Hamraborgin, há og ? Hannes Friðbjarnarson skrifar 28. apríl 2014 13:48 Í Kópavogi var Hamraborgin lengi vel kölluð miðbærinn, þar var hægt að finna nánast alla þá þjónustu sem bæjarfélag þurfti, matvöruverslanir, banka, bókabúð, blómabúð, veitingahús og meira að segja plötubúð. Þegar ég var ungur drengur þótti mér alltaf gaman að fara í Hamraborgina, fara í Tónborg og kaupa mér plötu með KISS eða Duran Duran á meðan mamma var í hannyrðaversluninni eða að kaupa í matinn. Kópavogur er ekki sama bæjarfélagið og það var fyrir 25 árum síðan, og Hamraborgin er ekki miðbær Kópavogs, alveg sama hverju aðrir halda fram. Hamraborgin er ekki lengur þessi miðpunktur þar sem allt var að finna, í dag er þetta staður sem maður keyrir í gegnum mjög fljótt, og í mesta lagi stekkur maður inn í búð eða kaupir bensín í einu bensínstöðinni í heiminum sem er innandyra. Á dögunum talaði Gísli Marteinn Baldursson um það að ferðamenn hefðu ekkert að sækja í Kópavog og Framsóknarmenn brugðust illa við með skrifum í fjölmiðla. Að mörgu leyti er ég sammála Gísla. Þegar ég ferðast til London, sem ég hef oft gert, dettur mér ekki til hugar að vera að eyða tíma mínum í Watford, sem er örugglega ágætt úthverfi þessarar frábæru stórborgar, en ferðamenn vilja vera miðsvæðis, í hringiðunni þar sem allt er. Ég er meira á því að við þurfum að bæta Kópavog fyrir Kópavogsbúa, gera þau svæði sem eru til nú þegar enn betri. Hvað er til ráða? Til þess Hamraborgin lifni við og verði miðbær á ný, þarf að breyta ýmsu. Það þarf að bæta aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, gera fleiri svæði græn og laða að verslunarmenn, gallerý og alla þá sem hafa einhverskonar þjónustu að bjóða. *Það eru fjölmörg bílastæði í bílastæðahúsinu í Hamraborginni og allt of mikið af plássi sem fer undir bíla utandyra, plássi sem væri hægt að nýta fyrir gangandi vegfarendur, bekki og borð, leiktæki, aðstöðu fyrir listamenn og margt fleira. Þó svo að Hamraborgin sé ekki lengur hinn svokallaði miðbær Kópavogs þá er hún samt enn þýðingarmikil fyrir íbúa bæjarfélagsins og sér í lagi þá sem búa enn í póstnúmerinu 200. Væri ekki gaman ef hægt væri að fara í Hamraborgina til að kíkja í gallerý eða skoða vinnustofur hjá listamönnum, fara í Frú Laugu og kaupa beint af bónda, kíkja í Lucky Records og skoða plötur, leyfa börnunum að leika sér á grænu svæði áður en maður sest inn á á Café Dix til að fá sér kaffi? Þeir aðilar sem enn eru að reka þjónustu í Hamraborg og hafa gert um árabil eru hugað fólk. Fólk sem greinilega trúir á staðinn og trúir á þá sem búa þarna í kring. Hamraborgin og bæjarfélagið má ekki við því að missa þessa aðila af svæðinu en ef ekkert er að gert , gefast þeir upp á endanum. Hlúum að Hamraborginni, gerum hana að vistlegu svæði þannig að hún laði að þjónustu af ýmsu tagi og umfram allt laði að íbúa Kópavogs. Hamraborgin getur verið miðbær þar sem þig langar til að eyða deginum Ég trúi á Hamraborgina.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í Kópavogi var Hamraborgin lengi vel kölluð miðbærinn, þar var hægt að finna nánast alla þá þjónustu sem bæjarfélag þurfti, matvöruverslanir, banka, bókabúð, blómabúð, veitingahús og meira að segja plötubúð. Þegar ég var ungur drengur þótti mér alltaf gaman að fara í Hamraborgina, fara í Tónborg og kaupa mér plötu með KISS eða Duran Duran á meðan mamma var í hannyrðaversluninni eða að kaupa í matinn. Kópavogur er ekki sama bæjarfélagið og það var fyrir 25 árum síðan, og Hamraborgin er ekki miðbær Kópavogs, alveg sama hverju aðrir halda fram. Hamraborgin er ekki lengur þessi miðpunktur þar sem allt var að finna, í dag er þetta staður sem maður keyrir í gegnum mjög fljótt, og í mesta lagi stekkur maður inn í búð eða kaupir bensín í einu bensínstöðinni í heiminum sem er innandyra. Á dögunum talaði Gísli Marteinn Baldursson um það að ferðamenn hefðu ekkert að sækja í Kópavog og Framsóknarmenn brugðust illa við með skrifum í fjölmiðla. Að mörgu leyti er ég sammála Gísla. Þegar ég ferðast til London, sem ég hef oft gert, dettur mér ekki til hugar að vera að eyða tíma mínum í Watford, sem er örugglega ágætt úthverfi þessarar frábæru stórborgar, en ferðamenn vilja vera miðsvæðis, í hringiðunni þar sem allt er. Ég er meira á því að við þurfum að bæta Kópavog fyrir Kópavogsbúa, gera þau svæði sem eru til nú þegar enn betri. Hvað er til ráða? Til þess Hamraborgin lifni við og verði miðbær á ný, þarf að breyta ýmsu. Það þarf að bæta aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, gera fleiri svæði græn og laða að verslunarmenn, gallerý og alla þá sem hafa einhverskonar þjónustu að bjóða. *Það eru fjölmörg bílastæði í bílastæðahúsinu í Hamraborginni og allt of mikið af plássi sem fer undir bíla utandyra, plássi sem væri hægt að nýta fyrir gangandi vegfarendur, bekki og borð, leiktæki, aðstöðu fyrir listamenn og margt fleira. Þó svo að Hamraborgin sé ekki lengur hinn svokallaði miðbær Kópavogs þá er hún samt enn þýðingarmikil fyrir íbúa bæjarfélagsins og sér í lagi þá sem búa enn í póstnúmerinu 200. Væri ekki gaman ef hægt væri að fara í Hamraborgina til að kíkja í gallerý eða skoða vinnustofur hjá listamönnum, fara í Frú Laugu og kaupa beint af bónda, kíkja í Lucky Records og skoða plötur, leyfa börnunum að leika sér á grænu svæði áður en maður sest inn á á Café Dix til að fá sér kaffi? Þeir aðilar sem enn eru að reka þjónustu í Hamraborg og hafa gert um árabil eru hugað fólk. Fólk sem greinilega trúir á staðinn og trúir á þá sem búa þarna í kring. Hamraborgin og bæjarfélagið má ekki við því að missa þessa aðila af svæðinu en ef ekkert er að gert , gefast þeir upp á endanum. Hlúum að Hamraborginni, gerum hana að vistlegu svæði þannig að hún laði að þjónustu af ýmsu tagi og umfram allt laði að íbúa Kópavogs. Hamraborgin getur verið miðbær þar sem þig langar til að eyða deginum Ég trúi á Hamraborgina.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun