Bandaríkin langbest í Sopot | Settu eina heimsmetið Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2014 15:45 Kind Butler hinn þriðji, David Verburg, Calvin Smith og Kyle Clemons fagna heimsmetinu. vísir/getty Heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss lauk í gær í Sopot í Póllandi og var það við hæfi að Bandaríkjamenn kláruðu mótið með stæl og settu eina heimsmetið. Sveit Bandaríkjanna í 4x400m boðhlaupi karla vann gullverðlaun og setti nýtt heimsmet í greininni innanhúss en hún kom í mark á 3:02,13 mínútum. Gamla metið áttu Bandaríkjamenn einnig en það var orðið 23 ára gamalt. Alls unnu Bandaríkin til tólf verðlauna, tvöfalt fleiri en Bretar sem fengu í heildina sex verðlaun en aðeins eitt gull. Það gull var frekar óvænt en Richard Kilty kom fyrstur í mark í jafnasta 60 metra hlaupi sögunnar í karlaflokki. Bandaríkin fengu átta gullverðlaun, fimm fleiri en Rússar sem komu næstir með þrenn. Bandaríkjamenn unnu því nær þriðjung allra greina mótsins en alls voru 26 gullverðlaun í boði eins og alltaf. Sveit Bandaríkjanna vann einnig 4x400 metra boðhlaup kvenna, FrancenaMcCorory vann 400m hlaup kvenna, Nia Ali kom fyrst í mark í 60m hlaupi kvenna og ChanellePricevann 800m hlaup kvenna sem AnítaHinriksdóttir hefði keppt í hefði hún ekki stigið á línu í undanrásum. Í karlaflokki vann OmoOsaghae vann óvæntan sigur á Frakkanum Pascal Martinot-Lagarde í 60 metra grindahlaupi, RyanWhiting varði heimsmeistaratitil sinn í kúluvarpi og það sama gerði hinn magnaði fjölþrautakappi AshtonEaton í sjöþraut. Hann var aðeins 13 stigum frá nýju heimsmeti. Heimamenn frá Póllandi fengu að heyra þjóðsöng sinn einu sinni en þurftu þó að deila stundinni með Rússum. KamilaLicwinko og MarijaKuchina stukku nefnilega báðar yfir tvo metra í hástökki kvenna með nákvæmlega sömu stökkröð og fengu báðar gull.Ashton Eaton er magnaður í fjölþrautum.vísir/gettyBretinn Richart Kilty vann jafnasta 60m hlaup sögunnar.vísir/gettyChanelle Price vann Anítu-laust 800m hlaup.vísir/getty Frjálsar íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss lauk í gær í Sopot í Póllandi og var það við hæfi að Bandaríkjamenn kláruðu mótið með stæl og settu eina heimsmetið. Sveit Bandaríkjanna í 4x400m boðhlaupi karla vann gullverðlaun og setti nýtt heimsmet í greininni innanhúss en hún kom í mark á 3:02,13 mínútum. Gamla metið áttu Bandaríkjamenn einnig en það var orðið 23 ára gamalt. Alls unnu Bandaríkin til tólf verðlauna, tvöfalt fleiri en Bretar sem fengu í heildina sex verðlaun en aðeins eitt gull. Það gull var frekar óvænt en Richard Kilty kom fyrstur í mark í jafnasta 60 metra hlaupi sögunnar í karlaflokki. Bandaríkin fengu átta gullverðlaun, fimm fleiri en Rússar sem komu næstir með þrenn. Bandaríkjamenn unnu því nær þriðjung allra greina mótsins en alls voru 26 gullverðlaun í boði eins og alltaf. Sveit Bandaríkjanna vann einnig 4x400 metra boðhlaup kvenna, FrancenaMcCorory vann 400m hlaup kvenna, Nia Ali kom fyrst í mark í 60m hlaupi kvenna og ChanellePricevann 800m hlaup kvenna sem AnítaHinriksdóttir hefði keppt í hefði hún ekki stigið á línu í undanrásum. Í karlaflokki vann OmoOsaghae vann óvæntan sigur á Frakkanum Pascal Martinot-Lagarde í 60 metra grindahlaupi, RyanWhiting varði heimsmeistaratitil sinn í kúluvarpi og það sama gerði hinn magnaði fjölþrautakappi AshtonEaton í sjöþraut. Hann var aðeins 13 stigum frá nýju heimsmeti. Heimamenn frá Póllandi fengu að heyra þjóðsöng sinn einu sinni en þurftu þó að deila stundinni með Rússum. KamilaLicwinko og MarijaKuchina stukku nefnilega báðar yfir tvo metra í hástökki kvenna með nákvæmlega sömu stökkröð og fengu báðar gull.Ashton Eaton er magnaður í fjölþrautum.vísir/gettyBretinn Richart Kilty vann jafnasta 60m hlaup sögunnar.vísir/gettyChanelle Price vann Anítu-laust 800m hlaup.vísir/getty
Frjálsar íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira