Orkulindir – enn einu sinni Ari Trausti Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2013 06:00 Óljóst tal, ofmat, rangar upplýsingar og/eða eitthvað annað veldur því að fjölmargir útlendingar halda að Ísland sé nærri ónumið orkubú handa meginlandi Evrópu. Ég ræddi við breska þingmenn fyrir nokkrum vikum sem héldu það, 38 breska landfræðinga skömmu síðar, þýskan fjárfesti og meira að segja íslenskan þingmann. Allir héldu að mikil orka biði umheimsins á Íslandi. Þetta er því ótrúlegri staðreynd þegar þess er gætt að miðað við tæknilega virkjanlegt afl til raforkuframleiðslu (hér og nú) er búið að virkja um 2.600-2.700 MW af 4.500-4.800 MW – og á þá eftir að leysa úr innlendum mótsögnum vegna ólíkrar afstöðu manna til umhverfisverndar ef verulega lengra er haldið frá núverandi stöðu. Sennilega eru fá óvirkjuð vatnsföll eftir og um sum jarðhitasvæði eru og verða deilur ef virkja á þau. Vissulega er gríðarlegan varma að finna undir Íslandi og mörgum öðrum löndum á 5-15 km dýpi (allt frá Íslandi til Kína og Ítalíu til Chile) en það er óleyst hvernig næst í eitthvað af orkunni.Misskilja raunveruleikann Allar þessar grunnupplýsingar eru til reiðu á mörgum stöðum og sérkennilegt að menn skuli tala opinberlega þannig að útlendingar misskilja raunveruleikann þegar kemur að orkugetu Íslands. Í þessum línum er hvergi vikið að sæstreng til Evrópu, ég bendi á það, og ekki heldur gert ráð fyrir að einhver álveranna hætti starfsemi. Upplýsingamiðlun um raunverulega óvirkjaða orku, sjálfur ramminn miðað við núverandi tæknistig, á auðvitað alls staðar erindi, óháð tilefninu, ef á annað borð er verið að ræða um orkubúið Ísland. Líka um umhverfisvæna orku almennt eða Ísland sem fyrirmynd annarra í nýtingu vistvænnar orku. Óljósir orkuvalkostir, t.d. stór vindorkubú eða sjávarfallavirkjanir, eru ekkert sennilegri hér til orkuútflutnings en í heimalöndum neytenda; Bretar fara varla að kaupa vindorkurafmagn frá Íslandi. Vistvæn orka snýst enn um sinn um jarðvarma og vatnsföll hér á landi. Forseti Íslands sagði nýverið í Bretlandi að umræðan snerist ekki eingöngu um hvað Íslendingar ætluðust fyrir í orkumálum heldur einnig hvernig Evrópubúar „hygðust hagnýta sér þá gríðarmiklu hreinu orku sem fyndist í norðrinu“ (lausleg þýðing mín). Varla getur hann átt við vatnsorku eða háhitavirkjanir á Íslandi. Varla gas- eða olíulindir norðan heimskautsbaugs sem, auk óvistvæns eðlis, má ekki vinna að neinu marki ef hindra á frekari aukningu loftmengunar. Hún er komin yfir öll ásættanleg mörk. Varla er átt við hugsanlegar vatnsvirkjanir í jakasetnum austur-grænlenskum fjörðum ef illa fer með rýrnun Grænlandsjökuls. Úranið á Grænlandi? Spyr sá sem ekki veit. Ég hvet alla sem ræða um orkumál á Íslandi að kynna sér orkutölur, opinberar orkuspár til 2050 og íslenskan raunveruleika ársins 2013. Þessi orð eru ekki sett fram sem óhófleg gagnrýni heldur áskorun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Óljóst tal, ofmat, rangar upplýsingar og/eða eitthvað annað veldur því að fjölmargir útlendingar halda að Ísland sé nærri ónumið orkubú handa meginlandi Evrópu. Ég ræddi við breska þingmenn fyrir nokkrum vikum sem héldu það, 38 breska landfræðinga skömmu síðar, þýskan fjárfesti og meira að segja íslenskan þingmann. Allir héldu að mikil orka biði umheimsins á Íslandi. Þetta er því ótrúlegri staðreynd þegar þess er gætt að miðað við tæknilega virkjanlegt afl til raforkuframleiðslu (hér og nú) er búið að virkja um 2.600-2.700 MW af 4.500-4.800 MW – og á þá eftir að leysa úr innlendum mótsögnum vegna ólíkrar afstöðu manna til umhverfisverndar ef verulega lengra er haldið frá núverandi stöðu. Sennilega eru fá óvirkjuð vatnsföll eftir og um sum jarðhitasvæði eru og verða deilur ef virkja á þau. Vissulega er gríðarlegan varma að finna undir Íslandi og mörgum öðrum löndum á 5-15 km dýpi (allt frá Íslandi til Kína og Ítalíu til Chile) en það er óleyst hvernig næst í eitthvað af orkunni.Misskilja raunveruleikann Allar þessar grunnupplýsingar eru til reiðu á mörgum stöðum og sérkennilegt að menn skuli tala opinberlega þannig að útlendingar misskilja raunveruleikann þegar kemur að orkugetu Íslands. Í þessum línum er hvergi vikið að sæstreng til Evrópu, ég bendi á það, og ekki heldur gert ráð fyrir að einhver álveranna hætti starfsemi. Upplýsingamiðlun um raunverulega óvirkjaða orku, sjálfur ramminn miðað við núverandi tæknistig, á auðvitað alls staðar erindi, óháð tilefninu, ef á annað borð er verið að ræða um orkubúið Ísland. Líka um umhverfisvæna orku almennt eða Ísland sem fyrirmynd annarra í nýtingu vistvænnar orku. Óljósir orkuvalkostir, t.d. stór vindorkubú eða sjávarfallavirkjanir, eru ekkert sennilegri hér til orkuútflutnings en í heimalöndum neytenda; Bretar fara varla að kaupa vindorkurafmagn frá Íslandi. Vistvæn orka snýst enn um sinn um jarðvarma og vatnsföll hér á landi. Forseti Íslands sagði nýverið í Bretlandi að umræðan snerist ekki eingöngu um hvað Íslendingar ætluðust fyrir í orkumálum heldur einnig hvernig Evrópubúar „hygðust hagnýta sér þá gríðarmiklu hreinu orku sem fyndist í norðrinu“ (lausleg þýðing mín). Varla getur hann átt við vatnsorku eða háhitavirkjanir á Íslandi. Varla gas- eða olíulindir norðan heimskautsbaugs sem, auk óvistvæns eðlis, má ekki vinna að neinu marki ef hindra á frekari aukningu loftmengunar. Hún er komin yfir öll ásættanleg mörk. Varla er átt við hugsanlegar vatnsvirkjanir í jakasetnum austur-grænlenskum fjörðum ef illa fer með rýrnun Grænlandsjökuls. Úranið á Grænlandi? Spyr sá sem ekki veit. Ég hvet alla sem ræða um orkumál á Íslandi að kynna sér orkutölur, opinberar orkuspár til 2050 og íslenskan raunveruleika ársins 2013. Þessi orð eru ekki sett fram sem óhófleg gagnrýni heldur áskorun.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun