Messi með sögulega þrennu í sjö marka leik á Bernabéu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 23. mars 2014 00:01 Messi fagnaði en Ronaldo var svekktur. Vísir/Getty Barcelona hélt titilvonum sínum á lífi með því að leggja Real Madrid 4-3 á Santiago Beranbéu í Madrid í kvöld í stórkostlegum fótboltaleik. Lionel Messi undirstrikaði að hann er kominn í sitt besta form með þrennu í leiknum. Þessi leikur var taumlaus skemmtun stútfullur af glæsilegum tilþrifum. Andres Iniesta skoraði strax á 7. mínútu eftir sendingu Lionel Messi. Fast skot í slána og inn af stuttu færi.Karim Benzema jafnaði metin úr öðru færi sínu í leiknum á 20. mínútu þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Ángel di María í netið af stuttu færi. Victor Valdes hafði hönd á bolta en skallinn var of fastur og af of stuttu færi til að hann næði að verja skallann. Aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Benzema aftur og aftur eftir sendingu frá di María en Benzema hefði getað skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þremur mínútum fyrir hálfleik jafnaði Messi metin eftir laglegan samleik við Neymar og létu liðin það duga í fyrri hálfleik. Veislan hélt áfram í seinni hálfleik. Cristiano Ronaldo fiskaði vítaspyrnu og skoraði sjálfur úr henni á 55. mínútu. Forysta Real Madrid hélt þó ekki í nema 10 mínútur. Þá skoraði Messi, einnig úr vítaspyrnu, eftir að Neymar fór niður og Sergio Ramos var rekinn af leikvelli fyrir brotið. Barcelona þurfti nauðsynlega á sigri að halda, verandi fjórum stigum á eftir Real Madrid þegar flautað var til leiks, og sótti liðið án afláts það sem eftir lifði leiks. Þegar sex mínútur voru til leiksloka skilaði pressan sér í annarri vítaspyrnu fyrir Barcelona. Xabi Alonso felldi Iniesta og Messi fullkomnaði þrennuna úr vítaspyrnu. Önnur þrennan sem Messi skorar gegn Real Madrid og fyrsta þrennan sem leikmaður Barcelona skorar á Santiago Bernabéu. Real Madrid hafði fyrir leikinn leikið 31 leik án taps í öllum keppnum en liðið hafði ekki tapað síðan liðið tapaði 2-1 í fyrri leik liðanna á Nou Camp 26. október. Staðan á toppi deildarinnar er nánast eins jöfn og hugsast getur. Real Madrid og Atletico Madrid eru efst með 70 stig. Barcelona er stigi á eftir þegar níu umferðir eru eftir af deildinni. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Barcelona hélt titilvonum sínum á lífi með því að leggja Real Madrid 4-3 á Santiago Beranbéu í Madrid í kvöld í stórkostlegum fótboltaleik. Lionel Messi undirstrikaði að hann er kominn í sitt besta form með þrennu í leiknum. Þessi leikur var taumlaus skemmtun stútfullur af glæsilegum tilþrifum. Andres Iniesta skoraði strax á 7. mínútu eftir sendingu Lionel Messi. Fast skot í slána og inn af stuttu færi.Karim Benzema jafnaði metin úr öðru færi sínu í leiknum á 20. mínútu þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Ángel di María í netið af stuttu færi. Victor Valdes hafði hönd á bolta en skallinn var of fastur og af of stuttu færi til að hann næði að verja skallann. Aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Benzema aftur og aftur eftir sendingu frá di María en Benzema hefði getað skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þremur mínútum fyrir hálfleik jafnaði Messi metin eftir laglegan samleik við Neymar og létu liðin það duga í fyrri hálfleik. Veislan hélt áfram í seinni hálfleik. Cristiano Ronaldo fiskaði vítaspyrnu og skoraði sjálfur úr henni á 55. mínútu. Forysta Real Madrid hélt þó ekki í nema 10 mínútur. Þá skoraði Messi, einnig úr vítaspyrnu, eftir að Neymar fór niður og Sergio Ramos var rekinn af leikvelli fyrir brotið. Barcelona þurfti nauðsynlega á sigri að halda, verandi fjórum stigum á eftir Real Madrid þegar flautað var til leiks, og sótti liðið án afláts það sem eftir lifði leiks. Þegar sex mínútur voru til leiksloka skilaði pressan sér í annarri vítaspyrnu fyrir Barcelona. Xabi Alonso felldi Iniesta og Messi fullkomnaði þrennuna úr vítaspyrnu. Önnur þrennan sem Messi skorar gegn Real Madrid og fyrsta þrennan sem leikmaður Barcelona skorar á Santiago Bernabéu. Real Madrid hafði fyrir leikinn leikið 31 leik án taps í öllum keppnum en liðið hafði ekki tapað síðan liðið tapaði 2-1 í fyrri leik liðanna á Nou Camp 26. október. Staðan á toppi deildarinnar er nánast eins jöfn og hugsast getur. Real Madrid og Atletico Madrid eru efst með 70 stig. Barcelona er stigi á eftir þegar níu umferðir eru eftir af deildinni.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira