Hvetja fólk til að borða fleiri skordýr Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 14. maí 2013 15:00 Steiktar engisprettur eins og sjást á myndinni þykja herramannsmatur sums staðar. nordicphotos/getty Ef fleiri jarðarbúar borðuðu skordýr myndi draga úr hungri og mengun auk þess sem næring fólks yrði betri. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kom út í gær. Um tveir milljarðar manna borða nú þegar skordýr í einhverjum mæli, að því er fram kemur í skýrslunni. Samt sem áður eru þau vannýtt auðlind í fæðu bæði manna og dýra. Skordýr eru „einstaklega dugleg“ við að umbreyta fæðu sinni í kjöt sem hentar til átu. Að meðaltali geta þau breytt tveimur kílóum af fæðu í eitt kíló af kjöti. Til samanburðar þurfa nautgripir um átta kíló af fæðu. Þá losa flest skordýr minna af skaðlegum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið auk þess sem þau nærast á ýmiss konar úrgangi. Ræktun á skordýrum er ein margra leiða sem hægt væri að fara til að auka fæðuöryggi, segir í skýrslunni. „Skordýr eru alls staðar og þau fjölga sér hratt. Þau hafa hágæðaprótín og næringarefni í samanburði við kjöt og fisk og eru sérstaklega mikilvæg sem bætiefni fyrir vannærð börn.“ Að auki geta skordýr innihaldið meðal annars kopar, járn, magnesín, fosfór og sink. Þau eru líka trefjarík. Höfundar skýrslunnar virðast vera meðvitaðir um að mörgum, ekki síst fólki á Vesturlöndum, þyki heldur ógeðfellt að borða skordýr. Skýrsluhöfundar vilja að matvælaiðnaðurinn hjálpi til við að gera skordýr að fýsilegri kosti með því að hafa þau í uppskriftum og bæta þeim við matseðla á veitingastöðum. Loftslagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Ef fleiri jarðarbúar borðuðu skordýr myndi draga úr hungri og mengun auk þess sem næring fólks yrði betri. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kom út í gær. Um tveir milljarðar manna borða nú þegar skordýr í einhverjum mæli, að því er fram kemur í skýrslunni. Samt sem áður eru þau vannýtt auðlind í fæðu bæði manna og dýra. Skordýr eru „einstaklega dugleg“ við að umbreyta fæðu sinni í kjöt sem hentar til átu. Að meðaltali geta þau breytt tveimur kílóum af fæðu í eitt kíló af kjöti. Til samanburðar þurfa nautgripir um átta kíló af fæðu. Þá losa flest skordýr minna af skaðlegum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið auk þess sem þau nærast á ýmiss konar úrgangi. Ræktun á skordýrum er ein margra leiða sem hægt væri að fara til að auka fæðuöryggi, segir í skýrslunni. „Skordýr eru alls staðar og þau fjölga sér hratt. Þau hafa hágæðaprótín og næringarefni í samanburði við kjöt og fisk og eru sérstaklega mikilvæg sem bætiefni fyrir vannærð börn.“ Að auki geta skordýr innihaldið meðal annars kopar, járn, magnesín, fosfór og sink. Þau eru líka trefjarík. Höfundar skýrslunnar virðast vera meðvitaðir um að mörgum, ekki síst fólki á Vesturlöndum, þyki heldur ógeðfellt að borða skordýr. Skýrsluhöfundar vilja að matvælaiðnaðurinn hjálpi til við að gera skordýr að fýsilegri kosti með því að hafa þau í uppskriftum og bæta þeim við matseðla á veitingastöðum.
Loftslagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira