Körfubolti

Rodman væri til í að hafa vistaskipti við gíslinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dennis Rodman.
Dennis Rodman. Vísir/Getty
Körfuboltahetjan Dennis Rodman myndi fórna sjálfum sér fyrir Bandaríkjamanninn Kenneth Bae sem hefur verið í haldi í Norður-Kóreu.

Rodman hefur fjórum sinnum farið til Norður-Kóreu að undanförnu vegna vinskapar hans við Kim Jong Un, einræðisherra landsins.

Hann hefur verið harkalega gagnrýndur fyrir tengsl sín við Kim en í síðustu ferð tók hann nokkra fyrrum NBA-stjörnur með sér til að spila sýningarleik við landslið Norður-Kóreu í tilefni af afmæli leiðtogans.

Rodman fór svo með allan hópinn í viðtal á CNN þar sem hann var meðal annars spurður hvort hann teldi viðeigandi að sýna landi stuðning þar sem bandarískur þegn væri í haldi af ókunnugum ástæðum.

Rodman greindi síðar frá því að hann hefði verið ölvaður í viðtalinu og er hann nú kominn í meðferð. Í dag birtist nýtt viðtal við hann á CNN þar sem hann var á ný spurður um Bae-málið.

„Ég er mótfallinn því að fólki sé haldið í gíslingu fyrir eitthvað sem það kann að hafa gert eða ekki gert,“ sagði Rodman í viðtalinu í dag.

„Ég myndi gera hvað sem er. Ef það stæði til boða að skipta mér út fyrir Kenneth Bae myndi ég ganga að því umsvifalaust.“

NBA

Tengdar fréttir

Enn heldur Rodman til Norður-Kóreu

"Ég ætla bara að taka þátt í körfuboltaleik og skemmta mér,“ segir körfuboltakappinn Dennis Rodman. Sá bandaríski ætlar að endurnýja kynni sín við Norður-Kóreu.

Rodman gráti næst á CNN

"Ég elska hann. Hann er vinur minn,“ sagði Dennis Rodman í athyglisverðu viðtali sem birtist á CNN-sjónvarpsstöðinni í dag.

Rodman var drukkinn í viðtalinu

Dennis Rodman hefur nú viðurkennt að hann var ölvaður í skrautlegu viðtali sem var sýnt á CNN-sjónvarpstöðinni í vikunni.

Rodman gæti þjálfað landslið Norður-Kóreu

Það er nóg að gera hjá diplómatanum Dennis Rodman þessa dagana en hann er með annan fótinn í Norður-Kóreu hjá nýjasta besti vini hans, Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×