Hvar og hvernig eiga lífeyrissjóðir að ávaxta fjármuni sína? Bolli Héðinsson skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Í viðskiptaháskólum í Bandaríkjunum og víðar er notuð sú aðferð að kenna „case“, þ.e. farið er yfir frásagnir þar sem lýst er tilteknum aðstæðum sem nemendur eiga síðan að draga raunhæfar ályktanir af. Ein þessara frásagna, sem orðin er klassík og kennd í mörgum skólum vestanhafs, greinir frá vinnuvélaframleiðanda í borg einni í miðríkjum Bandaríkjanna þar sem verksmiðjan var nánast eini vinnuveitandinn í borginni og nágrenni hennar. Allt gekk eins og í sögu, vélarnar seldust í stórum stíl, starfsmennirnir voru vel launaðir og lífeyrissjóður þeirra efldist að sama skapi. Á meðan allt lék í lyndi þótti forráðamönnum lífeyrissjóðsins einsýnt að heppilegast væri að fjárfesta í verðbréfum vinnuvélaframleiðandans sjálfs, bæði var fyrirtækið arðbært og með því væri verið að senda rétt skilaboð um tiltrú starfsmannanna á fyrirtækinu sem þeir unnu hjá. Síðan fór allt á versta veg. Vinnuvélaframleiðandinn varð gjaldþrota, verksmiðjunni var lokað, starfsmennirnir töpuðu störfum sínum og einnig áunnum lífeyrisrétti þar sem lífeyrissjóðurinn hafði nær eingöngu fjárfest í verðbréfum vinnuveitandans. Þegar hér er komið sögu í umfjölluninni í viðskiptaháskólanum brosa stúdentarnir góðlátlega að ráðamönnum lífeyrissjóðsins og umræða hefst um það hvernig þeir gátu verið svo skammsýnir að fylgja ekki einföldustu reglum fjárstýringar um að dreifa áhættu og hafa ekki öll eggin í sömu körfunni.Hvar er norski olíusjóðurinn ávaxtaður? Norðmenn tóku snemma þá ákvörðun að ávinningur þeirra af olíuvinnslu yrði að stærstum hluta ávaxtaður í tryggum fjárfestingum annars staðar en í Noregi. Þannig yrðu þeir best varðir fyrir áföllum þegar grípa þyrfti til fjármunanna í sjóðnum. Íslendingar guma oft af íslenska lífeyriskerfinu sem því fullkomnasta í heimi þar sem það er fjármagnað að fullu með iðgjöldum sjóðfélaga. Reglulega eru uppi kröfur um að lífeyrissjóðirnir leggi fé í alls kyns verkefni innanlands sem aðrir fjárfestar sjá sér ekki hag í að leggja fjármuni sína í. Hversu skynsamlegt er að íslenskir lífeyrissjóðir leggi fjármuni sína yfirleitt í íslenskar fjárfestingar? Gildir einu hvort það eru verðbréf ríkissjóðs eða fyrirtæki í nýsköpun því allt saman eru þetta fjárfestingar góðra gjalda verðar. Eigum við kannski að láta frásögnina af vinnuvélaframleiðandanum í miðríkjum Bandaríkjanna verða okkur víti til varnaðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðskiptaháskólum í Bandaríkjunum og víðar er notuð sú aðferð að kenna „case“, þ.e. farið er yfir frásagnir þar sem lýst er tilteknum aðstæðum sem nemendur eiga síðan að draga raunhæfar ályktanir af. Ein þessara frásagna, sem orðin er klassík og kennd í mörgum skólum vestanhafs, greinir frá vinnuvélaframleiðanda í borg einni í miðríkjum Bandaríkjanna þar sem verksmiðjan var nánast eini vinnuveitandinn í borginni og nágrenni hennar. Allt gekk eins og í sögu, vélarnar seldust í stórum stíl, starfsmennirnir voru vel launaðir og lífeyrissjóður þeirra efldist að sama skapi. Á meðan allt lék í lyndi þótti forráðamönnum lífeyrissjóðsins einsýnt að heppilegast væri að fjárfesta í verðbréfum vinnuvélaframleiðandans sjálfs, bæði var fyrirtækið arðbært og með því væri verið að senda rétt skilaboð um tiltrú starfsmannanna á fyrirtækinu sem þeir unnu hjá. Síðan fór allt á versta veg. Vinnuvélaframleiðandinn varð gjaldþrota, verksmiðjunni var lokað, starfsmennirnir töpuðu störfum sínum og einnig áunnum lífeyrisrétti þar sem lífeyrissjóðurinn hafði nær eingöngu fjárfest í verðbréfum vinnuveitandans. Þegar hér er komið sögu í umfjölluninni í viðskiptaháskólanum brosa stúdentarnir góðlátlega að ráðamönnum lífeyrissjóðsins og umræða hefst um það hvernig þeir gátu verið svo skammsýnir að fylgja ekki einföldustu reglum fjárstýringar um að dreifa áhættu og hafa ekki öll eggin í sömu körfunni.Hvar er norski olíusjóðurinn ávaxtaður? Norðmenn tóku snemma þá ákvörðun að ávinningur þeirra af olíuvinnslu yrði að stærstum hluta ávaxtaður í tryggum fjárfestingum annars staðar en í Noregi. Þannig yrðu þeir best varðir fyrir áföllum þegar grípa þyrfti til fjármunanna í sjóðnum. Íslendingar guma oft af íslenska lífeyriskerfinu sem því fullkomnasta í heimi þar sem það er fjármagnað að fullu með iðgjöldum sjóðfélaga. Reglulega eru uppi kröfur um að lífeyrissjóðirnir leggi fé í alls kyns verkefni innanlands sem aðrir fjárfestar sjá sér ekki hag í að leggja fjármuni sína í. Hversu skynsamlegt er að íslenskir lífeyrissjóðir leggi fjármuni sína yfirleitt í íslenskar fjárfestingar? Gildir einu hvort það eru verðbréf ríkissjóðs eða fyrirtæki í nýsköpun því allt saman eru þetta fjárfestingar góðra gjalda verðar. Eigum við kannski að láta frásögnina af vinnuvélaframleiðandanum í miðríkjum Bandaríkjanna verða okkur víti til varnaðar?
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun