Hvers vegna Í-listinn? Gísli Halldór skrifar 16. maí 2014 15:48 Mörgum kom á óvart þegar fréttist að Í-listinn myndi tefla mér fram sem bæjarstjóraefni sínu. Einhverjir töldu víst að ég færi í framboð fyrir Bjarta framtíð, sumir að ég færi með Framsókn og einhverjir vonuðu að ég legði Sjálfstæðisflokknum lið með einhverjum hætti. Flestir vilja sjálfsagt vita hvers vegna þetta varð niðurstaðan. Það er meira en ár síðan ég ákvað að gefa ekki aftur kost á mér fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Engu að síður hef ég gaman af þátttöku í bæjarpólitíkinni og tel mig hafa mikið til málanna að leggja í úrbótum á stjórnsýslu bæjarins. Ég hef því lengi velt því fyrir mér hvernig ég teldi mig best koma bæjarbúum að gagni. Augljós undiralda er í íslenskum stjórnmálum í dag, þeim er opna vilja augun. Gömlu flokkarnir með kreddum sínum og rykföllnu hagsmunaöflum hafa valdið kjósendum í samfélaginu miklum vonbrigðum. Vissulega eru bæjarmálaflokkar ekki jafnbundnir í þessum efnum og þingflokkarnir, en ekki frjálsir samt. Þó að samstarf í bæjarstjórn hafi um margt verið frábært á kjörtímabilinu er engu að síður uppi hávær krafa kjósenda um uppstokkun. Vissulega hefði Björt framtíð verið mögulegur farvegur, en ég hef enn ekki áttað mig nógu vel á því hvaða flokkur það verður til að setja nafn mitt við hann. Eftir að stillt var upp á Í-lista, Lista íbúanna, kom hinsvegar í ljós að Í-listinn er sannarlega orðinn þverpólitískt afl, óháð stjórnmálaflokkum. Í-listinn er því að mínu mati skýrt svar við óskum kjósenda um breytingar frá flokksræði gömlu flokkanna. Á Í-listanum er góð blanda af fólki með margvíslegan bakrunn víðsvegar úr samfélaginu. Prýðilegur kokteill af íbúum Ísafjarðarbæjar. Þetta er ekkert verra eða betra fólk en finna má á öðrum listum eða á götum bæjarins. Þetta er fólk sem vill gera vel fyrir bæinn sinn. Þetta er hópur sem ekki hefur stefnu landsfundar á bak við sig. Í-listinn mun sækja sína stefnu til íbúanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Gísli Halldór Halldórsson Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Mörgum kom á óvart þegar fréttist að Í-listinn myndi tefla mér fram sem bæjarstjóraefni sínu. Einhverjir töldu víst að ég færi í framboð fyrir Bjarta framtíð, sumir að ég færi með Framsókn og einhverjir vonuðu að ég legði Sjálfstæðisflokknum lið með einhverjum hætti. Flestir vilja sjálfsagt vita hvers vegna þetta varð niðurstaðan. Það er meira en ár síðan ég ákvað að gefa ekki aftur kost á mér fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Engu að síður hef ég gaman af þátttöku í bæjarpólitíkinni og tel mig hafa mikið til málanna að leggja í úrbótum á stjórnsýslu bæjarins. Ég hef því lengi velt því fyrir mér hvernig ég teldi mig best koma bæjarbúum að gagni. Augljós undiralda er í íslenskum stjórnmálum í dag, þeim er opna vilja augun. Gömlu flokkarnir með kreddum sínum og rykföllnu hagsmunaöflum hafa valdið kjósendum í samfélaginu miklum vonbrigðum. Vissulega eru bæjarmálaflokkar ekki jafnbundnir í þessum efnum og þingflokkarnir, en ekki frjálsir samt. Þó að samstarf í bæjarstjórn hafi um margt verið frábært á kjörtímabilinu er engu að síður uppi hávær krafa kjósenda um uppstokkun. Vissulega hefði Björt framtíð verið mögulegur farvegur, en ég hef enn ekki áttað mig nógu vel á því hvaða flokkur það verður til að setja nafn mitt við hann. Eftir að stillt var upp á Í-lista, Lista íbúanna, kom hinsvegar í ljós að Í-listinn er sannarlega orðinn þverpólitískt afl, óháð stjórnmálaflokkum. Í-listinn er því að mínu mati skýrt svar við óskum kjósenda um breytingar frá flokksræði gömlu flokkanna. Á Í-listanum er góð blanda af fólki með margvíslegan bakrunn víðsvegar úr samfélaginu. Prýðilegur kokteill af íbúum Ísafjarðarbæjar. Þetta er ekkert verra eða betra fólk en finna má á öðrum listum eða á götum bæjarins. Þetta er fólk sem vill gera vel fyrir bæinn sinn. Þetta er hópur sem ekki hefur stefnu landsfundar á bak við sig. Í-listinn mun sækja sína stefnu til íbúanna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar