Kastaðu ekki atkvæði þínu á glæ - Kjóstu öfluga málsvara fyrir landsbyggðina Magnús Hávarðsson skrifar 27. apríl 2013 07:00 Landsbyggðarflokkurinn er tveggja mánaða gamall um þessar mundir, en hugmyndin að stofnun hans kviknaði fyrir tæpum þremur mánuðum. Á þessum stutta tíma hefur tekist, með þrotlausri vinnu venjulegs vinnandi fólks á landsbyggðinni og án ríkisfjárframlaga eða styrkja, að bjóða fram löglegan framboðslista í Norðvesturkjördæmi. Upphaflegt markmið var að bjóða fram í öllum landsbyggðarkjördæmunum þremur. Það tókst ekki í þessari atrennu því örlítið vantaði upp á í Norðausturkjördæmi en talsvert meira í Suðurkjördæmi. Aðalatriðið er að nú hefur skotið rótum almenningsafl á landsbyggðinni sem mun vinna markvisst að jafnréttis- og jafnræðisbaráttu íbúa á landsbyggðinni um ókomna framtíð vonandi. Mikilvægt er að ýtt verði duglega undir þetta nýja afl með stuðningi í komandi kosningum og þannig flýtt fyrir að það verði marktækt í umræðunni um byggðamál.Rödd almennings á landsbyggðinni Mikilvægt er að rödd almennings á landsbyggðinni heyrist hátt og skýrt á Alþingi Íslendinga. Frambjóðendur Landsbyggðarflokksins bjóða sig fram til að vera öflugur málsvari þessa hóps og hafna því að fulltrúar lítilla, en öflugra sérhagsmunahópa tali í nafni fólksins á landsbyggðinni. Flokkurinn setur málefni landsbyggðarinnar efst í forgangsröðun allra málaflokka og krefst jafnræðis til handa landsbyggðarbúum hvað varðar grunnþjónustu og þar með jafnréttis til búsetu. Landsbyggðarflokkurinn telur mikilvægt að jafnræði ríkji ekki aðeins þegar vægi atkvæða er annars vegar, heldur þurfi jafnræði þá einnig að ríkja í öllum málefnum er lúta að grunnþjónustuþáttum eins og heilbrigðis- og menntamálum, samgöngumálum ofl.Loforðin, fínu orðin og litlar efndir Þess má geta að frambjóðendur Landsbyggðarflokksins koma allir af landsbyggðinni, eru búsettir þar og þekkja af eigin reynslu búsetuskilyrði, atvinnu-, menningar- og mannlíf og hafa því fundið á eigin skinni hvernig landsbyggðin hefur setið á hakanum í ýmsum ákvarðanatökum stjórnvalda á undanförnum árum og áratugum. Loforðin og fínu orðin eru til staðar nú fyrir þessar kosningar sem endranær, en oft verður lítið um efndir eins og við sem byggjum landsbyggðina þekkjum svo vel.Velmegun má ekki byggjast á niðurlægingu og hnignun Landsbyggðarflokkurinn leggur áherslu á jafnræði þegar brugðist er við forsendubresti í þjóðfélaginu - sömu lögmál eiga að gilda hvar sem forsendubrestur á sér stað. Leiðrétting á skuldum heimilanna á ekki að leiða til ójafnvægis milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Landsbyggðarflokkurinn hafnar því að velmegun á einu eða fáum svæðum byggist á hnignun og niðurlægingu annarra svæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Landsbyggðarflokkurinn er tveggja mánaða gamall um þessar mundir, en hugmyndin að stofnun hans kviknaði fyrir tæpum þremur mánuðum. Á þessum stutta tíma hefur tekist, með þrotlausri vinnu venjulegs vinnandi fólks á landsbyggðinni og án ríkisfjárframlaga eða styrkja, að bjóða fram löglegan framboðslista í Norðvesturkjördæmi. Upphaflegt markmið var að bjóða fram í öllum landsbyggðarkjördæmunum þremur. Það tókst ekki í þessari atrennu því örlítið vantaði upp á í Norðausturkjördæmi en talsvert meira í Suðurkjördæmi. Aðalatriðið er að nú hefur skotið rótum almenningsafl á landsbyggðinni sem mun vinna markvisst að jafnréttis- og jafnræðisbaráttu íbúa á landsbyggðinni um ókomna framtíð vonandi. Mikilvægt er að ýtt verði duglega undir þetta nýja afl með stuðningi í komandi kosningum og þannig flýtt fyrir að það verði marktækt í umræðunni um byggðamál.Rödd almennings á landsbyggðinni Mikilvægt er að rödd almennings á landsbyggðinni heyrist hátt og skýrt á Alþingi Íslendinga. Frambjóðendur Landsbyggðarflokksins bjóða sig fram til að vera öflugur málsvari þessa hóps og hafna því að fulltrúar lítilla, en öflugra sérhagsmunahópa tali í nafni fólksins á landsbyggðinni. Flokkurinn setur málefni landsbyggðarinnar efst í forgangsröðun allra málaflokka og krefst jafnræðis til handa landsbyggðarbúum hvað varðar grunnþjónustu og þar með jafnréttis til búsetu. Landsbyggðarflokkurinn telur mikilvægt að jafnræði ríkji ekki aðeins þegar vægi atkvæða er annars vegar, heldur þurfi jafnræði þá einnig að ríkja í öllum málefnum er lúta að grunnþjónustuþáttum eins og heilbrigðis- og menntamálum, samgöngumálum ofl.Loforðin, fínu orðin og litlar efndir Þess má geta að frambjóðendur Landsbyggðarflokksins koma allir af landsbyggðinni, eru búsettir þar og þekkja af eigin reynslu búsetuskilyrði, atvinnu-, menningar- og mannlíf og hafa því fundið á eigin skinni hvernig landsbyggðin hefur setið á hakanum í ýmsum ákvarðanatökum stjórnvalda á undanförnum árum og áratugum. Loforðin og fínu orðin eru til staðar nú fyrir þessar kosningar sem endranær, en oft verður lítið um efndir eins og við sem byggjum landsbyggðina þekkjum svo vel.Velmegun má ekki byggjast á niðurlægingu og hnignun Landsbyggðarflokkurinn leggur áherslu á jafnræði þegar brugðist er við forsendubresti í þjóðfélaginu - sömu lögmál eiga að gilda hvar sem forsendubrestur á sér stað. Leiðrétting á skuldum heimilanna á ekki að leiða til ójafnvægis milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Landsbyggðarflokkurinn hafnar því að velmegun á einu eða fáum svæðum byggist á hnignun og niðurlægingu annarra svæða.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun