Draugur sem sýslumaður Seyðfirðinga slóst við Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2014 20:00 Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 síðastliðinn þriðjudag var fjallað um magnaða draugasögu sem gerist í gamla apótekinu á Seyðisfirði árið 1894. Sagan tengdist morðmáli, sem þáverandi sýslumaður, Axel Tulinius, fékk til rannsóknar, en hann leigði þá herbergi á annarri hæð hússins. Þáttinn má sjá í heild sinni hér.Ólafur Örn Pétursson, eigandi bláa apóteksins, lýsti slagsmálum sýslumanns við drauginn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ólafur Örn Pétursson, núverandi eigandi gamla apóteksins á Seyðisfirði, lýsti í þættinum slagsmálum sýslumanns við drauginn í stiga apóteksins og hvernig honum hefði tvær nætur í röð tekist að varna draugnum uppgöngu á efri hæðina, en sýslumaður skráði atburðinn í opinber skjöl. En 120 ára sögu draugsa er ekki lokið. Í Þjóðskjalasafni Íslands í gömlu mjólkurstöðinni við Laugaveg í Reykjavík er enn verið að kljást við hann. Þar hefur Gunnar Örn Hannesson sagnfræðingur verið að grafa upp skjöl og ljósmyndir sem tengjast hvarfi vélstjóra af enskum togara sem var á veiðum á Seyðisfirði árið 1894. Fjórum mánuðum síðar kom líkið upp með veiðarfærum íslensks báts og þá var meðfylgjandi ljósmynd tekin, í október 1894.Gunnar Örn Hannesson, sagnfræðingur við Þjóðskjalasafn Íslands.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Ummerki bentu eindregið til þess að enska sjómanninum hefði verið ráðinn bani en farg hafði verið bundið við líkið til að sökkva því. Skipsfélagi mannsins var grunaður um verknaðinn en ekki tókst að sanna glæpinn. Sýslumaðurinn fékk Eyjólf Jónsson ljósmyndara til að taka mynd af líkinu og segir Gunnar Örn að þetta sé fyrsta ljósmynd sem tekin er á Íslandi vegna rannnsóknar á sakamáli. En er þetta líka ljósmynd af draugnum? Þessari spurningu svaraði sagnfræðingurinn í frétt Stöðvar 2 í kvöld. Þá má velta því upp hvort ljósmyndin sé einnig elsta fréttamynd á Íslandi. Það er reyndar ekki vitað til þess að hún hafi birst í dagblaði hérlendis fyrr en eftir 1960. Ljósmyndarinn lét hins vegar setja myndina á spjald og spyrja má hvort hún hafi farið í nægilega mikla dreifingu á sínum tíma til að líta megi á það sem fjölmiðlun. Seyðisfjörður Um land allt Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 síðastliðinn þriðjudag var fjallað um magnaða draugasögu sem gerist í gamla apótekinu á Seyðisfirði árið 1894. Sagan tengdist morðmáli, sem þáverandi sýslumaður, Axel Tulinius, fékk til rannsóknar, en hann leigði þá herbergi á annarri hæð hússins. Þáttinn má sjá í heild sinni hér.Ólafur Örn Pétursson, eigandi bláa apóteksins, lýsti slagsmálum sýslumanns við drauginn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ólafur Örn Pétursson, núverandi eigandi gamla apóteksins á Seyðisfirði, lýsti í þættinum slagsmálum sýslumanns við drauginn í stiga apóteksins og hvernig honum hefði tvær nætur í röð tekist að varna draugnum uppgöngu á efri hæðina, en sýslumaður skráði atburðinn í opinber skjöl. En 120 ára sögu draugsa er ekki lokið. Í Þjóðskjalasafni Íslands í gömlu mjólkurstöðinni við Laugaveg í Reykjavík er enn verið að kljást við hann. Þar hefur Gunnar Örn Hannesson sagnfræðingur verið að grafa upp skjöl og ljósmyndir sem tengjast hvarfi vélstjóra af enskum togara sem var á veiðum á Seyðisfirði árið 1894. Fjórum mánuðum síðar kom líkið upp með veiðarfærum íslensks báts og þá var meðfylgjandi ljósmynd tekin, í október 1894.Gunnar Örn Hannesson, sagnfræðingur við Þjóðskjalasafn Íslands.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Ummerki bentu eindregið til þess að enska sjómanninum hefði verið ráðinn bani en farg hafði verið bundið við líkið til að sökkva því. Skipsfélagi mannsins var grunaður um verknaðinn en ekki tókst að sanna glæpinn. Sýslumaðurinn fékk Eyjólf Jónsson ljósmyndara til að taka mynd af líkinu og segir Gunnar Örn að þetta sé fyrsta ljósmynd sem tekin er á Íslandi vegna rannnsóknar á sakamáli. En er þetta líka ljósmynd af draugnum? Þessari spurningu svaraði sagnfræðingurinn í frétt Stöðvar 2 í kvöld. Þá má velta því upp hvort ljósmyndin sé einnig elsta fréttamynd á Íslandi. Það er reyndar ekki vitað til þess að hún hafi birst í dagblaði hérlendis fyrr en eftir 1960. Ljósmyndarinn lét hins vegar setja myndina á spjald og spyrja má hvort hún hafi farið í nægilega mikla dreifingu á sínum tíma til að líta megi á það sem fjölmiðlun.
Seyðisfjörður Um land allt Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira