Góðar fréttir fyrir austurhverfin Hjálmar Sveinsson skrifar 2. október 2013 06:00 Athugasemdafrestur vegna nýs aðalskipulags Reykjavíkur fyrir árin 2010 til 2030 rann út í síðustu viku. Það hefur verið í vinnslu í sex ár og kynnt í tvígang á fjölmennum íbúafundum í öllum hverfum borgarinnar. Næstu vikur munu skipulagsyfirvöld fara vandlega yfir athugasemdir sem hafa borist. Skipulagið markar tímamót. Með því er horfið frá bílmiðuðu skipulagi borgarinnar, sem hefur ríkt hér í 50 ár, og tekið upp skipulag sem setur manneskjuna í öndvegi. Hvers konar skipulag er það? Jú, þannig skipulag leggur ekki sífellt nýtt land undir byggð heldur þéttir byggðina sem fyrir er og styttir þannig vegalengdir í borginni. Það leggur áherslu á gatnakerfi þar sem vistvænir ferðamátar eru í fyrirrúmi. Það skapar meira öryggi og betri lýðheilsu. Það takmarkar hæðir húsa og verndar gamla borgarhluta. Það leggur áherslu á almenningsrými og mannlega mælikvarða. Það skapar meira skjól og samfelldari húsaraðir. Það verndar græn svæði. Þetta eru góðar fréttir fyrir borgarbúa, ekki síst þá sem búa austast í borginni. Gert er ráð fyrir að á tímabilinu 2010 til 2030 fjölgi Reykvíkingum um rúmlega 20.000. Ef reist verða ný úthverfi á útivistarsvæðunum austan við núverandi byggð verður þrengt verulega að fólkinu sem býr nú þegar við borgarjaðarinn á mörkum náttúru og byggðar. Þá verða úthverfi að innhverfum og bílaumferðin á stofnbrautum borgarinnar austur og vestur kvölds og morgna margfaldast. Það mun lengja vegina í borginni, kalla á óhemju dýrar framkvæmdir við umferðarmannvirki, auka svifryksmengun og vinna gegn almenningssamgöngum, hagkvæmri nýtingu innviða og skynsamlegri landnýtingu. Það er algjörlega glatað. Hinar góðu fréttirnar eru skýr fókus í aðalskipulaginu á sjálfbærari borgarhverfi. Fókusinn beinist að því hvernig hverfin geta sem best notið sín hvert á sinni forsendu og að því hvernig efla má þjónustu inni í hverfunum. Aðalskipulagið leggur til að mynda bann við því að matvöruverslanir verði opnaðar á athafnasvæðum utan við íbúabyggðina. Slíkt fyrirkomulag rústar hverfisþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Athugasemdafrestur vegna nýs aðalskipulags Reykjavíkur fyrir árin 2010 til 2030 rann út í síðustu viku. Það hefur verið í vinnslu í sex ár og kynnt í tvígang á fjölmennum íbúafundum í öllum hverfum borgarinnar. Næstu vikur munu skipulagsyfirvöld fara vandlega yfir athugasemdir sem hafa borist. Skipulagið markar tímamót. Með því er horfið frá bílmiðuðu skipulagi borgarinnar, sem hefur ríkt hér í 50 ár, og tekið upp skipulag sem setur manneskjuna í öndvegi. Hvers konar skipulag er það? Jú, þannig skipulag leggur ekki sífellt nýtt land undir byggð heldur þéttir byggðina sem fyrir er og styttir þannig vegalengdir í borginni. Það leggur áherslu á gatnakerfi þar sem vistvænir ferðamátar eru í fyrirrúmi. Það skapar meira öryggi og betri lýðheilsu. Það takmarkar hæðir húsa og verndar gamla borgarhluta. Það leggur áherslu á almenningsrými og mannlega mælikvarða. Það skapar meira skjól og samfelldari húsaraðir. Það verndar græn svæði. Þetta eru góðar fréttir fyrir borgarbúa, ekki síst þá sem búa austast í borginni. Gert er ráð fyrir að á tímabilinu 2010 til 2030 fjölgi Reykvíkingum um rúmlega 20.000. Ef reist verða ný úthverfi á útivistarsvæðunum austan við núverandi byggð verður þrengt verulega að fólkinu sem býr nú þegar við borgarjaðarinn á mörkum náttúru og byggðar. Þá verða úthverfi að innhverfum og bílaumferðin á stofnbrautum borgarinnar austur og vestur kvölds og morgna margfaldast. Það mun lengja vegina í borginni, kalla á óhemju dýrar framkvæmdir við umferðarmannvirki, auka svifryksmengun og vinna gegn almenningssamgöngum, hagkvæmri nýtingu innviða og skynsamlegri landnýtingu. Það er algjörlega glatað. Hinar góðu fréttirnar eru skýr fókus í aðalskipulaginu á sjálfbærari borgarhverfi. Fókusinn beinist að því hvernig hverfin geta sem best notið sín hvert á sinni forsendu og að því hvernig efla má þjónustu inni í hverfunum. Aðalskipulagið leggur til að mynda bann við því að matvöruverslanir verði opnaðar á athafnasvæðum utan við íbúabyggðina. Slíkt fyrirkomulag rústar hverfisþjónustunni.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun