Er barnið þitt gangandi tímasprengja? Guðni Ágústsson skrifar 28. júní 2013 06:00 Í stórmerkilegu viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins vekur Þorgrímur Þráinsson rithöfundur athygli á miklu heilbrigðisvandamáli í samtíð okkar og sennilega risavöxnu í framtíðinni verði ekki brugðist við í tíma. Hann segir: „Sonur minn tólf ára þurfti í vetur að lesa 10 blaðsíður í bók áður en hann fékk að fara í tölvuna. Símar, sjónvarp og tölvur geta verið miklir tímaþjófar og alið á leti sem fer að verða landlæg. Við sjáum á rannsóknum að 23 ára gamalt fólk hreyfir sig jafnlítið og áttræð gamalmenni. Það kæmi mér ekki á óvart að sjá „afvötnunardeildir,“ eftir nokkur ár fyrir þá sem orðnir eru fíklar á facebook, twitter, candy crush, sjónvarpsþætti og svo framvegis. Fjöldi fólks er með frestunaráráttu, er alltaf alveg að fara að breyta til betri vegar en svo er sófinn bara svo rosalega þægilegur. Ég þekki fólk sem hefur aldrei tíma til að hreyfa sig en þekkir allar persónur í öllum sjónvarpsþáttum.“ Svo mörg voru þau orð. Þarna talar maður sem hefur haft það verkefni að berjast gegn reykingum og óreglu með miklum árangri meðal barna og unglinga um leið og hann hefur skrifað metsölubækur. Það er myndarlegt framtak hjá Bónus og Hagkaup að styrkja fyrirlesarastarf Þorgríms þar sem hann hittir nemendur tíundabekkjar grunnskólanna og ræðir við þá um lífið og tilveruna. Þorgrímur segir ennfremur í viðtalinu: „Það segir sig sjálft að börn sem alast upp við erfiða neyslu foreldra, afskiftaleysi eða agaleysi eiga erfiðara með að fóta sig en önnur. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft,“ bætir hann við. Ég hygg að þessi vandi sé til staðar í hverri einustu fjölskyldu á Íslandi. Mig langaði bara að vekja athygli lesenda Fréttablaðsins á þessu viðtali við Þorgrím Þráinsson um leið og ég spyr er ekki rétt að spyrna við fæti? Hvernig er það hægt? Það verður ekki gert nema í samstarfi skólanna og heimilanna. Er það ekki rosalegt að börn sitji stóran hluta vökutímans á rassi sínum og leiki við tölvuna eins og hún sé eina viðræðuhæfa veran í veröldinni sem talandi sé við? Er það ásættanlegt að tvítugur einstaklingur hreyfi sig álíka mikið og áttrætt fólk? Hvernig verður sá tvítugi ef hann nær áttræðisaldri? Mjög stór hluti eldri kynslóðarinnar með erfiðisvinnu að baki er það vel á sig kominn að heilbrigðiskerfið hefur ekki þurft að hafa mikinn kostnað af þeirri kynslóð. Hvað kostar þetta hreyfingarlausa fólk heilbrigðiskerfið upp úr fertugu eða fimmtugu um miðja þessa öld? Ég veit að sem betur fer eru undantekningarnar margar og ætla ekki að alhæfa, því væri gott að rannsaka vandamálið, finna út hversu stór hluti ungs fólks glímir við þetta vandamál. Eru það 5%, 10% eða 20%? Alveg sama hversu talan er stór mun margt af þessu fólki fara á mis við eðlilegt líf verði ekkert gert. Tökum mark á varnaðarorðum Þorgríms Þráinssonar og gerum eitthvað strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í stórmerkilegu viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins vekur Þorgrímur Þráinsson rithöfundur athygli á miklu heilbrigðisvandamáli í samtíð okkar og sennilega risavöxnu í framtíðinni verði ekki brugðist við í tíma. Hann segir: „Sonur minn tólf ára þurfti í vetur að lesa 10 blaðsíður í bók áður en hann fékk að fara í tölvuna. Símar, sjónvarp og tölvur geta verið miklir tímaþjófar og alið á leti sem fer að verða landlæg. Við sjáum á rannsóknum að 23 ára gamalt fólk hreyfir sig jafnlítið og áttræð gamalmenni. Það kæmi mér ekki á óvart að sjá „afvötnunardeildir,“ eftir nokkur ár fyrir þá sem orðnir eru fíklar á facebook, twitter, candy crush, sjónvarpsþætti og svo framvegis. Fjöldi fólks er með frestunaráráttu, er alltaf alveg að fara að breyta til betri vegar en svo er sófinn bara svo rosalega þægilegur. Ég þekki fólk sem hefur aldrei tíma til að hreyfa sig en þekkir allar persónur í öllum sjónvarpsþáttum.“ Svo mörg voru þau orð. Þarna talar maður sem hefur haft það verkefni að berjast gegn reykingum og óreglu með miklum árangri meðal barna og unglinga um leið og hann hefur skrifað metsölubækur. Það er myndarlegt framtak hjá Bónus og Hagkaup að styrkja fyrirlesarastarf Þorgríms þar sem hann hittir nemendur tíundabekkjar grunnskólanna og ræðir við þá um lífið og tilveruna. Þorgrímur segir ennfremur í viðtalinu: „Það segir sig sjálft að börn sem alast upp við erfiða neyslu foreldra, afskiftaleysi eða agaleysi eiga erfiðara með að fóta sig en önnur. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft,“ bætir hann við. Ég hygg að þessi vandi sé til staðar í hverri einustu fjölskyldu á Íslandi. Mig langaði bara að vekja athygli lesenda Fréttablaðsins á þessu viðtali við Þorgrím Þráinsson um leið og ég spyr er ekki rétt að spyrna við fæti? Hvernig er það hægt? Það verður ekki gert nema í samstarfi skólanna og heimilanna. Er það ekki rosalegt að börn sitji stóran hluta vökutímans á rassi sínum og leiki við tölvuna eins og hún sé eina viðræðuhæfa veran í veröldinni sem talandi sé við? Er það ásættanlegt að tvítugur einstaklingur hreyfi sig álíka mikið og áttrætt fólk? Hvernig verður sá tvítugi ef hann nær áttræðisaldri? Mjög stór hluti eldri kynslóðarinnar með erfiðisvinnu að baki er það vel á sig kominn að heilbrigðiskerfið hefur ekki þurft að hafa mikinn kostnað af þeirri kynslóð. Hvað kostar þetta hreyfingarlausa fólk heilbrigðiskerfið upp úr fertugu eða fimmtugu um miðja þessa öld? Ég veit að sem betur fer eru undantekningarnar margar og ætla ekki að alhæfa, því væri gott að rannsaka vandamálið, finna út hversu stór hluti ungs fólks glímir við þetta vandamál. Eru það 5%, 10% eða 20%? Alveg sama hversu talan er stór mun margt af þessu fólki fara á mis við eðlilegt líf verði ekkert gert. Tökum mark á varnaðarorðum Þorgríms Þráinssonar og gerum eitthvað strax.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar