða hverjir „eiga skilið“ að fá lán sín leiðrétt. Þeir sem voru með verðtryggð húsnæðislán urðu fyrir skaða í hruninu. Hann þarf að bæta.“ Einnig má finna í stefnuskrá Dögunar að flokkurinn vilji „tafarlaust afnám verðtryggingar á neytendalánum og almenna leiðréttingu húsnæðislána“. Þeir einstaklingar og fjölskyldur sem virðast m.a. hafa gleymst í þessari umræðu eru t.d. aldraðir sem búa á hjúkrunarheimilum, námsmenn sem búa í leiguhúsnæði, lágtekjufólk sem býr í húsnæði á vegum hins opinbera, fjölskyldur og einstaklingar sem eiga ekki nægilegt fé til þess að kaupa húsnæði og þeir aðilar sem kjósa einfaldlega að búa í leiguhúsnæði. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna var þessi hópur um 27% heimila á árunum 2009-2011. Það sem hefur gleymst er sú staðreynd að lánakjör og „stökkbreytt lán“ sem eigendur leiguhúsnæðisins borga af hafa áhrif á það leiguverð sem leigjendum stendur til boða á leigumarkaði. Leigjendurnir greiða því í reynd af þeim lánum sem hvíla á húseignunum sem þeir leigja. Spurningarnar sem þarf því að svara eru tvær: 1. Hvers vegna telja frambjóðendur þeirra flokka sem vilja almenna leiðréttingu á húsnæðislánum þá sem búa í leiguhúsnæði ekki vera hluta af „heimilunum í landinu“? 2. Ef leiðrétta á „stökkbreytt“ verðtryggð húsnæðislán, hvers vegna á þá ekki að bæta leigjendum fyrir þann tíma sem þeir hafa óbeint greitt af lánunum, þá væntanlega með „stökkbreyttri“ húsaleigu?
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun