

Bréf sem getur dimmu í dagsljós breytt
Miriam var fyrir tveimur árum á heimleið eftir að hafa fylgt börnum sínum í skólann í bænum Ensenada í Norður-Mexíkó. Þá réðust á hana tveir grímuklæddir menn og þvinguðu hana inn í sendiferðabíl. Hún var kefluð og bundin og ekið með hana í hermannaskála í Tijuana. Þar upphófust skelfilegustu dagar í lífi hennar. Blautir klútar voru lagðir yfir andlit hennar og vatni hellt yfir svo hún gat ekki andað, hún var pyntuð með rafmagni og ítrekað nauðgað af hermönnum.
Þegar henni hafði verið misþyrmt í sjö daga skrifaði hún nauðug undir yfirlýsingu þar sem hún játaði á sig fíkniefnabrot og var í framhaldinu fangelsuð. Sjö mánuðum seinna var henni sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. Miriam hefur borið kennsl á nokkra af ódæðismönnunum en enginn þeirra hefur verið dreginn fyrir dóm.
Samkvæmt Mannréttindanefnd Mexíkó hefur tilkynningum um pyntingar á föngum fjölgað um 500% frá árinu 2006. Ofbeldi er viðtekin aðferð hjá lögreglu og her til að þvinga fram játningar sem veldur því að saklaust fólk situr í fangelsum en glæpamenn ganga lausir. Fólk sem hefur ekkert til saka unnið lifir í stöðugum ótta við árásir, pyntingar og sakfellingar.
Flest fórnarlömb slíkra mannréttindabrota óttast að stíga fram og sjaldgæft er að konur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi segi frá því. Miriam valdi hins vegar að rjúfa þagnarmúrinn.
Bréf frá þér getur stuðlað að því að þeir sem réðust á Miriam verði látnir sæta ábyrgð. Þitt bréf staðfestir að heimurinn veit af þessum glæpum í Mexíkó og krefst úrbóta. Á vef Amnesty International getur þú kynnt þér hvernig má andæfa mannréttindabrotum með bréfi, undirskrift eða smáskilaboðum.
Skoðun

Er íslenska þjóðin að eldast?
Þorsteinn Þorsteinsson skrifar

Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk
Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar

Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Margrét Gíslínudóttir skrifar

Hvert fer kílómetragjaldið mitt?
Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar

Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar

Eyðileggjandi umræða
Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar

Lýðræðið sigrar
Snorri Ásmundsson skrifar

Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri
Stefán Ingi Arnarson skrifar

Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld
Bergur Hauksson skrifar

Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Lítil breyting sem getur skipt sköpum!
Arnar Steinn Þórarinsson skrifar

Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur!
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR?
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kjarkur og kraftur til að breyta
Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar

Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góður fyrsti aldarfjórðungur
Jón Guðni Ómarsson skrifar

Af hverju stríð?
Helga Þórólfsdóttir skrifar

Donald Trump
Jovana Pavlović skrifar

Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá
Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar

Stækkum Sjálfstæðisflokkinn
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu?
Svanur Sigurbjörnsson skrifar

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Eyþór Máni Steinarsson skrifar

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar