Efnahagslegar þjóðsögur Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Þrátt fyrir að efnahagsmál séu stærsta kosningamálið ber oft á þjóðsögum og rangfærslum í umræðu um þau. Sé litið til skulda heimila og fyrirtækja, kemur það t.d. ýmsum á óvart að skuldastaðan hefur lækkað um tæpan helming frá hruni. Þá hafa skuldirnar lækkað um næstum tvöfalda landsframleiðslu eða um 3.000 milljarða króna á kjörtímabilinu. Afskriftir vegna gömlu bankanna eru ekki í þessum tölum enda væri skuldalækkunin enn meiri.Þjóðsagan um skuldir heimilanna Sé einungis litið til skulda heimilanna nam lækkunin 24% af landsframleiðslu á kjörtímabilinu. Það er meira en 300 milljarða króna lækkun á skuldum heimilanna, einkum vegna aðgerða stjórnvalda, dóma Hæstaréttar og getu heimilanna til að greiða niður skuldir. Þótt einstakir hópar skuldara séu vissulega enn í vandræðum er mikilvægt að hafa í huga að skuldir heimilanna eru nú svipaðar og þær voru 2006. Þjóðsagan um skattana Ríkisstjórnin hefur setið undir ámæli fyrir skattabreytingar. Skattar hins opinbera eru hinsvegar nú um 36% af landsframleiðslu en voru yfir 40% árið 2007. Skattar eru lægstir á Íslandi af öllum Norðurlöndunum og Ísland er í 16. sæti þegar kemur að skattbyrði 30 Evrópuþjóða. Önnur gagnrýni lýtur að því að jaðaráhrif tekjuskattskerfisins hafi aukist við innleiðingu á þrepaskiptu skattkerfi. Haldið er fram að fólk með meðaltekjur greiði hátekjuskatt. Í fyrsta skattþrepi eru tekjur að 242.000 kr. á mánuði, í öðru þrepinu frá 242.000 kr. til 740.000 kr en í efsta þrepi eru tekjur yfir 740.000 kr. En einungis 7% framteljanda eru í efsta þrepinu sem kemur á óvart miðað við umræðuna. Í milliþrepi eru 87% launþega og hefur efsta þrepið því ekki íþyngt Íslendingum. Önnur skattabreyting sem hefur verið gagnrýnd er hækkun á fjármagnstekjuskatti. Þar gleymist sú staðreynd að innleitt var frítekjumark. Við það fækkaði greiðendum skattsins um 78%. Nú greiða 39 þúsund manns fjármagnstekjuskatt í stað 183 þúsund árið 2010.Þjóðsagan um verðbólguna Þá er skattabreytingum ríkisstjórnarinnar oft kennt um verðbólguna og hækkun á verðtryggðum skuldum. Staðreyndin er hins vegar sú að vísitala neysluverðs hefur hækkað um rúm 20% á kjörtímabilinu. Hinsvegar hafa þær skattahækkanir, sem hafa bein áhrif á vísitöluna, einungis hækkað vísitöluna um tvö prósentustig. Á sama tíma hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur varið um 100 milljörðum króna í vaxtabætur og barnabætur sem er meira en nokkur ríkisstjórn hefur gert. Hagvöxtur hefur verið hærri á Íslandi en meðaltal OECD-ríkjanna tvö ár í röð. Kaupmáttur hefur aukist undanfarin tvö ár, atvinnuleysi minnkað um helming frá hruni, verðbólgan lækkað úr 18% í 4%, öll matsfyrirtækin hafa nú sett ríkissjóð í fjárfestingarflokk, skuldir ríkisins fara lækkandi og ríkissjóðshallinn farið úr 216 milljörðum í 4 milljarða kr. Þjóðin hefur fært fórnir eftir hrun og margt er enn ógert í efnahagsmálum. Auka þarf framleiðni og fjárfestingu í anda McKinsey skýrslunnar, leysa þarf almenning úr klóm íslensku krónunnar og þar með rjúfa vítahring gengisfellinga, verðbólgu og verðtryggingar. Afnema þarf fjármagnshöftin og koma eignarhaldi á bönkunum í lag og afnema tolla og vörugjöld svo eitthvað sé nefnt. Hinsvegar er greinilegt að landið er að rísa og staðfesta erlendar fagstofnanir það. Kosningarnar snúast ekki einungis um loforð heldur einnig um árangur. Tölurnar tala sínu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að efnahagsmál séu stærsta kosningamálið ber oft á þjóðsögum og rangfærslum í umræðu um þau. Sé litið til skulda heimila og fyrirtækja, kemur það t.d. ýmsum á óvart að skuldastaðan hefur lækkað um tæpan helming frá hruni. Þá hafa skuldirnar lækkað um næstum tvöfalda landsframleiðslu eða um 3.000 milljarða króna á kjörtímabilinu. Afskriftir vegna gömlu bankanna eru ekki í þessum tölum enda væri skuldalækkunin enn meiri.Þjóðsagan um skuldir heimilanna Sé einungis litið til skulda heimilanna nam lækkunin 24% af landsframleiðslu á kjörtímabilinu. Það er meira en 300 milljarða króna lækkun á skuldum heimilanna, einkum vegna aðgerða stjórnvalda, dóma Hæstaréttar og getu heimilanna til að greiða niður skuldir. Þótt einstakir hópar skuldara séu vissulega enn í vandræðum er mikilvægt að hafa í huga að skuldir heimilanna eru nú svipaðar og þær voru 2006. Þjóðsagan um skattana Ríkisstjórnin hefur setið undir ámæli fyrir skattabreytingar. Skattar hins opinbera eru hinsvegar nú um 36% af landsframleiðslu en voru yfir 40% árið 2007. Skattar eru lægstir á Íslandi af öllum Norðurlöndunum og Ísland er í 16. sæti þegar kemur að skattbyrði 30 Evrópuþjóða. Önnur gagnrýni lýtur að því að jaðaráhrif tekjuskattskerfisins hafi aukist við innleiðingu á þrepaskiptu skattkerfi. Haldið er fram að fólk með meðaltekjur greiði hátekjuskatt. Í fyrsta skattþrepi eru tekjur að 242.000 kr. á mánuði, í öðru þrepinu frá 242.000 kr. til 740.000 kr en í efsta þrepi eru tekjur yfir 740.000 kr. En einungis 7% framteljanda eru í efsta þrepinu sem kemur á óvart miðað við umræðuna. Í milliþrepi eru 87% launþega og hefur efsta þrepið því ekki íþyngt Íslendingum. Önnur skattabreyting sem hefur verið gagnrýnd er hækkun á fjármagnstekjuskatti. Þar gleymist sú staðreynd að innleitt var frítekjumark. Við það fækkaði greiðendum skattsins um 78%. Nú greiða 39 þúsund manns fjármagnstekjuskatt í stað 183 þúsund árið 2010.Þjóðsagan um verðbólguna Þá er skattabreytingum ríkisstjórnarinnar oft kennt um verðbólguna og hækkun á verðtryggðum skuldum. Staðreyndin er hins vegar sú að vísitala neysluverðs hefur hækkað um rúm 20% á kjörtímabilinu. Hinsvegar hafa þær skattahækkanir, sem hafa bein áhrif á vísitöluna, einungis hækkað vísitöluna um tvö prósentustig. Á sama tíma hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur varið um 100 milljörðum króna í vaxtabætur og barnabætur sem er meira en nokkur ríkisstjórn hefur gert. Hagvöxtur hefur verið hærri á Íslandi en meðaltal OECD-ríkjanna tvö ár í röð. Kaupmáttur hefur aukist undanfarin tvö ár, atvinnuleysi minnkað um helming frá hruni, verðbólgan lækkað úr 18% í 4%, öll matsfyrirtækin hafa nú sett ríkissjóð í fjárfestingarflokk, skuldir ríkisins fara lækkandi og ríkissjóðshallinn farið úr 216 milljörðum í 4 milljarða kr. Þjóðin hefur fært fórnir eftir hrun og margt er enn ógert í efnahagsmálum. Auka þarf framleiðni og fjárfestingu í anda McKinsey skýrslunnar, leysa þarf almenning úr klóm íslensku krónunnar og þar með rjúfa vítahring gengisfellinga, verðbólgu og verðtryggingar. Afnema þarf fjármagnshöftin og koma eignarhaldi á bönkunum í lag og afnema tolla og vörugjöld svo eitthvað sé nefnt. Hinsvegar er greinilegt að landið er að rísa og staðfesta erlendar fagstofnanir það. Kosningarnar snúast ekki einungis um loforð heldur einnig um árangur. Tölurnar tala sínu máli.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun