Ekki missa vonina Dagur B. Eggertsson skrifar 2. september 2013 11:26 Við erum aftur orðin svartsýn samkvæmt könnunum. Hættum því. Ég skil hrollinn í einhverjum eftir loforðaflaum vorsins. En munum lærdóminn af hruninu: sígandi lukka er best. Þannig vinnur Reykjavík. Árið 2010 sögðum við að það tæki um fimm ár að ná sömu tekjum og við höfðum 2008. Þetta er að ganga eftir. Það hefur tekið á að koma sér fyrir í þrengri stakki en það hefur tekist með samstilltu átaki. Sumt gengur vonum framar. Börnum á skólaaldri líður betur. Þau ná meiri árangri þrátt fyrir niðurskurð og sparnað (hver hefði trúað því?). Jöfnuður eykst og glæpum fækkar. Við hreyfum okkur meira, hjólum og göngum sem aldrei fyrr. Atvinnuleysið er óvinur nr. 1. En góðu fréttirnar eru að atvinna hefur aukist meira og hraðar í Reykjavík en að meðaltali á Íslandi. Ferðaþjónustan blómstrar. Skapandi greinar og kvikmyndagerð veita fleiri og meira spennandi tækifæri en nokkru sinni. Stórtíðinda er að vænta af fjárfestingu í þekkingariðnaði í hjarta borgarinnar. Til að tryggja fulla atvinnu og öruggari hagvöxt þarf einmitt fjárfestingar. Ég hef því fundað með byggingaraðilum og lóðahöfum um alla borg til að heyra þeirra hugmyndir og leggja á ráðin um spennandi verkefni. Eftir þessa fundi er ég bjartsýnn. Reykjavík vantar íbúðir. Þær eru víða komnar í byggingu: kringum Hlemm, í Mánatúni, á Lýsisreit og í Vatnsmýri. Hafnarsvæðið, Úlfarsárdalurinn og Hlíðarendasvæðið fylgja fast á eftir. Við viljum fleiri litlar og meðalstórar íbúðir miðsvæðis, ekki síst fyrir erfiðan leigumarkaðinn. Við viljum líka byggja í holunni við Hörpu. Við viljum byggja við höfnina, við Laugaveginn og í Vísindagörðunum. Við viljum þó líka greiða leið fyrir nýja tónleikastaði og annað sem tryggir skemmtilega borg. Ég vil vera bjartsýnn á að nýja ríkisstjórnin eyði óvissu um verkefni fjárfestingaráætlunar fyrri ríkisstjórnar. Þar þarf bara að finna græna takkann. Grunnurinn að Húsi íslenskra fræða má ekki verða Gröf íslenskra fræða (á þjóðmenningarvaktinni). Fangelsið og Landspítalinn eru löngu tímabær framfaramál og Náttúruminjasafn í Perlunni getur orðið ómótstæðilegur viðkomustaður, lyftistöng fyrir raunvísindakennslu sem stendur undir sér með aðgangseyri ferðamanna. Reykjavík er á uppleið og getur gert enn betur ef við róum samtaka í sömu átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Við erum aftur orðin svartsýn samkvæmt könnunum. Hættum því. Ég skil hrollinn í einhverjum eftir loforðaflaum vorsins. En munum lærdóminn af hruninu: sígandi lukka er best. Þannig vinnur Reykjavík. Árið 2010 sögðum við að það tæki um fimm ár að ná sömu tekjum og við höfðum 2008. Þetta er að ganga eftir. Það hefur tekið á að koma sér fyrir í þrengri stakki en það hefur tekist með samstilltu átaki. Sumt gengur vonum framar. Börnum á skólaaldri líður betur. Þau ná meiri árangri þrátt fyrir niðurskurð og sparnað (hver hefði trúað því?). Jöfnuður eykst og glæpum fækkar. Við hreyfum okkur meira, hjólum og göngum sem aldrei fyrr. Atvinnuleysið er óvinur nr. 1. En góðu fréttirnar eru að atvinna hefur aukist meira og hraðar í Reykjavík en að meðaltali á Íslandi. Ferðaþjónustan blómstrar. Skapandi greinar og kvikmyndagerð veita fleiri og meira spennandi tækifæri en nokkru sinni. Stórtíðinda er að vænta af fjárfestingu í þekkingariðnaði í hjarta borgarinnar. Til að tryggja fulla atvinnu og öruggari hagvöxt þarf einmitt fjárfestingar. Ég hef því fundað með byggingaraðilum og lóðahöfum um alla borg til að heyra þeirra hugmyndir og leggja á ráðin um spennandi verkefni. Eftir þessa fundi er ég bjartsýnn. Reykjavík vantar íbúðir. Þær eru víða komnar í byggingu: kringum Hlemm, í Mánatúni, á Lýsisreit og í Vatnsmýri. Hafnarsvæðið, Úlfarsárdalurinn og Hlíðarendasvæðið fylgja fast á eftir. Við viljum fleiri litlar og meðalstórar íbúðir miðsvæðis, ekki síst fyrir erfiðan leigumarkaðinn. Við viljum líka byggja í holunni við Hörpu. Við viljum byggja við höfnina, við Laugaveginn og í Vísindagörðunum. Við viljum þó líka greiða leið fyrir nýja tónleikastaði og annað sem tryggir skemmtilega borg. Ég vil vera bjartsýnn á að nýja ríkisstjórnin eyði óvissu um verkefni fjárfestingaráætlunar fyrri ríkisstjórnar. Þar þarf bara að finna græna takkann. Grunnurinn að Húsi íslenskra fræða má ekki verða Gröf íslenskra fræða (á þjóðmenningarvaktinni). Fangelsið og Landspítalinn eru löngu tímabær framfaramál og Náttúruminjasafn í Perlunni getur orðið ómótstæðilegur viðkomustaður, lyftistöng fyrir raunvísindakennslu sem stendur undir sér með aðgangseyri ferðamanna. Reykjavík er á uppleið og getur gert enn betur ef við róum samtaka í sömu átt.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar